„Ég átti ekki von á þessu svona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2023 10:30 Eyjakonur fagna marki í einvíginu á móti Haukum. Elísa Elíasdóttir var mjög góð í oddaleiknum og skoraði þá fimm mörk. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Bragason er búinn að koma Eyjakonum í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna og einu skrefi nær því að vinna þrennuna á þessu tímabili. ÍBV hefur þegar unnið deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn og nú er stefnan sett á fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í sautján ár. ÍBV mætir Val í úrslitaeinvíginu sem hefst í Eyjum á morgun en Eyjaliðið vann Hauka í framlengdum oddaleik á þriðjudagskvöldið. Svava Kristín Gretarsdóttir og Seinni bylgjan voru í Vestmannaeyjum og hún og Sigurlaug Rúnarsdóttir ræddu við Sigurð í leikslok. Sigurður Bragason hvetur sínar stelpur áfram.Vísir/Hulda Margrét Í sjokki eins og eftir góða leiksýningu „Ég hef alveg verið stressaðri og ætla nú alveg að viðurkenna það. Maður er í sjokki eins og eftir einhverja góða leiksýningu eða eitthvað. Ég er góður og mér líður vel,“ sagði Sigurður Bragason. „Þessu var alveg lænað upp í eitthvað væl, Sunna sprungin, Elísa búin og eitthvað svoleiðis. Góður karakter hjá stelpunum í framlengingunni. Það þarf engan sérfræðing til að sjá það að við erum að spila á fáum leikmönnum. Þvílík orka sem þær gefa í þetta allan tímann. Þetta var bara stál í stál,“ sagði Sigurður. „Ég sagði bara við þær fyrir framlenginguna, njótum þess núna og við erum ekki að fara tapa framlengingunni og ekki þá hér. Haukarnir voru bara betri en við í báðum framlengingunum út í Haukaheimili. Við áttum ekkert skilið þar en ég var rosalega ánægður með framlenginguna. Marta kemur sterk inn í markinu og varnarleikurinn var stórkostlegur. Við vorum helvíti flottar fannst mér í framlengingunni, kúl á því og ég var bara hrikalega ánægður með þær,“ sagði Sigurður. Haukar veittu bikar- og deildarmeisturunum mjög mikla mótstöðu í þessu einvígi en þrír af fimm leikjum voru framlengdir. Voru Haukarnir betri en hann bjóst við? Allt önnur orka í þeim „Engin spurning. Ég ætla bara að segja það að ég átti ekki von á þessu svona. Þær eru búnar að vera frábærar og ég er búinn að hrósa Díönu með þetta. Það kemur eitthvað allt annað element inn í þetta. Ég ætla ekki að gera lítið úr honum Ragnari, toppmaður og allt það, en það er allt önnur orka í þeim. Mér finnst þær léttari og með meiri sprengju,“ sagði Sigurður og hrósaði einstökum leikmönnum Hauka. Sigurlaug Rúnarsdóttir fannst vera breyttur bragur á ÍBV í úrslitakeppninni miðað við það hvernig liðið spilaði í deildinni og spurði hvort það væri áhyggjuefni. Fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni „Ég skil alveg hvað þú ert að meina og ég er bara sammála því. Þetta er svolítið þungt. Við verðum deildarmeistarar í byrjun apríl, þá verður þetta landsleikjastopp og við æfum ekkert. Síðan lendum við í þessum leik, sem var bara glataður og við töpuðum með níu mörkum. Við fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni,“ sagði Sigurður. „Við erum að reyna að vinna okkur aftur inn í þennan léttleika og þetta sem stóðum fyrir. Varnarlega erum við þar en ekki sóknarlega. Auðvitað munar okkur um Birnu í þessum síðustu tveimur leikjum. Ef við ætlum að eiga séns í Val þá þurfum við að rífa upp þennan sóknarleik aftur. Við höfum þrjá, fjóra daga í það og reynum hvað við getum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sigurð Bragason eftir oddaleikinn Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
ÍBV hefur þegar unnið deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn og nú er stefnan sett á fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í sautján ár. ÍBV mætir Val í úrslitaeinvíginu sem hefst í Eyjum á morgun en Eyjaliðið vann Hauka í framlengdum oddaleik á þriðjudagskvöldið. Svava Kristín Gretarsdóttir og Seinni bylgjan voru í Vestmannaeyjum og hún og Sigurlaug Rúnarsdóttir ræddu við Sigurð í leikslok. Sigurður Bragason hvetur sínar stelpur áfram.Vísir/Hulda Margrét Í sjokki eins og eftir góða leiksýningu „Ég hef alveg verið stressaðri og ætla nú alveg að viðurkenna það. Maður er í sjokki eins og eftir einhverja góða leiksýningu eða eitthvað. Ég er góður og mér líður vel,“ sagði Sigurður Bragason. „Þessu var alveg lænað upp í eitthvað væl, Sunna sprungin, Elísa búin og eitthvað svoleiðis. Góður karakter hjá stelpunum í framlengingunni. Það þarf engan sérfræðing til að sjá það að við erum að spila á fáum leikmönnum. Þvílík orka sem þær gefa í þetta allan tímann. Þetta var bara stál í stál,“ sagði Sigurður. „Ég sagði bara við þær fyrir framlenginguna, njótum þess núna og við erum ekki að fara tapa framlengingunni og ekki þá hér. Haukarnir voru bara betri en við í báðum framlengingunum út í Haukaheimili. Við áttum ekkert skilið þar en ég var rosalega ánægður með framlenginguna. Marta kemur sterk inn í markinu og varnarleikurinn var stórkostlegur. Við vorum helvíti flottar fannst mér í framlengingunni, kúl á því og ég var bara hrikalega ánægður með þær,“ sagði Sigurður. Haukar veittu bikar- og deildarmeisturunum mjög mikla mótstöðu í þessu einvígi en þrír af fimm leikjum voru framlengdir. Voru Haukarnir betri en hann bjóst við? Allt önnur orka í þeim „Engin spurning. Ég ætla bara að segja það að ég átti ekki von á þessu svona. Þær eru búnar að vera frábærar og ég er búinn að hrósa Díönu með þetta. Það kemur eitthvað allt annað element inn í þetta. Ég ætla ekki að gera lítið úr honum Ragnari, toppmaður og allt það, en það er allt önnur orka í þeim. Mér finnst þær léttari og með meiri sprengju,“ sagði Sigurður og hrósaði einstökum leikmönnum Hauka. Sigurlaug Rúnarsdóttir fannst vera breyttur bragur á ÍBV í úrslitakeppninni miðað við það hvernig liðið spilaði í deildinni og spurði hvort það væri áhyggjuefni. Fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni „Ég skil alveg hvað þú ert að meina og ég er bara sammála því. Þetta er svolítið þungt. Við verðum deildarmeistarar í byrjun apríl, þá verður þetta landsleikjastopp og við æfum ekkert. Síðan lendum við í þessum leik, sem var bara glataður og við töpuðum með níu mörkum. Við fórum helvíti lélegar inn í þessar úrslitakeppni,“ sagði Sigurður. „Við erum að reyna að vinna okkur aftur inn í þennan léttleika og þetta sem stóðum fyrir. Varnarlega erum við þar en ekki sóknarlega. Auðvitað munar okkur um Birnu í þessum síðustu tveimur leikjum. Ef við ætlum að eiga séns í Val þá þurfum við að rífa upp þennan sóknarleik aftur. Við höfum þrjá, fjóra daga í það og reynum hvað við getum,“ sagði Sigurður. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Sigurð Bragason eftir oddaleikinn
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira