Hættulegur staður allt árið um kring Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2023 11:45 Mikill ís er í gilinu. Frá björgunaraðgerðum við Glym í gær. Landsbjörg Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Konan, erlendur ferðamaður, var á göngu með maka sínum við fossinn Glym þegar hún féll fram af gilbrúninni. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir ljóst að fallið hafi verið mjög hátt, á annað hundrað metra. Lögregla rannsakar slysið og vinnur nú meðal annars að því að ná í ættingja konunnar. Aðstæður hafi verið hættulegar og mikil hálka á svæðinnu. Undir þetta tekur Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Eina leiðin fyrir björgunarfólk til að komast að konunni hafi verið gangandi upp gilið. „En það var erfitt, hættulegt. Mikil hætta á hruni og tók langan tíma. Þarna var og er mjög mikill ís, bæði i gilinu og eins uppi á gilbörmum, þannig að aðstæður þarna eru bara hættulegar,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Egill „Við þurfum að girða okkur í brók“ Öryggi vegfarenda við Glym sé ábótavant. „Gönguleiðin upp að Glym er víðast hvar á gilbrúninni og þar sem endapunkturinn er, þar sem fólk vill taka af sér mynd, þar er það á gilbarminum. En þar er ekkert sem það getur gripið í, hvorki bandspottar né keðjur eða neitt, og það ætti kannski ekki að vera erfitt að koma einhverjum búnaði fyrir sem varnaði því að fólk færi beint fram af.“ Þá sýni slysið að nauðsynlegra úrbóta sé þörf í stærra samhengi. „Þessi staður er hættulegur allt árið um kring og enn hættulegri núna þegar er ís á gönguleiðinni. En það eru miklu fleiri staðir um allt land þar sem er hætta búin ferðamönnum og við þurfum bara að setja okkur það markmið að gestirnir okkar geti verið öruggir á þessum vinsælu ferðamannastöðum.“ Gerist þetta bara of hægt? „Ég held að það sé alveg ljóst að það sé staðan. Þetta slys sýnir okkur að við þurfum að girða okkur í brók og gera þetta almennilega,“ segir Jón Þór. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Sjá meira
Konan, erlendur ferðamaður, var á göngu með maka sínum við fossinn Glym þegar hún féll fram af gilbrúninni. Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi segir ljóst að fallið hafi verið mjög hátt, á annað hundrað metra. Lögregla rannsakar slysið og vinnur nú meðal annars að því að ná í ættingja konunnar. Aðstæður hafi verið hættulegar og mikil hálka á svæðinnu. Undir þetta tekur Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Eina leiðin fyrir björgunarfólk til að komast að konunni hafi verið gangandi upp gilið. „En það var erfitt, hættulegt. Mikil hætta á hruni og tók langan tíma. Þarna var og er mjög mikill ís, bæði i gilinu og eins uppi á gilbörmum, þannig að aðstæður þarna eru bara hættulegar,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Vísir/Egill „Við þurfum að girða okkur í brók“ Öryggi vegfarenda við Glym sé ábótavant. „Gönguleiðin upp að Glym er víðast hvar á gilbrúninni og þar sem endapunkturinn er, þar sem fólk vill taka af sér mynd, þar er það á gilbarminum. En þar er ekkert sem það getur gripið í, hvorki bandspottar né keðjur eða neitt, og það ætti kannski ekki að vera erfitt að koma einhverjum búnaði fyrir sem varnaði því að fólk færi beint fram af.“ Þá sýni slysið að nauðsynlegra úrbóta sé þörf í stærra samhengi. „Þessi staður er hættulegur allt árið um kring og enn hættulegri núna þegar er ís á gönguleiðinni. En það eru miklu fleiri staðir um allt land þar sem er hætta búin ferðamönnum og við þurfum bara að setja okkur það markmið að gestirnir okkar geti verið öruggir á þessum vinsælu ferðamannastöðum.“ Gerist þetta bara of hægt? „Ég held að það sé alveg ljóst að það sé staðan. Þetta slys sýnir okkur að við þurfum að girða okkur í brók og gera þetta almennilega,“ segir Jón Þór.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Sjá meira
Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49
Fall mannsins við Glym mun hærra en talið var í fyrstu Ljóst er að um alvarlegt slys er að ræða í tilfelli ferðamanns sem féll við fossinn Glym fyrir hádegi í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitar auk lögreglu er á svæðinu og er verið að bera viðkomandi frá slysstað. 22. mars 2023 14:43
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52