„Haaland er einstakur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 22:31 Pep var ánægður í leikslok. Vísir/Getty Erling Braut Haaland sló markametið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann skoraði þrítugasta og fimmta mark sitt á leiktíðinni í 3-0 sigri Manchester City gegn West Ham. Pep Guardiola segir Norðmanninn einstakan leikmann. Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildinnar á nýjan leik með öruggum 3-0 sigri á West Ham á heimavelli sínum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var ánægður með sigurinn. „Allir leikir eru erfiðir, það var svo kalt og hvasst í dag. Við spiluðum ekki illa en strúkturinn á liðinu var ekki frábær. Við skoruðum ekki í upphafi en héldum áfram, ég er mjög ánægður nú þegar fimm leikir eru eftir,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky eftir leik en öll mörk City í kvöld komu í síðari hálfleiknum. „Það er erfitt að brjóta West Ham niður. Við reyndum ólíkar aðferðir á hægri og vinstri kanti. Menn voru að tapa boltanum og virkuðu örvæntingarfullir og við þurftum að hætta því. Við bökkuðum aðeins í kvöld en ekki mikið og náðum að skapa færi. Þetta eru þrjú stig og við höldum áfram.“ „Þetta er ótrúlegt“ Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark City í leiknum. Markið er það þrítugasta og fimmta hjá Norðmanninum á leiktíðinni og slær hann því met Alan Shearer og Andrew Cole sem mest höfðu skorað þrjátíu og fjögur mörk á einu tímabili. „Þetta er ótrúlegt. Hann hefur skorað svo mörk mikilvæg mörk til að vinna leiki, við erum svo ánægðir. Hann er einstök manneskja og hann er svo sérstakur. Hann átti heiðursvörð skilinn því þetta er ótrúlegt afrek. Einhvern annan dag gæti hann slegið sitt eigið met. Hann hefur skorað mörg mörk.“ Þriðja og síðasta mark City í kvöld var þúsundasta markið undir stjórn Guardiola sem tók við stjórn félagsins árið 2016. „Auðvitað er ég stoltur. Mark er skemmtilegt augnablik fyrir okkar stuðningsmenn og þeir hafa notið þess í þúsund skipti. Við höldum áfram.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sló markametið þegar City hirti toppsætið á nýjan leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark Manchester City í öruggum sigri liðsins á West Ham í kvöld. City er efst í deildinni á nýjan leik. 3. maí 2023 21:04 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildinnar á nýjan leik með öruggum 3-0 sigri á West Ham á heimavelli sínum í kvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, var ánægður með sigurinn. „Allir leikir eru erfiðir, það var svo kalt og hvasst í dag. Við spiluðum ekki illa en strúkturinn á liðinu var ekki frábær. Við skoruðum ekki í upphafi en héldum áfram, ég er mjög ánægður nú þegar fimm leikir eru eftir,“ sagði Guardiola í viðtali við Sky eftir leik en öll mörk City í kvöld komu í síðari hálfleiknum. „Það er erfitt að brjóta West Ham niður. Við reyndum ólíkar aðferðir á hægri og vinstri kanti. Menn voru að tapa boltanum og virkuðu örvæntingarfullir og við þurftum að hætta því. Við bökkuðum aðeins í kvöld en ekki mikið og náðum að skapa færi. Þetta eru þrjú stig og við höldum áfram.“ „Þetta er ótrúlegt“ Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark City í leiknum. Markið er það þrítugasta og fimmta hjá Norðmanninum á leiktíðinni og slær hann því met Alan Shearer og Andrew Cole sem mest höfðu skorað þrjátíu og fjögur mörk á einu tímabili. „Þetta er ótrúlegt. Hann hefur skorað svo mörk mikilvæg mörk til að vinna leiki, við erum svo ánægðir. Hann er einstök manneskja og hann er svo sérstakur. Hann átti heiðursvörð skilinn því þetta er ótrúlegt afrek. Einhvern annan dag gæti hann slegið sitt eigið met. Hann hefur skorað mörg mörk.“ Þriðja og síðasta mark City í kvöld var þúsundasta markið undir stjórn Guardiola sem tók við stjórn félagsins árið 2016. „Auðvitað er ég stoltur. Mark er skemmtilegt augnablik fyrir okkar stuðningsmenn og þeir hafa notið þess í þúsund skipti. Við höldum áfram.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sló markametið þegar City hirti toppsætið á nýjan leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark Manchester City í öruggum sigri liðsins á West Ham í kvöld. City er efst í deildinni á nýjan leik. 3. maí 2023 21:04 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Haaland sló markametið þegar City hirti toppsætið á nýjan leik Norðmaðurinn Erling Braut Haaland sló markamet ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði annað mark Manchester City í öruggum sigri liðsins á West Ham í kvöld. City er efst í deildinni á nýjan leik. 3. maí 2023 21:04