Sinubruni á höfuðborgarsvæðinu Máni Snær Þorláksson skrifar 1. maí 2023 15:57 Slökkviliðið er byrjað að reyna að ráða niðurlögum sinubrunans. Vísir/Steingrímur Dúi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á fjórða tímanum í dag vegna sinubruna við Turnahvarf í Kópavogi. Þegar fréttastofa náði tali af slökkviliðinu voru slökkviliðsmenn nýkomnir á vettvang og voru að meta aðstæður. Að sögn sjónarvotts er mjög mikill reykur á svæðinu. Slökkviliðið er mætt á svæðið.Aðsend Að sögn Jónasar Árnasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, eru tvær slökkviliðsstöðvar að vinna í að ráða niðurlögum eldsins. Hann segir að um stórt og mikið svæði sé að ræða. Eldurinn sé kominn í einhver tré og þá fari hann að verða erfiðari viðureignar. Þá sé ekki hætta á að eldurinn dreifist í íbúðahús að svo stöddu. „Það er bara rétt fyrir hálf fjögur sem við fáum tilkynningu um smá sinuend fyrir neðan Tónahvarf í Kópavoginum sem breiddist svolítið hratt út,“ segir Jónas í samtali við fréttastofu. Jónas segir að eldurinn hafi fyrst verið í lúpínu en svo hafi hann gengið hratt niður og náð í gróður neðst í brekkunni. „Við erum búnir að bæta við öðrum og þriðja bíl þannig það eru þrír bílar þarna á staðnum og þeir eru svona við það að ná tökunum á þessu.“ Klippa: Sinubruni á höfuðborgarsvæðinu Að sögn Jónasar eru engin hús í nágrenninu sem eru í hættu á að verða eldinum að bráð. „Það er langt þannig séð í næstu hús,“ segir hann. Ákveðið var að loka Breiðholtsbrautinni þar sem mikill reykur var að ganga fyrir umferðina. Jónas segir þó að þeir fari að opna hana aftur. Fréttin hefur verið uppfærð. Slökkvilið Kópavogur Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Þegar fréttastofa náði tali af slökkviliðinu voru slökkviliðsmenn nýkomnir á vettvang og voru að meta aðstæður. Að sögn sjónarvotts er mjög mikill reykur á svæðinu. Slökkviliðið er mætt á svæðið.Aðsend Að sögn Jónasar Árnasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, eru tvær slökkviliðsstöðvar að vinna í að ráða niðurlögum eldsins. Hann segir að um stórt og mikið svæði sé að ræða. Eldurinn sé kominn í einhver tré og þá fari hann að verða erfiðari viðureignar. Þá sé ekki hætta á að eldurinn dreifist í íbúðahús að svo stöddu. „Það er bara rétt fyrir hálf fjögur sem við fáum tilkynningu um smá sinuend fyrir neðan Tónahvarf í Kópavoginum sem breiddist svolítið hratt út,“ segir Jónas í samtali við fréttastofu. Jónas segir að eldurinn hafi fyrst verið í lúpínu en svo hafi hann gengið hratt niður og náð í gróður neðst í brekkunni. „Við erum búnir að bæta við öðrum og þriðja bíl þannig það eru þrír bílar þarna á staðnum og þeir eru svona við það að ná tökunum á þessu.“ Klippa: Sinubruni á höfuðborgarsvæðinu Að sögn Jónasar eru engin hús í nágrenninu sem eru í hættu á að verða eldinum að bráð. „Það er langt þannig séð í næstu hús,“ segir hann. Ákveðið var að loka Breiðholtsbrautinni þar sem mikill reykur var að ganga fyrir umferðina. Jónas segir þó að þeir fari að opna hana aftur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Slökkvilið Kópavogur Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira