Að búa í dreifbýli eru forréttindi Ása Valdís Árnadóttir skrifar 18. apríl 2023 09:00 Satt best að segja gat ég ekki beðið eftir að flytja úr sveitinni eftir að hafa alist þar upp til 17 ára aldurs en eftir að hafa skoðað heiminn er ég nú komin aftur í sveitina og vil hvergi annarsstaðar vera. Ég get því með sanni sagt að ég skilji vel alla þá sem vilja búa, dvelja, hafa búsetu og bara yfirhöfuð langar vera í sveitinni þar sem hvergi er betra að vera. Hvert sveitarfélag byggist upp á samfélagi þar sem fólk hefur samskipti við hvert annað og er m.a. í skipulögðum félagsskap, en án þessara íbúa væri sveitarfélagið ekki til. Eftir að ég flutti aftur heim og byggði hús í sveitinni þá fór mig að langa að taka þátt í að byggja upp samfélagið í mínu sveitarfélagi og úr varð að ég bauð fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu. Fyrst sem varamaður í sveitarstjórn og svo sem oddviti og hef sinnt því hlutverki síðustu 5 ár. Fulltrúar í sveitarstjórn taka þátt í ákvarðanatöku um helstu mál sem varða sveitarfélagið þeirra og það er skylda sveitarstjórnarmanns að leitast við að taka afstöðu út frá mati á heildarhagsmunum samfélagsins. Eitt af stærstu málefnum hvers sveitarfélags eru skipulagsmálin en sveitarstjórnir fara með ákveðið skipulagsvald sem er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga. Unnar eru skipulagsáætlanir fyrir hvert sveitarfélag og þar hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetu og búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun í sínum skipulagsáætlunum. Skipulagsvaldinu fylgir mikil ábyrgð og fylgja sveitarstjórnir eðlilega fyrirmælum skipulags- og mannvirkjalaga í þeim efnum. Þar sem sveitarstjórnarmenn eru ekki kjörnir til setu í sveitarstjórn til að vera sérfræðingar í málefnum sveitarfélagsins þá hafa sveitarstjórnir jafnframt í flestum tilfellum fagmenntaða skipulags- og byggingarfulltrúa sem vinna við skipulags- og byggingarmál og eru kjörnum fulltrúum ráðgefandi í þeim efnum. Hafa ber í huga að þó sveitarstjórnir vinni skipulagsáætlanirnar eru þær allar auglýstar opinberlega og hafa íbúar, fasteignaeigendur og aðrir hagaðilar því tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og gagnrýni um allar áætlanirnar. Aðalskipulag hvers sveitarfélags er sú skipulagsáætlun sem taka þarf tillit til í öllum ákvörðunum um skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu. Skilgreining aðalskipulags er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 „skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu“. Landnotkun samkvæmt sömu lögum og reglugerð þýðir „ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað“. Hver landnotkunarflokkur hefur síðan ákveðna skilgreiningu og gilda ákveðnar reglur og lög um hvern flokk. Þegar aðalskipulag og þar með landnotkunarflokkar hvers sveitarfélags eru skoðaðir er auðvelt að sjá hvar sveitarstjórnir og vissulega aðrir hagaðilar hafa samþykkt að hafa landbúnaðarsvæði og íbúðarbyggð en það eru þeir landnotkunarflokkar sem sýna hvar fólk getur búið í íbúð eða húsi og skráð lögheimili sitt án allra vandkvæða. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru í boði fjölbreyttir búsetukostir í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Ég hvet alla til að skoða möguleikana og hlakka til að sjá ykkur í sveitinni. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Satt best að segja gat ég ekki beðið eftir að flytja úr sveitinni eftir að hafa alist þar upp til 17 ára aldurs en eftir að hafa skoðað heiminn er ég nú komin aftur í sveitina og vil hvergi annarsstaðar vera. Ég get því með sanni sagt að ég skilji vel alla þá sem vilja búa, dvelja, hafa búsetu og bara yfirhöfuð langar vera í sveitinni þar sem hvergi er betra að vera. Hvert sveitarfélag byggist upp á samfélagi þar sem fólk hefur samskipti við hvert annað og er m.a. í skipulögðum félagsskap, en án þessara íbúa væri sveitarfélagið ekki til. Eftir að ég flutti aftur heim og byggði hús í sveitinni þá fór mig að langa að taka þátt í að byggja upp samfélagið í mínu sveitarfélagi og úr varð að ég bauð fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu. Fyrst sem varamaður í sveitarstjórn og svo sem oddviti og hef sinnt því hlutverki síðustu 5 ár. Fulltrúar í sveitarstjórn taka þátt í ákvarðanatöku um helstu mál sem varða sveitarfélagið þeirra og það er skylda sveitarstjórnarmanns að leitast við að taka afstöðu út frá mati á heildarhagsmunum samfélagsins. Eitt af stærstu málefnum hvers sveitarfélags eru skipulagsmálin en sveitarstjórnir fara með ákveðið skipulagsvald sem er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga. Unnar eru skipulagsáætlanir fyrir hvert sveitarfélag og þar hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetu og búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun í sínum skipulagsáætlunum. Skipulagsvaldinu fylgir mikil ábyrgð og fylgja sveitarstjórnir eðlilega fyrirmælum skipulags- og mannvirkjalaga í þeim efnum. Þar sem sveitarstjórnarmenn eru ekki kjörnir til setu í sveitarstjórn til að vera sérfræðingar í málefnum sveitarfélagsins þá hafa sveitarstjórnir jafnframt í flestum tilfellum fagmenntaða skipulags- og byggingarfulltrúa sem vinna við skipulags- og byggingarmál og eru kjörnum fulltrúum ráðgefandi í þeim efnum. Hafa ber í huga að þó sveitarstjórnir vinni skipulagsáætlanirnar eru þær allar auglýstar opinberlega og hafa íbúar, fasteignaeigendur og aðrir hagaðilar því tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og gagnrýni um allar áætlanirnar. Aðalskipulag hvers sveitarfélags er sú skipulagsáætlun sem taka þarf tillit til í öllum ákvörðunum um skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu. Skilgreining aðalskipulags er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 „skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu“. Landnotkun samkvæmt sömu lögum og reglugerð þýðir „ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað“. Hver landnotkunarflokkur hefur síðan ákveðna skilgreiningu og gilda ákveðnar reglur og lög um hvern flokk. Þegar aðalskipulag og þar með landnotkunarflokkar hvers sveitarfélags eru skoðaðir er auðvelt að sjá hvar sveitarstjórnir og vissulega aðrir hagaðilar hafa samþykkt að hafa landbúnaðarsvæði og íbúðarbyggð en það eru þeir landnotkunarflokkar sem sýna hvar fólk getur búið í íbúð eða húsi og skráð lögheimili sitt án allra vandkvæða. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru í boði fjölbreyttir búsetukostir í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Ég hvet alla til að skoða möguleikana og hlakka til að sjá ykkur í sveitinni. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun