„Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik“ Jón Már Ferro skrifar 4. maí 2023 00:37 Alex Freyr Elísson (t.h.) verst hér Adam Ægi Pálssyni í leik Fram og Keflavíkur á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Adam Ægir Pálsson spilaði sextíu mínútur í 1-6 sigri Vals gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu fyrir Val sem jafnaði Víking á toppi deildarinnar. „Sigurður Egill var helvíti góður í dag. Ég sætti mig svo sem við eitt mark og eina stoðsendingu á sextíu mínútum. Ef ég hefði spilað aðeins lengur hefði það kannski orðið eitthvað meira. En eitt mark og ein stoðsending er fínt líka,“ sagði Adam Ægir aðspurður hvort hann hefði viljað leggja upp jafn mörg mörk og liðsfélagi hans, Sigurður Egill. Adam Ægir lék við hvern sinn fingur á Würth vellinum í kvöld. „Ég fer nú ekkert að láta Arnar heyra það fyrir að taka mig útaf, það er mikilvægur leikur á sunnudaginn á móti KR, þannig að það er fínt að fá smá hvíld líka,“ sagði Adam. „Byrjunin á tímabilinu gæti ekki verið mikið betri hjá mér, ég er búinn að byrja mjög vel, einn leikur sem var smá off en annars hef ég skorað í hverjum einasta leik. Það er bara frábært, mér líður mjög vel í Val og það endurspeglast inni á vellinum, þetta er bara geggjað,“ sagði Adam. Hann segir að lið Vals hafi slökkt svolítið á sér í seinni hálfleik, í stöðunni 0-4, en að það sé eðlilegt í kjölfar skiptinga sem urðu í hálfleik. „Það er ógeðslega pirrandi að fá á sig mark, en við hefðum getað verið betri í seinni hálfleik, við hleyptum allt of miklu kaosi inn í þetta og við höfum gert það svolítið í síðustu leikjum. Við slökkvum svolítið á okkur í seinni hálfleik, og þurfum að bæta það,“ sagði Adam. Adam Ægir gerði félagsskipti yfir í Val fyrir tímabilið, en hann var stoðsendingakóngur Bestu deildar karla á síðasta tímabili. „Ég setti pressu á mig fyrir mótið að ég myndi slá markametið, en ég er samt ekkert að hugsa út í það. Ég er bara að taka einn leik í einu. Ef við verðum Íslandsmeistarar verð ég bara þvílíkt sáttur. Bara halda áfram á þessari braut. Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik, það væri frábært,“ sagði Adam. Adam var óvenju hógvær eftir leik og talaði óvænt eins og hann væri ekki að spá í eigin mörkum og stoðsendingum. „Ég er ekkert að pæla í stoðsendingum og mörkum. Þegar maður er í Val verður maður bara að vinna titla, sama hversu mörk og assist þú ert með, það er öllum sama. Fyrst og fremst að vinna mótið, en þetta helst náttúrulega allt í hendur,“ sagði Adam. Besta deild karla Fylkir Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
„Sigurður Egill var helvíti góður í dag. Ég sætti mig svo sem við eitt mark og eina stoðsendingu á sextíu mínútum. Ef ég hefði spilað aðeins lengur hefði það kannski orðið eitthvað meira. En eitt mark og ein stoðsending er fínt líka,“ sagði Adam Ægir aðspurður hvort hann hefði viljað leggja upp jafn mörg mörk og liðsfélagi hans, Sigurður Egill. Adam Ægir lék við hvern sinn fingur á Würth vellinum í kvöld. „Ég fer nú ekkert að láta Arnar heyra það fyrir að taka mig útaf, það er mikilvægur leikur á sunnudaginn á móti KR, þannig að það er fínt að fá smá hvíld líka,“ sagði Adam. „Byrjunin á tímabilinu gæti ekki verið mikið betri hjá mér, ég er búinn að byrja mjög vel, einn leikur sem var smá off en annars hef ég skorað í hverjum einasta leik. Það er bara frábært, mér líður mjög vel í Val og það endurspeglast inni á vellinum, þetta er bara geggjað,“ sagði Adam. Hann segir að lið Vals hafi slökkt svolítið á sér í seinni hálfleik, í stöðunni 0-4, en að það sé eðlilegt í kjölfar skiptinga sem urðu í hálfleik. „Það er ógeðslega pirrandi að fá á sig mark, en við hefðum getað verið betri í seinni hálfleik, við hleyptum allt of miklu kaosi inn í þetta og við höfum gert það svolítið í síðustu leikjum. Við slökkvum svolítið á okkur í seinni hálfleik, og þurfum að bæta það,“ sagði Adam. Adam Ægir gerði félagsskipti yfir í Val fyrir tímabilið, en hann var stoðsendingakóngur Bestu deildar karla á síðasta tímabili. „Ég setti pressu á mig fyrir mótið að ég myndi slá markametið, en ég er samt ekkert að hugsa út í það. Ég er bara að taka einn leik í einu. Ef við verðum Íslandsmeistarar verð ég bara þvílíkt sáttur. Bara halda áfram á þessari braut. Vonandi legg ég upp og skora í hverjum einasta leik, það væri frábært,“ sagði Adam. Adam var óvenju hógvær eftir leik og talaði óvænt eins og hann væri ekki að spá í eigin mörkum og stoðsendingum. „Ég er ekkert að pæla í stoðsendingum og mörkum. Þegar maður er í Val verður maður bara að vinna titla, sama hversu mörk og assist þú ert með, það er öllum sama. Fyrst og fremst að vinna mótið, en þetta helst náttúrulega allt í hendur,“ sagði Adam.
Besta deild karla Fylkir Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn