Hallgrímur: Við lifum og lærum Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. apríl 2023 17:05 Hallgrímur Jónasson er aðstoðarþjálfari KA Hulda Margrét „Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-1 jafntefli á móti KR á Greifavellinum í dag. „Við eigum mjög flottan fyrri hálfleik og hefðum átt að nýta það og vera komnir yfir, fáum risa séns á að skora. Tveir á móti markmanni en einhvern veginn flækist boltinn aftur fyrir og við náum ekki að skora.“ KR byrjaði seinni hálfleikur töluvert betur en heimamenn sem voru skrefi á eftir lengst af hálfleiksins. „Í seinni hálfleik fannst mér við byrja erfiðlega. Við áttum erfitt með að byggja upp sóknir, við erum að komast mikið inn á síðasta þriðjung en finnst við eiga að vera aðeins betri þegar við hlaupum inn í boxið almennt í leiknum. KR er meira með boltann fyrsta korteið og við náum ekki að byggja upp spilið sem við viljum, síðan komumst við aftur vel inn í leikinn. Mér fannst við vera líklegri þegar þeir fá þetta víti upp úr þurru. Ég hef ekki séð þetta en hef heyrt að þetta sé 100% réttur dómur, boltinn er ekki einu sinni kominn inn í teig þegar við brjótum á þeirra leikmanni og það er dæmt víti.“ „Við lifum og lærum og gerum þetta ekki næst. Eftir það pressum við á þá og skorum og mér fannst við líklegri til að klára leikinn eftir að við jöfnum. 1-1 niðurstaða er eitthvað sem ég tel að við getum verið þokkalega sáttir við.“ KA þurfti að gera tvær breytingar snemma í seinni hálfleik en Rodrigo Gomez þurfti að fara af velli meiddur og Pætur Joensson hefur verið að glíma við veikindi. „Ég var með tvo leikmenn inn á sem þurfti að skipta út af snemma, einn sem fékk í nárann og hinn sem er búin að vera veikur lengi og búin að missa orkuna sína. Við vorum bara ekki með rétt orkustig og vorum ekki að ná tökum á leiknum en svo kom það þegar leið á hálfleikinn, það er ekkert sem ég hef áhyggjur af.“ Hallgrímur á ekki von á að meiðsli Rodri séu alvarlega en ef hann þarf að hvíla er KA með mikið af miðjumönnum sem geta leyst stöðu Rodri. „Ég held við höfum tekið hann út af það snemma að þetta verði ekki vesen en annars erum við vel settir á miðjunni. Rodri er frábær leikmaður en við erum með mikið af miðjumönnum og ef svo er að hann dettur út í einn til tvo leiki að á leysum við það bara.“ Þorri Mar Þórisson gerði sig líklegan til að vera skúrkur leiksins þegar hann reif Kristján Flóka niður innan teigs án þess að boltinn væri nálægt. KR fékk víti sem Kristján skoraði úr. Þorri snéri hins vegar dæminu við og varð hetja KA manna þegar hann jafnaði með glæsilegu einstaklings framtaki og skoti í uppbótartíma. „Gaman fyrir hann að koma til baka og bæta upp fyrir vítið, mjög vel gert hjá honum. Gott fyrir okkur að koma til baka. Það er ekki auðvelt þegar þú færð víti á þig þar sem boltinn er ekki einu sinni komin inn í teig, þetta var ekki einu sinni færi og það er högg.“ KA átti að fara til Vestmannaeyja næstu helgi en þar sem grasið er ekki tilbúið í eyjum mun ÍBV koma í heimsókn á Greifavölllinn. „Leikurinn verður reyndar hér fyrir norðan þar sem völlurinn er ekki tilbúin í eyjum þannig við fáum ÍBV í heimsókn til okkar á laugardaginn og hlökkum bara til.“ Besta deild karla KA KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA - KR 1-1 | Þorri Mar hetja heimamanna KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Eins og oft vill verða í rimmum þessara liða að þá var lítið af mörkum en leikurinn hraður og skemmtilegur í dag sem er breyting frá því í fyrra. 10. apríl 2023 15:55 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Íslendingapartý í Katowice Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira
„Við eigum mjög flottan fyrri hálfleik og hefðum átt að nýta það og vera komnir yfir, fáum risa séns á að skora. Tveir á móti markmanni en einhvern veginn flækist boltinn aftur fyrir og við náum ekki að skora.“ KR byrjaði seinni hálfleikur töluvert betur en heimamenn sem voru skrefi á eftir lengst af hálfleiksins. „Í seinni hálfleik fannst mér við byrja erfiðlega. Við áttum erfitt með að byggja upp sóknir, við erum að komast mikið inn á síðasta þriðjung en finnst við eiga að vera aðeins betri þegar við hlaupum inn í boxið almennt í leiknum. KR er meira með boltann fyrsta korteið og við náum ekki að byggja upp spilið sem við viljum, síðan komumst við aftur vel inn í leikinn. Mér fannst við vera líklegri þegar þeir fá þetta víti upp úr þurru. Ég hef ekki séð þetta en hef heyrt að þetta sé 100% réttur dómur, boltinn er ekki einu sinni kominn inn í teig þegar við brjótum á þeirra leikmanni og það er dæmt víti.“ „Við lifum og lærum og gerum þetta ekki næst. Eftir það pressum við á þá og skorum og mér fannst við líklegri til að klára leikinn eftir að við jöfnum. 1-1 niðurstaða er eitthvað sem ég tel að við getum verið þokkalega sáttir við.“ KA þurfti að gera tvær breytingar snemma í seinni hálfleik en Rodrigo Gomez þurfti að fara af velli meiddur og Pætur Joensson hefur verið að glíma við veikindi. „Ég var með tvo leikmenn inn á sem þurfti að skipta út af snemma, einn sem fékk í nárann og hinn sem er búin að vera veikur lengi og búin að missa orkuna sína. Við vorum bara ekki með rétt orkustig og vorum ekki að ná tökum á leiknum en svo kom það þegar leið á hálfleikinn, það er ekkert sem ég hef áhyggjur af.“ Hallgrímur á ekki von á að meiðsli Rodri séu alvarlega en ef hann þarf að hvíla er KA með mikið af miðjumönnum sem geta leyst stöðu Rodri. „Ég held við höfum tekið hann út af það snemma að þetta verði ekki vesen en annars erum við vel settir á miðjunni. Rodri er frábær leikmaður en við erum með mikið af miðjumönnum og ef svo er að hann dettur út í einn til tvo leiki að á leysum við það bara.“ Þorri Mar Þórisson gerði sig líklegan til að vera skúrkur leiksins þegar hann reif Kristján Flóka niður innan teigs án þess að boltinn væri nálægt. KR fékk víti sem Kristján skoraði úr. Þorri snéri hins vegar dæminu við og varð hetja KA manna þegar hann jafnaði með glæsilegu einstaklings framtaki og skoti í uppbótartíma. „Gaman fyrir hann að koma til baka og bæta upp fyrir vítið, mjög vel gert hjá honum. Gott fyrir okkur að koma til baka. Það er ekki auðvelt þegar þú færð víti á þig þar sem boltinn er ekki einu sinni komin inn í teig, þetta var ekki einu sinni færi og það er högg.“ KA átti að fara til Vestmannaeyja næstu helgi en þar sem grasið er ekki tilbúið í eyjum mun ÍBV koma í heimsókn á Greifavölllinn. „Leikurinn verður reyndar hér fyrir norðan þar sem völlurinn er ekki tilbúin í eyjum þannig við fáum ÍBV í heimsókn til okkar á laugardaginn og hlökkum bara til.“
Besta deild karla KA KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA - KR 1-1 | Þorri Mar hetja heimamanna KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Eins og oft vill verða í rimmum þessara liða að þá var lítið af mörkum en leikurinn hraður og skemmtilegur í dag sem er breyting frá því í fyrra. 10. apríl 2023 15:55 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Íslendingapartý í Katowice Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Sjá meira
Leik lokið: KA - KR 1-1 | Þorri Mar hetja heimamanna KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Eins og oft vill verða í rimmum þessara liða að þá var lítið af mörkum en leikurinn hraður og skemmtilegur í dag sem er breyting frá því í fyrra. 10. apríl 2023 15:55