Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 12:27 Rostungurinn lyfti höfði þegar gestir komu að kíkja á hann í morgun. Hilma Steinarsdóttir Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. Fréttastofa hafði samband við Jón Gunnar Geirdal, athafnamann og frasasmið, sem er staddur á Þórshöfn með fjölskyldu sinni. Þau fóru niður að bryggjunni til að sjá rostunginn sem liggur þar í makindum sínum. Rostungurinn hefur vakið mikla lukku.Jón Gunnar Geirdal „Hann var mættur eldsnemma í morgun skilst mér, örmagna eftir að hafa komið sér upp á flotbryggju,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn. „Þetta er magnað að sjá svona skepnu. Hann reisir sig upp annað slagið þegar fólk kemur nær. Þetta er ævintýri fyrir alla,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn sem hann segir að sé töluvert stærri og umfangsmeiri en maður getur ímyndað sér. Þá sé sérstaklega tilkomumikið þegar hann reisir sig við. „Hann flatmagar á flotbryggjunni slakur, þreyttur eftir ferðalagið og skal engan undra, kominn alla leið hingað á hjara veraldar,“ sagði Jón um gestinn sem lögreglan hefur nú girt fyrir með gulu bandi. Þá segir Jón Gunnar að það sé mikil forvitni hjá bæði heimamönnum og gestum á Þórshöfn. Fólk hefur flykkst niður á höfn til að berja hann augum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af rostungnum í morgun. Veiklulegur og horaður Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, fór líka niður að bryggju í morgun til að sjá rostunginn en hún segir að hann hafi líklega skriðið upp á bryggjuna einhvern tímann í nótt. Hún segir að það séu getgátur meðal viðstaddra um að þetta sé rostungurinn Þór sem var á Breiðdalsvík í vetur. Fjöldi fólks hefur farið að skoða rostunginn í dag.Hilma Steinarsdóttir Hins vegar segir Hilma að rostungurinn sé bæði veiklulegur og horaður og hann bregðist lítið við því sem gerist í kring. Hann reisi sig aðeins við en hafi ekkert hreyft sig af þessum sama bletti frá því hann kom. Þá segir Hilma að það hafi verið skrítnir kippir í rostungnum og hafi margir gestanna fengið þá tilfinningu að hann væri hreinlega að gefa upp öndina. Hilma er í sjósundsklúbbi í Þórshöfn og segir að það hafi nú ekki verið huggulegt að hugsa til þess að það væri rostungur að svamla um í sjónum við bæinn. Þá sagði hún einnig að á bryggjunni hafi hún hitt fjölda nemenda sinna sem hefðu komið að skoða rostunginn. Eftir páska ætli þau sér að læra allt um rostunga svo heimsóknin hefur greinilega jákvæð áhrif á lærdóm nemenda í bænum. Hér má sjá rostunginn úr fjarska.Hilma Steinarsdóttir Dýr Langanesbyggð Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Jón Gunnar Geirdal, athafnamann og frasasmið, sem er staddur á Þórshöfn með fjölskyldu sinni. Þau fóru niður að bryggjunni til að sjá rostunginn sem liggur þar í makindum sínum. Rostungurinn hefur vakið mikla lukku.Jón Gunnar Geirdal „Hann var mættur eldsnemma í morgun skilst mér, örmagna eftir að hafa komið sér upp á flotbryggju,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn. „Þetta er magnað að sjá svona skepnu. Hann reisir sig upp annað slagið þegar fólk kemur nær. Þetta er ævintýri fyrir alla,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn sem hann segir að sé töluvert stærri og umfangsmeiri en maður getur ímyndað sér. Þá sé sérstaklega tilkomumikið þegar hann reisir sig við. „Hann flatmagar á flotbryggjunni slakur, þreyttur eftir ferðalagið og skal engan undra, kominn alla leið hingað á hjara veraldar,“ sagði Jón um gestinn sem lögreglan hefur nú girt fyrir með gulu bandi. Þá segir Jón Gunnar að það sé mikil forvitni hjá bæði heimamönnum og gestum á Þórshöfn. Fólk hefur flykkst niður á höfn til að berja hann augum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af rostungnum í morgun. Veiklulegur og horaður Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, fór líka niður að bryggju í morgun til að sjá rostunginn en hún segir að hann hafi líklega skriðið upp á bryggjuna einhvern tímann í nótt. Hún segir að það séu getgátur meðal viðstaddra um að þetta sé rostungurinn Þór sem var á Breiðdalsvík í vetur. Fjöldi fólks hefur farið að skoða rostunginn í dag.Hilma Steinarsdóttir Hins vegar segir Hilma að rostungurinn sé bæði veiklulegur og horaður og hann bregðist lítið við því sem gerist í kring. Hann reisi sig aðeins við en hafi ekkert hreyft sig af þessum sama bletti frá því hann kom. Þá segir Hilma að það hafi verið skrítnir kippir í rostungnum og hafi margir gestanna fengið þá tilfinningu að hann væri hreinlega að gefa upp öndina. Hilma er í sjósundsklúbbi í Þórshöfn og segir að það hafi nú ekki verið huggulegt að hugsa til þess að það væri rostungur að svamla um í sjónum við bæinn. Þá sagði hún einnig að á bryggjunni hafi hún hitt fjölda nemenda sinna sem hefðu komið að skoða rostunginn. Eftir páska ætli þau sér að læra allt um rostunga svo heimsóknin hefur greinilega jákvæð áhrif á lærdóm nemenda í bænum. Hér má sjá rostunginn úr fjarska.Hilma Steinarsdóttir
Dýr Langanesbyggð Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira