Leiðtogar Vesturlanda búa sig undir viðbrögð Rússa við gagnsókn Úkraínumanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. apríl 2023 07:22 Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna funduðu í gær. AP/Yuichi Yamazaki Leiðtogar á Vesturlöndum eru sagðir búa sig undir að Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípi til allra þeirra vopna sem hann á eftir til að bregðast við gagnsókn Úkraínumanna sem er sögð vera yfirvofandi. Guardian hefur eftir breskum embættismönnum sem nú eru viðstaddir fund utanríkisráðherra G7-ríkjanna í Japan að menn séu að búa sig undir að Rússar muni grípa til varna og jafnvel dramatískra aðgerða til að halda þeim stöðum sem þeir hafa náð á vígvellinum. Nefna þeir til að mynda netárásir og hótanir um notkun kjarnorkuvopna. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, hefur farið einna harðast fram í hótunum gegn Vesturlöndum og sagði í mars að Rússar væru reiðubúnir til að svara mögulegri gagnsókn Úkraínumanna. Rússar myndu grípa til hvaða vopna sem er ef Úkraínumenn reyndu að taka aftur Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þykir ljóst að Medvedev sé þarna að vísa til taktískra kjarnorkuvopna. Utanríkisráðherrarnir á G7-fundinum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæmdu ítrekaðar hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna og gangrýndu fyrirætlan Pútín um að koma fyrir kjarnorkuvopnum í Belarús. Á fundinum í gær voru meðal annars ræddar mögulegar leiðir til að binda enda á átökin, sem Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að muni aðeins gerast við samningaborðið. Guardian hefur hins vegar eftir embættismönnum innan breska utanríkisráðuneytisins að eina leiðin til að leiða málið endanlega til lykta sé að Pútín hörfi frá Krímskaga og að Vesturlönd vopni Úkraínumenn til „klára málið“. Ráðherrarnir voru sammála um að viðhalda og auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Kjarnorka Bretland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Guardian hefur eftir breskum embættismönnum sem nú eru viðstaddir fund utanríkisráðherra G7-ríkjanna í Japan að menn séu að búa sig undir að Rússar muni grípa til varna og jafnvel dramatískra aðgerða til að halda þeim stöðum sem þeir hafa náð á vígvellinum. Nefna þeir til að mynda netárásir og hótanir um notkun kjarnorkuvopna. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, hefur farið einna harðast fram í hótunum gegn Vesturlöndum og sagði í mars að Rússar væru reiðubúnir til að svara mögulegri gagnsókn Úkraínumanna. Rússar myndu grípa til hvaða vopna sem er ef Úkraínumenn reyndu að taka aftur Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Þykir ljóst að Medvedev sé þarna að vísa til taktískra kjarnorkuvopna. Utanríkisráðherrarnir á G7-fundinum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæmdu ítrekaðar hótanir Rússa um notkun kjarnorkuvopna og gangrýndu fyrirætlan Pútín um að koma fyrir kjarnorkuvopnum í Belarús. Á fundinum í gær voru meðal annars ræddar mögulegar leiðir til að binda enda á átökin, sem Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að muni aðeins gerast við samningaborðið. Guardian hefur hins vegar eftir embættismönnum innan breska utanríkisráðuneytisins að eina leiðin til að leiða málið endanlega til lykta sé að Pútín hörfi frá Krímskaga og að Vesturlönd vopni Úkraínumenn til „klára málið“. Ráðherrarnir voru sammála um að viðhalda og auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Kjarnorka Bretland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira