Keppinautar Trump fylkja sér að baki honum eftir ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2023 09:12 Búist er við því að Trump gefi sig fram í New York í næstu viku. AP/Evan Vucci Leiðtogar Repúblikanaflokksins og helstu keppinautar Donalds Trump um útnenfningu flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs fylktu sér að baki honum eftir að hann var ákærður í gær. Búist er við því að Trump gefi sig fram við yfirvöld í New York í næstu viku. Ákærudómstóll í New York samþykkti að gefa út ákæru á hendur Trump fyrir hans þátt í 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámleikonu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 í gær. Saksóknari á enn eftir að birta ákæruna og því er ekki ljóst fyrir hvað Trump er ákærður nákvæmlega. Mögulegt er talið að hann sé ákærður fyrir að brjóta kosningalög. Ákæran markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur fyrrverandi forseti er sóttur til saka fyrir glæp í sögu landsins. AP-fréttastofan segir að Trump, sem er í Flórída, hafi verið beðinn um að gefa sig fram í dag en lögfræðingar hans hafi borið því við að leyniþjónustan, sem gætir öryggis hans, hafi óskað eftir lengri tíma til að undribúa sig. Talsmaður saksóknara segir líklegt að Trump gefi sig fram á þriðjudag. Þá má búast við því að tekin verði fingraför og fangamynd af Trump áður en hann kemur fyrir dómara til þess að svara fyrir sakirnar í ákærunni. Telja ákæruna eiga sér pólitískar rætur Tíðindin af ákærunni þjappaði repúblikönum saman í gær. Helstu keppinautar Trump í forvali flokksins flýttu sér að gefa út yfirlýsingar um að saksóknin á hendur honum ætti sér pólitískar rætur, að sögn Washington Post. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og sá sem flestir telja helsta áskoranda Trump, kallaði ákæruna „óbandaríska“ og fordæmdi að réttarkerfið væri notað sem vopn til að ná pólitískum markmiðum. Hann hét því að leyfa ekki framsal Trump til New York ef til þess kæmi. The weaponization of the legal system to advance a political agenda turns the rule of law on its head. It is un-American. The Soros-backed Manhattan District Attorney has consistently bent the law to downgrade felonies and to excuse criminal misconduct. Yet, now he is…— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) March 30, 2023 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trump, sagði ákæruna aðeins sundra bandarísku þjóðinni enn frekar. „Ég tel að fordæmalaus ákæra á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna vegna framboðsmáls sé hneyksli,“ sagði Pence sem Trump reyndi nýlega að kenna um árás stuðningsmanna sinna á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sakaði Alvin Bragg, saksóknarann í New York, um að valda landinu óbætanlegum skaða með því að hlutast til í forsetakosningum. Hét hann því að beita völdum sínum í þinginu til þess að draga Bragg til ábyrgðar. Alvin Bragg, umdæmissaksóknari á Manhattan, á eftir að birta ákæruna á hendur Trump opinberlega. Ákærudómstóll samþykkti ákæruna í gær.AP/Yuki Iwamura Festi Trump í sessi í flokknum Repúblikanar telja margir að ákæran styrki í raun aðeins pólitíska stöðu Trump. „Hann telur að flestir eigi eftir að sjá þetta sem vopnavæðingu laganna. Frá pólitísku sjónarhorni á þetta eftir að festa Trump í sesssi innan Repúblikanaflokksins,“ segir Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Suður-Karólínu sem ræddi við Trump í gær. Aðrir virtust hóta ofbeldi í kjölfar ákærunnar. Þannig sagði Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox News, áhorfendum sínum að nú væri líklega ekki besti tíminn til þess að sleppa takinu af AR-15-árásarrifflum þeirra, að því er segir í frétt New York Times. „Svo virðist sem að réttarríkið hafi verið fellt niður í kvöld, ekki bara fyrir Trump heldur fyrir hvern þann sem íhugaði að kjósa hann,“ sagði Carlson. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Ákærudómstóll í New York samþykkti að gefa út ákæru á hendur Trump fyrir hans þátt í 130.000 dollara greiðslu til fyrrverandi klámleikonu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 í gær. Saksóknari á enn eftir að birta ákæruna og því er ekki ljóst fyrir hvað Trump er ákærður nákvæmlega. Mögulegt er talið að hann sé ákærður fyrir að brjóta kosningalög. Ákæran markar tímamót því þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur fyrrverandi forseti er sóttur til saka fyrir glæp í sögu landsins. AP-fréttastofan segir að Trump, sem er í Flórída, hafi verið beðinn um að gefa sig fram í dag en lögfræðingar hans hafi borið því við að leyniþjónustan, sem gætir öryggis hans, hafi óskað eftir lengri tíma til að undribúa sig. Talsmaður saksóknara segir líklegt að Trump gefi sig fram á þriðjudag. Þá má búast við því að tekin verði fingraför og fangamynd af Trump áður en hann kemur fyrir dómara til þess að svara fyrir sakirnar í ákærunni. Telja ákæruna eiga sér pólitískar rætur Tíðindin af ákærunni þjappaði repúblikönum saman í gær. Helstu keppinautar Trump í forvali flokksins flýttu sér að gefa út yfirlýsingar um að saksóknin á hendur honum ætti sér pólitískar rætur, að sögn Washington Post. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og sá sem flestir telja helsta áskoranda Trump, kallaði ákæruna „óbandaríska“ og fordæmdi að réttarkerfið væri notað sem vopn til að ná pólitískum markmiðum. Hann hét því að leyfa ekki framsal Trump til New York ef til þess kæmi. The weaponization of the legal system to advance a political agenda turns the rule of law on its head. It is un-American. The Soros-backed Manhattan District Attorney has consistently bent the law to downgrade felonies and to excuse criminal misconduct. Yet, now he is…— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) March 30, 2023 Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trump, sagði ákæruna aðeins sundra bandarísku þjóðinni enn frekar. „Ég tel að fordæmalaus ákæra á hendur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna vegna framboðsmáls sé hneyksli,“ sagði Pence sem Trump reyndi nýlega að kenna um árás stuðningsmanna sinna á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sakaði Alvin Bragg, saksóknarann í New York, um að valda landinu óbætanlegum skaða með því að hlutast til í forsetakosningum. Hét hann því að beita völdum sínum í þinginu til þess að draga Bragg til ábyrgðar. Alvin Bragg, umdæmissaksóknari á Manhattan, á eftir að birta ákæruna á hendur Trump opinberlega. Ákærudómstóll samþykkti ákæruna í gær.AP/Yuki Iwamura Festi Trump í sessi í flokknum Repúblikanar telja margir að ákæran styrki í raun aðeins pólitíska stöðu Trump. „Hann telur að flestir eigi eftir að sjá þetta sem vopnavæðingu laganna. Frá pólitísku sjónarhorni á þetta eftir að festa Trump í sesssi innan Repúblikanaflokksins,“ segir Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Suður-Karólínu sem ræddi við Trump í gær. Aðrir virtust hóta ofbeldi í kjölfar ákærunnar. Þannig sagði Tucker Carlson, vinsælasti þáttastjórnandi Fox News, áhorfendum sínum að nú væri líklega ekki besti tíminn til þess að sleppa takinu af AR-15-árásarrifflum þeirra, að því er segir í frétt New York Times. „Svo virðist sem að réttarríkið hafi verið fellt niður í kvöld, ekki bara fyrir Trump heldur fyrir hvern þann sem íhugaði að kjósa hann,“ sagði Carlson.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira