Páley segir afglæpavæðingu auka neyslu Jakob Bjarnar skrifar 28. apríl 2023 11:29 Páley Borgþórsdóttir er formaður Félags lögreglustjóra. Hún segir afleiðingar fíknefnaneyslu skelfilegar og því beri að banna þau. Ef varsla neysluskammta verð gerð refsilaus aukist aðgengi og neysla aukist. vísir/vilhelm Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður lögreglustjórafélags Íslands vill gjalda varhug við afglæpavæðingu neysluskammta. Hún telur engum blöðum um það að fletta að ef varsla neysluskammta verði gerð refsilaus þá auki það neyslu ávana- og fíknefna. Eins og Vísir greindi frá hefur Willum Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra horfið frá því að leggja fram frumvarp sem gengur út á afglæpavæðingu sem felur í sér lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíknefna á yfirstandandi þingi. Þetta mál hefur verið mjög til umfjöllunar á Alþingi. Halldóra Mogensen Pírati mælti fyrir frumvarpi þessa efnis í fyrra, þá þriðja sinni. Málið hefur staðið í þingmönnum þó breytingar á stefnu í vímuefnamálum, sú að refsa neytendum, hafi mátt sjá víða um heim. Frumvarp um afglæpavæðingu fast í starfshópi Þessi breytta stefna tengist viðhorfsbreytingu víða þess efnis að skilgreina beri vímuefnanotkun sem sjúkdómur en ekki glæpamennska. Willum Þór hefur lýst því að sú sé sín skoðun og lendingin var að í stað þess að þurfa að samþykkja frumvarp frá stjórnarandstöðunnar tók hann málið á sitt borð og lýsti því yfir að hann ætlaði að leggja fram sitt eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíknefna á yfirstandandi þingi. Faraldur ópíðóðaefna með skelfilegum afleiðingum hefur meðal annars orðið til þess að þeir sem vilja gjalda varhug við breyttri stefnu í þessum málaflokki hafa stigið fram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins beindi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra: „Mun hæstvirtur ráðherra halda sig við lögleiðingu fíkniefna eða afglæpavæðingu, eins og það er kallað í fegrunarskyni, við þessar aðstæður? Óhjákvæmilega mun það leiða til aukins aðgengis, aukins sýnileika fíkniefna, lægri þröskulda, minni hindrana á neyslu slíkra efna. Getur hæstvirtur ráðherra staðfest það núna við þingið að horfið verði frá þeim áformum?“ Willum Þór vafðist tunga um tönn en upplýsti að hann myndi ekki leggja boðað frumvarp fram. Það þyrfti að ræða betur í starfshópi þar sem ólík sjónarmið væru uppi. Páley var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar lýsti hún sjónarmiðum lögreglustjóra sem eru í samræmi við stefnu Miðflokksins. Félag þeirra hafði skilað inn umsögn um frumvarp Halldóru, í febrúar í fyrra. „Við lýstum því þá yfir að Lögreglustjórafélagið gæti ekki stutt það. Og það voru nokkrar ástæður fyrir því,“ segir Páley. Einkum á þeim forsendum að lögreglustjórar töldu skorta undirbúning „fyrir svona gríðarlegri stefnubreytingu í þessum málaflokki.“ Afleiðingar neyslu skelfilegar og því ber að banna Að sögn formanns Félags lögreglustjóra er meginregla laga bann á öllu íslensku forráðasvæði. „Afglæpavæðing yrði þá rof í þá bannreglu.“ Páley telur verulega skorta á undirbúning og forvarnarstarf; það hafi ekki verið aukið né meðferðarúrræði. „Því við teljum fíkniefnaneyslu aukast með slíku frumvarpi.“ Páley segir aðgengi aukast sem þýði aukna neyslu barna og unglinga. Umsjónarmenn þáttarins bentu á að víða um heim hafi verið horfið frá bannstefnunni og niðurstaðan þar hafi ekki orðið til að neysla ykist? Páley sagði það ekki svo að þau styddust við neinar tilteknar rannsóknir. „Við auðvitað vinnum mjög náið ofan í þessum málaflokkum og horfum í augun á skaðsemi þessarar neyslu og hún er bara grafalvarleg eins og þið sjálf heyrið af allskonar sögum frá fólki sem missir fólkið sitt inn í þennan heim. Og það má auðvitað alveg búast við því að ef varsla á neysluskömmtum verður gerð refsilaus þá muni neytendum fjölga,“ sagði Páley meðal annars. En viðtalið við hana í heild má finna í spilaranum hér ofar. Lögreglan Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá hefur Willum Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra horfið frá því að leggja fram frumvarp sem gengur út á afglæpavæðingu sem felur í sér lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíknefna á yfirstandandi þingi. Þetta mál hefur verið mjög til umfjöllunar á Alþingi. Halldóra Mogensen Pírati mælti fyrir frumvarpi þessa efnis í fyrra, þá þriðja sinni. Málið hefur staðið í þingmönnum þó breytingar á stefnu í vímuefnamálum, sú að refsa neytendum, hafi mátt sjá víða um heim. Frumvarp um afglæpavæðingu fast í starfshópi Þessi breytta stefna tengist viðhorfsbreytingu víða þess efnis að skilgreina beri vímuefnanotkun sem sjúkdómur en ekki glæpamennska. Willum Þór hefur lýst því að sú sé sín skoðun og lendingin var að í stað þess að þurfa að samþykkja frumvarp frá stjórnarandstöðunnar tók hann málið á sitt borð og lýsti því yfir að hann ætlaði að leggja fram sitt eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíknefna á yfirstandandi þingi. Faraldur ópíðóðaefna með skelfilegum afleiðingum hefur meðal annars orðið til þess að þeir sem vilja gjalda varhug við breyttri stefnu í þessum málaflokki hafa stigið fram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins beindi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra: „Mun hæstvirtur ráðherra halda sig við lögleiðingu fíkniefna eða afglæpavæðingu, eins og það er kallað í fegrunarskyni, við þessar aðstæður? Óhjákvæmilega mun það leiða til aukins aðgengis, aukins sýnileika fíkniefna, lægri þröskulda, minni hindrana á neyslu slíkra efna. Getur hæstvirtur ráðherra staðfest það núna við þingið að horfið verði frá þeim áformum?“ Willum Þór vafðist tunga um tönn en upplýsti að hann myndi ekki leggja boðað frumvarp fram. Það þyrfti að ræða betur í starfshópi þar sem ólík sjónarmið væru uppi. Páley var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar lýsti hún sjónarmiðum lögreglustjóra sem eru í samræmi við stefnu Miðflokksins. Félag þeirra hafði skilað inn umsögn um frumvarp Halldóru, í febrúar í fyrra. „Við lýstum því þá yfir að Lögreglustjórafélagið gæti ekki stutt það. Og það voru nokkrar ástæður fyrir því,“ segir Páley. Einkum á þeim forsendum að lögreglustjórar töldu skorta undirbúning „fyrir svona gríðarlegri stefnubreytingu í þessum málaflokki.“ Afleiðingar neyslu skelfilegar og því ber að banna Að sögn formanns Félags lögreglustjóra er meginregla laga bann á öllu íslensku forráðasvæði. „Afglæpavæðing yrði þá rof í þá bannreglu.“ Páley telur verulega skorta á undirbúning og forvarnarstarf; það hafi ekki verið aukið né meðferðarúrræði. „Því við teljum fíkniefnaneyslu aukast með slíku frumvarpi.“ Páley segir aðgengi aukast sem þýði aukna neyslu barna og unglinga. Umsjónarmenn þáttarins bentu á að víða um heim hafi verið horfið frá bannstefnunni og niðurstaðan þar hafi ekki orðið til að neysla ykist? Páley sagði það ekki svo að þau styddust við neinar tilteknar rannsóknir. „Við auðvitað vinnum mjög náið ofan í þessum málaflokkum og horfum í augun á skaðsemi þessarar neyslu og hún er bara grafalvarleg eins og þið sjálf heyrið af allskonar sögum frá fólki sem missir fólkið sitt inn í þennan heim. Og það má auðvitað alveg búast við því að ef varsla á neysluskömmtum verður gerð refsilaus þá muni neytendum fjölga,“ sagði Páley meðal annars. En viðtalið við hana í heild má finna í spilaranum hér ofar.
Lögreglan Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira