Klopp segir óraunhæft að ætla að ná fjórða sætinu Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 23:31 Klopp þakkar stuðningsmönnum eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir vonir Liverpool um að ná fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar ekki vera raunhæfar. Hann var sáttur með sigurinn gegn Fulham í kvöld. Liverpool vann í kvöld 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Mohamed Salah skoraði eina mark liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Við héldum hreinu, góð frammistaða gegn sterkum andstæðingi. Við nýttum ekki færin sem er slæmt en hvernig við þvinguðum fram vítaspyrnuna var mjög gott og í heildina var margt gott við leikinn.“ „Að sjálfsögðu hefðum við viljað stjórna leiknum betur í seinni hálfleiknum en svona er lífið. Þú þarft að vera á vaktinni og strákarnir voru það, ég er mjög ánægður með það.“ Fulham fékk tækifæri til að jafna metin í síðari hálfleiknum og sigur Liverpool var aldrei öruggur fyrr en búið var að flauta til leiksloka. „Við náðum góðum stöðum í nokkur skipti en nýttum þær ekki. Þetta snýst ekki um að vinna 2-0, 3-0, 4-0 heldur bara um að vinna. Mo skoraði úr vítinu sem ég er ánægður með. Það er ekki yfir miklu að kvarta því Fulham er mjög gott lið og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Við getum bætt ýmislegt og við verðum að halda áfram.“ „Ánægður með hvert við stefnum“ Klopp bætti við að Alisson hefði verið ánægðasti maðurinn í búningsklefanum eftir leik þar sem liðið hélt hreinu í leiknum. „Það var ekkert of mikið að gera hjá honum en hann var sá ánægðasti í klefanum eftir leik. Hann hatar 4-3 leiki og allt slíkt. Í dag gat hann bjargað okkur og það var mjög mikilvægt.“ Liverpool er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en fjögur efstu liðin vinna sér inn sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið er fjórum stigum á eftir Manchester United sem á tvo leiki til góða. Newcastle er sex stigum á undan í þriðja sætinu og á einn leik til góða. Klopp segir vonir um að ná fjórða sætinu vera óraunhæfar. „Þetta er leikur að líkum. Ef Newcastle og Manchester United vinna alla sína leiki þá eigum við ekki möguleika. Ef Brighton vinnur alla sína leiki þá verða þeir á undan okkur. Þannig er staðan. Við þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvað það færir okkur. Í augnablikinu er ég ánægður með hvert við stefnum. Við þurfum að halda áfram og svo skoðum við töfluna og sjáum hverju við náum.“ Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Liverpool vann í kvöld 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Mohamed Salah skoraði eina mark liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Við héldum hreinu, góð frammistaða gegn sterkum andstæðingi. Við nýttum ekki færin sem er slæmt en hvernig við þvinguðum fram vítaspyrnuna var mjög gott og í heildina var margt gott við leikinn.“ „Að sjálfsögðu hefðum við viljað stjórna leiknum betur í seinni hálfleiknum en svona er lífið. Þú þarft að vera á vaktinni og strákarnir voru það, ég er mjög ánægður með það.“ Fulham fékk tækifæri til að jafna metin í síðari hálfleiknum og sigur Liverpool var aldrei öruggur fyrr en búið var að flauta til leiksloka. „Við náðum góðum stöðum í nokkur skipti en nýttum þær ekki. Þetta snýst ekki um að vinna 2-0, 3-0, 4-0 heldur bara um að vinna. Mo skoraði úr vítinu sem ég er ánægður með. Það er ekki yfir miklu að kvarta því Fulham er mjög gott lið og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Við getum bætt ýmislegt og við verðum að halda áfram.“ „Ánægður með hvert við stefnum“ Klopp bætti við að Alisson hefði verið ánægðasti maðurinn í búningsklefanum eftir leik þar sem liðið hélt hreinu í leiknum. „Það var ekkert of mikið að gera hjá honum en hann var sá ánægðasti í klefanum eftir leik. Hann hatar 4-3 leiki og allt slíkt. Í dag gat hann bjargað okkur og það var mjög mikilvægt.“ Liverpool er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en fjögur efstu liðin vinna sér inn sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið er fjórum stigum á eftir Manchester United sem á tvo leiki til góða. Newcastle er sex stigum á undan í þriðja sætinu og á einn leik til góða. Klopp segir vonir um að ná fjórða sætinu vera óraunhæfar. „Þetta er leikur að líkum. Ef Newcastle og Manchester United vinna alla sína leiki þá eigum við ekki möguleika. Ef Brighton vinnur alla sína leiki þá verða þeir á undan okkur. Þannig er staðan. Við þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvað það færir okkur. Í augnablikinu er ég ánægður með hvert við stefnum. Við þurfum að halda áfram og svo skoðum við töfluna og sjáum hverju við náum.“
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira