Sá ekki viljann til að skora þriðja eða fjórða markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. apríl 2023 23:01 Mikel Arteta var ekki ánægður eftir annað jafnteflið í röð. vísir/Getty Mikel Arteta var heldur súr er hann ræddi við blaðamenn eftir að lið hans, Arsenal, hafði misst niður tveggja marka forystu í ensku úrvalsdeildinni aðra helgina í röð. Arsenal gerði 2-2 jafntefli við West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Liverpool á Anfield. Í bæði skiptin komust Skytturnar 2-0 yfir. „Við byrjuðum vel, stjórnuðum leiknum á öllum staðar vallarins og skoruðum tvö frábær mörk. Eftir það gerðum við risastór mistök, hættum að spila eins og við hefðum þurft að gera til að skora þriðja og fjórða markið.“ „Við fórum að hanga á boltanum og senda lélegar sendingar. Við leyfðum West Ham að spila beinskeyttan leik og sækja hratt. Þá var leikurinn gjörbreyttur. Ef þú færð á þig mörk eins og við fengum á okkur, ofan á að klúðra vítaspyrnu þá ertu í vandræðum.“ „Vítaspyrnan breytti gangi leiksins af því aðeins tveimur mínútum síðar fengum við á okkur mark. Hvernig þú átt að haga þér þegar þú ert 2-0 yfir er allt öðruvísi en við höguðum okkur. Ofan á það fengum við á okkur tvö mjög ódýr mörk.“ „Ég held það. Okkur leið of vel að spila í kringum þá. Þegar þú getur klárað lið þá verður þú að nýta það tækifæri. Við gáfum þeim von.“ „Allt hrós á West Ham því þeir áttuðu sig á að það væri eitthvað að spila fyrir og þeir gripu það með báðum höndum. Þeir voru aggressífir, beinskeyttir og við áttum í vandræðum með þá.“ „Mjög ólíkir leikir. Þú vilt finna líkindi milli þeirra en fyrir mér voru þeir mjög ólíkir,“ sagði Arteta um jafnteflið gegn Liverpool og svo gegn West Ham. Að lokum var hann spurður út í titilbaráttuna. „Það er mjög erfitt að vinna þessa deild. Þarft að vera upp á þitt besta í hverjum einasta leik, allan leikinn. Þarft að eiga það skilið. Öll lið eru að berjast, það er ekki nóg að spila vel í 30 mínútur.“ Arsenal er sem stendur með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Manchester City á þó leik til góða og liðin eiga eftir að mætast. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Arsenal gerði 2-2 jafntefli við West Ham United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um síðustu helgi gerði liðið 2-2 jafntefli við Liverpool á Anfield. Í bæði skiptin komust Skytturnar 2-0 yfir. „Við byrjuðum vel, stjórnuðum leiknum á öllum staðar vallarins og skoruðum tvö frábær mörk. Eftir það gerðum við risastór mistök, hættum að spila eins og við hefðum þurft að gera til að skora þriðja og fjórða markið.“ „Við fórum að hanga á boltanum og senda lélegar sendingar. Við leyfðum West Ham að spila beinskeyttan leik og sækja hratt. Þá var leikurinn gjörbreyttur. Ef þú færð á þig mörk eins og við fengum á okkur, ofan á að klúðra vítaspyrnu þá ertu í vandræðum.“ „Vítaspyrnan breytti gangi leiksins af því aðeins tveimur mínútum síðar fengum við á okkur mark. Hvernig þú átt að haga þér þegar þú ert 2-0 yfir er allt öðruvísi en við höguðum okkur. Ofan á það fengum við á okkur tvö mjög ódýr mörk.“ „Ég held það. Okkur leið of vel að spila í kringum þá. Þegar þú getur klárað lið þá verður þú að nýta það tækifæri. Við gáfum þeim von.“ „Allt hrós á West Ham því þeir áttuðu sig á að það væri eitthvað að spila fyrir og þeir gripu það með báðum höndum. Þeir voru aggressífir, beinskeyttir og við áttum í vandræðum með þá.“ „Mjög ólíkir leikir. Þú vilt finna líkindi milli þeirra en fyrir mér voru þeir mjög ólíkir,“ sagði Arteta um jafnteflið gegn Liverpool og svo gegn West Ham. Að lokum var hann spurður út í titilbaráttuna. „Það er mjög erfitt að vinna þessa deild. Þarft að vera upp á þitt besta í hverjum einasta leik, allan leikinn. Þarft að eiga það skilið. Öll lið eru að berjast, það er ekki nóg að spila vel í 30 mínútur.“ Arsenal er sem stendur með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Manchester City á þó leik til góða og liðin eiga eftir að mætast.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira