Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. mars 2023 10:09 Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Vísir/Vilhelm Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir atburðarrásina hafa verið á þá leið að upp úr klukkan 19 í gærkvöldi hafi maður komið inn á Dubliner, átt þar einhver orðaskipti, áður en hann hleypti af einu skoti og stakk því næst af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Grímur vill ekki staðfesta hvort um haglabyssu sé að ræða. Almenn lögregla vopnaðist Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á staðinn en að sögn Gríms vopnuðust almennir lögreglumenn á þremur bílum einnig vegna ástandsins sem skapaðist. Aðspurður um hvort atvikið hafi náðst á öryggismyndavélar segir Grímur það vera í skoðun, rannsóknardeild fari nú yfir upptökur innan af staðnum sem og úr nágreninu. Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Kanna hvort tengsl séu við Bankastræti Club hnífaárásina Aðspurður um hvort lögregla telji að málið tengist árásinni á Bankastræti Club í fyrra segir Grímur það í skoðun, en það sé þó ekkert sem bendi sérstaklega til þess. Þá segir Grímur ljóst að af háttsemi mannsins að ræða sé augjóst að þarna fari hættulegur einstaklingur og nauðsynlegt sé að fara með öllu með gát. Við teljum að það sé veruleg hætta á ferðum þegar menn hleypa af skoti á almannafæri, eða við svona aðstæður. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og leggjum mikla áherslu á að finna viðkomandi. Fréttir hafa borist af því að tveir hafi leitað á slysadeild en Grímur segir að ekki sé um neina alvarlega áverka að ræða heldur hafi þeir tengst hávaðanum í kjölfar skotsins. Þó hafi þau sem urðu vitni að atburðunum augljóslega orðið fyrir áfalli. Grímur hefur ekki upplýsingar um hvort boðið hafi verið upp á áfallahjálp en segist gera ráð fyrir því. Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir atburðarrásina hafa verið á þá leið að upp úr klukkan 19 í gærkvöldi hafi maður komið inn á Dubliner, átt þar einhver orðaskipti, áður en hann hleypti af einu skoti og stakk því næst af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Grímur vill ekki staðfesta hvort um haglabyssu sé að ræða. Almenn lögregla vopnaðist Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á staðinn en að sögn Gríms vopnuðust almennir lögreglumenn á þremur bílum einnig vegna ástandsins sem skapaðist. Aðspurður um hvort atvikið hafi náðst á öryggismyndavélar segir Grímur það vera í skoðun, rannsóknardeild fari nú yfir upptökur innan af staðnum sem og úr nágreninu. Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Kanna hvort tengsl séu við Bankastræti Club hnífaárásina Aðspurður um hvort lögregla telji að málið tengist árásinni á Bankastræti Club í fyrra segir Grímur það í skoðun, en það sé þó ekkert sem bendi sérstaklega til þess. Þá segir Grímur ljóst að af háttsemi mannsins að ræða sé augjóst að þarna fari hættulegur einstaklingur og nauðsynlegt sé að fara með öllu með gát. Við teljum að það sé veruleg hætta á ferðum þegar menn hleypa af skoti á almannafæri, eða við svona aðstæður. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og leggjum mikla áherslu á að finna viðkomandi. Fréttir hafa borist af því að tveir hafi leitað á slysadeild en Grímur segir að ekki sé um neina alvarlega áverka að ræða heldur hafi þeir tengst hávaðanum í kjölfar skotsins. Þó hafi þau sem urðu vitni að atburðunum augljóslega orðið fyrir áfalli. Grímur hefur ekki upplýsingar um hvort boðið hafi verið upp á áfallahjálp en segist gera ráð fyrir því.
Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14