Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. maí 2023 07:42 Trump sýndi enga iðrun. AP/Michael Conroy „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. Íbúafundurinn var skipulagður áður en Trump var fundinn sekur í vikunni um að hafa beitt E Jean Carroll kynferðisofbeldi og ærmeiðingar. Hann notaði tækifærið til að skjóta á Carroll, kallaði hana „geðsjúkling“ og dró hæfi dómarans í málinu í efa. The former president repeated election lies, wouldn't say if he wants Ukraine to win the war, and was asked about a federal abortion ban and the debt limit.Here are the key moments from CNN's Trump town hall. https://t.co/PIziYaB7Rb : Will Lanzoni/CNN pic.twitter.com/EvhmQ5yNNR— CNN (@CNN) May 11, 2023 Fundargestir voru kjósendur Repúblikanaflokksins og óháðir og var ljóst að í hópnum voru margir stuðningsmenn Trump, sem fögnuðu meiðandi og ósönnum fullyrðingum forsetans fyrrverandi, og hlógu að því þegar hann freistaði þess að gera lítið úr Collins. Trump svaraði ekki beint spurningum sem vörðuðu stefnumótun, til að mynda hvort hann styddi alríkisbann gegn þungunarrofi. Þá svarað hann því ekki hvort hann vildi að Úkraína ynni stríðið gegn Rússlandi en sagðist geta bundið enda á átökin á sólahring. Forsetaframbjóðandinn sagðist hins vegar myndu íhuga að náða þá sem hafa verið og verða dæmdir fyrir aðkomu sína að árásinni í þinghúsið í Washington. Þingkonan Alexandra Ocasio-Cortez var meðal þeirra sem gagnrýndu CNN fyrir að skapa vettvang fyrir Trump til að bera fram lygar og ráðast opinberlega gegn konunni sem hann braut á. There is simply no way CNN can feign ignorance about the fact that they set up a sexual assault victim to be targeted and attacked on national television a day after the verdict.People were sounding the alarm about this exact scenario. They let it happen anyway without a plan.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) May 11, 2023 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Íbúafundurinn var skipulagður áður en Trump var fundinn sekur í vikunni um að hafa beitt E Jean Carroll kynferðisofbeldi og ærmeiðingar. Hann notaði tækifærið til að skjóta á Carroll, kallaði hana „geðsjúkling“ og dró hæfi dómarans í málinu í efa. The former president repeated election lies, wouldn't say if he wants Ukraine to win the war, and was asked about a federal abortion ban and the debt limit.Here are the key moments from CNN's Trump town hall. https://t.co/PIziYaB7Rb : Will Lanzoni/CNN pic.twitter.com/EvhmQ5yNNR— CNN (@CNN) May 11, 2023 Fundargestir voru kjósendur Repúblikanaflokksins og óháðir og var ljóst að í hópnum voru margir stuðningsmenn Trump, sem fögnuðu meiðandi og ósönnum fullyrðingum forsetans fyrrverandi, og hlógu að því þegar hann freistaði þess að gera lítið úr Collins. Trump svaraði ekki beint spurningum sem vörðuðu stefnumótun, til að mynda hvort hann styddi alríkisbann gegn þungunarrofi. Þá svarað hann því ekki hvort hann vildi að Úkraína ynni stríðið gegn Rússlandi en sagðist geta bundið enda á átökin á sólahring. Forsetaframbjóðandinn sagðist hins vegar myndu íhuga að náða þá sem hafa verið og verða dæmdir fyrir aðkomu sína að árásinni í þinghúsið í Washington. Þingkonan Alexandra Ocasio-Cortez var meðal þeirra sem gagnrýndu CNN fyrir að skapa vettvang fyrir Trump til að bera fram lygar og ráðast opinberlega gegn konunni sem hann braut á. There is simply no way CNN can feign ignorance about the fact that they set up a sexual assault victim to be targeted and attacked on national television a day after the verdict.People were sounding the alarm about this exact scenario. They let it happen anyway without a plan.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) May 11, 2023
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira