Það má hlæja að pöbbum en.. Lúðvík Júlíusson skrifar 10. mars 2023 11:30 Ég las frábæran brandara um pabba sem var í stökustu vandræðum með barnið sitt og átti meira að segja í vandræðum með að muna nafnið á því. Mér fannst þetta góður brandari, ég hló og ég sagði öðrum frá þessum brandara. Það sem gerði brandarann enn betri var að á leiðinni í vinnuna þennan dag þá ók ég fram hjá pabba með barnavagn á íðnaðarsvæði sem virtist mjög áttavilltur, vægast sagt. Það sem gerir brandarann líka góðan er að hann sýnir miklar breytingar á samfélaginu. Feður hafa nú meiri möguleika en áður að vera með börnum sínum og nota tækifærið þegar það gefst. Samfélagið er að feta sig í átt til meira jafnréttis og það má búast við því að það líti stundum svolítið klaufalega út á meðan. Það má alveg hæja að því. Feður í harðri baráttu og ýtt út í kuldann Þó við séum komin langt í jafnréttismálum þá er jafnréttisbaráttan oft hörð, grimm og óvægin. Það geta ekki allir feður verið með börnum sínum, jafnvel þrátt fyrir að þeir séu hinir fullkomnu feður og samskipti við barnsmæður séu til fyrirmyndar, því núgildandi lög eru enn úrelt þegar kemur að stuðningi, þátttöku og aðild feðra að málum sem snúa að börnum. Opinber stuðningur er oft miðaður við mæður og þá verða feður sjálfkrafa útundan. Til dæmis hefur Reykjavíkurborg ekki neina tölfræði um hversu margir foreldrar fá fjárhagsaðstoð og hversu mörg börn þeirra eru. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur aðeins tölfræði um lögheimilisforeldra, sem flestir eru mæður. Reykjavíkurborg viðurkennir ekki að fullu rétt feðra til að hugsa um og annast börn þrátt fyrir fjölmargar yfirlýsingar um annað. Alþingi og stjórnvöld eru á sömu slóðum. Hagstofan gerir reglulega lífskjararannsóknir. Þar er spurt um hjúskaparstöðu fólks og hversu mörg börn eru á heimilinu. Í rannsókninni skiptir engu máli hvort foreldri hafi lögheimili barnanna eða ekki enda er verið að rannsaka stöðu heimila, foreldra og barna. En þegar stjórnvöld og Alþingi fjalla um sömu rannsóknir þá eru þær alltaf túlkaðar á þann veg að eitt foreldri og barn/börn séu alltaf einstæðir foreldrar með lögheimili barnanna og allur opinber stuðningur miðaður við það. Það eru aðallega feður sem ekki hafa lögheimili barna sinna og þeir eru einfaldlega settir út í kuldann af ásetningi. Þeir fá ekki aðstoð þrátt fyrir að rannsóknir sýni nauðsyn þess að þeir og börn þeirra fái aðstoð eins og aðrir foreldrar. Lög um leik-/grunnskóla miða við lögheimilisforeldra og eru aðrir foreldrar, þeir sem ekki hafa lögheimili barnanna, nánast réttindalausir. Túlkun Kópavogsbæjar er meira að segja sú að þeir hafa ekki einu sinni lagalegan rétt til að nota Mentor, Völu.is og aðrar veflausnir. Í flestum tilfellum er sem betur fer ekki farið eftir lögum og flestir foreldrar fá að vera með en það er ekki algilt. Lög um stuðning við fötluð börn og foreldra þeirra er fyrst og fremst miðuð við lögheimili barnsins. Í mörg ár var talið eðlilegt að feður væru ekki með, hefðu ekki aðild að málum barnsins, hefðu ekki sæti við borðið og að þeim vær almennt sama um börnin. Í júní 2022 var lögum um aðild feðra breytt að hluta. Það er ekki lengra síðan. Þjónustan við börn og foreldra er þó enn skert búi þeir ekki í sama sveitarfélag og barnið. Spáið í því hversu úrelt og fordómafullt það er á 21. öldinni. Þeir sem eru að berjast gegn þessum feðrum í þessari stöðu eru hvorki feministar né jafnréttissinnar heldur fulltrúar feðraveldisins. Í flestum tilfellum er það konur sem há þessa baráttu gegn þeim. Já, konur eru oft ofstækisfullir andstæðingar jafnréttis og réttinda barna og dyggir stuðningsmenn feðraveldisins. Einn „feministi“ sagði nýlega við mig að það jafngilti árás á mæður að feður vildu hugsa um börnin því þær gætu alveg séð einar um börnin. Þessi skoðun hennar á ekkert skylt við feminisma. Þetta væri efni í heilt málþing í Háskólanum. Það má segja sína skoðun Feður sem hafa háð baráttu til að fá að vera til staðar fyrir börnin sín sáu kannski ekkert fyndið við brandarann. Það er alveg skiljanlegt. Þeir sögðu sína skoðun á honum og það er alveg skiljanlegt. Sumir fóru hins vegar yfir strikið og þó það sé skiljanlegt miðað við heiftina í jafnréttisbaráttunni þá er oft betra að telja upp á 10 og umorða skoðanir sínar. Bakslagið í réttindabaráttu Þeir feður sem sögðu álit sitt á brandaranum voru rakkaðir niður, gert var lítið úr þeim og þeim sagt að leita sér aðstoðar. Allt eru þetta dæmi um eitraða karlmennsku. Á ágætri síðu karlmennskan.is stendur: „Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. Strákar fæðast ekki með færri tilfinningar en önnur kyn en þeir hafa takmarkað svigrúm til að gangast við, tjá og læra að þekkja tilfinningar sínar. „Hættu þessu væli“, „engan aumingjaskap“, „harkaðu af þér“, „ekki vera kelling“, ertu ekki alvöru maður?“ eru lýsandi dæmi um hvernig skaðlegar karlmennskuhugmyndir hafa verið innrættar hjá strákum, viðhaldið hjá körlum og fest í sessi þá hugmynd að strákar og karlar megi ekki eða eigi ekki að vera berskjaldaðir fyrir tilfinningum sínum.“ Viðbrögð við því að feður sögðu sína skoðun, opnuðu á tilfinningar sínar og berskjölduðu sig voru dæmigerð fyrir fólk sem er andsnúið jafnrétti, fjölbreyttu samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum skoðunum og ólíkri lífsreynslu. Fólkið sem gagnrýndi feðurna sem sögðu sína skoðun er fólkið sem stendur á bak við bakslagið í réttindabaráttunni. Það versta er að það sér það ekki sjálft. Það á ekki að vera erfitt að sýna samkennd og vera kurteis í samskiptum. Reynum okkar besta, við erum öll hluti af sama samfélaginu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Ég las frábæran brandara um pabba sem var í stökustu vandræðum með barnið sitt og átti meira að segja í vandræðum með að muna nafnið á því. Mér fannst þetta góður brandari, ég hló og ég sagði öðrum frá þessum brandara. Það sem gerði brandarann enn betri var að á leiðinni í vinnuna þennan dag þá ók ég fram hjá pabba með barnavagn á íðnaðarsvæði sem virtist mjög áttavilltur, vægast sagt. Það sem gerir brandarann líka góðan er að hann sýnir miklar breytingar á samfélaginu. Feður hafa nú meiri möguleika en áður að vera með börnum sínum og nota tækifærið þegar það gefst. Samfélagið er að feta sig í átt til meira jafnréttis og það má búast við því að það líti stundum svolítið klaufalega út á meðan. Það má alveg hæja að því. Feður í harðri baráttu og ýtt út í kuldann Þó við séum komin langt í jafnréttismálum þá er jafnréttisbaráttan oft hörð, grimm og óvægin. Það geta ekki allir feður verið með börnum sínum, jafnvel þrátt fyrir að þeir séu hinir fullkomnu feður og samskipti við barnsmæður séu til fyrirmyndar, því núgildandi lög eru enn úrelt þegar kemur að stuðningi, þátttöku og aðild feðra að málum sem snúa að börnum. Opinber stuðningur er oft miðaður við mæður og þá verða feður sjálfkrafa útundan. Til dæmis hefur Reykjavíkurborg ekki neina tölfræði um hversu margir foreldrar fá fjárhagsaðstoð og hversu mörg börn þeirra eru. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur aðeins tölfræði um lögheimilisforeldra, sem flestir eru mæður. Reykjavíkurborg viðurkennir ekki að fullu rétt feðra til að hugsa um og annast börn þrátt fyrir fjölmargar yfirlýsingar um annað. Alþingi og stjórnvöld eru á sömu slóðum. Hagstofan gerir reglulega lífskjararannsóknir. Þar er spurt um hjúskaparstöðu fólks og hversu mörg börn eru á heimilinu. Í rannsókninni skiptir engu máli hvort foreldri hafi lögheimili barnanna eða ekki enda er verið að rannsaka stöðu heimila, foreldra og barna. En þegar stjórnvöld og Alþingi fjalla um sömu rannsóknir þá eru þær alltaf túlkaðar á þann veg að eitt foreldri og barn/börn séu alltaf einstæðir foreldrar með lögheimili barnanna og allur opinber stuðningur miðaður við það. Það eru aðallega feður sem ekki hafa lögheimili barna sinna og þeir eru einfaldlega settir út í kuldann af ásetningi. Þeir fá ekki aðstoð þrátt fyrir að rannsóknir sýni nauðsyn þess að þeir og börn þeirra fái aðstoð eins og aðrir foreldrar. Lög um leik-/grunnskóla miða við lögheimilisforeldra og eru aðrir foreldrar, þeir sem ekki hafa lögheimili barnanna, nánast réttindalausir. Túlkun Kópavogsbæjar er meira að segja sú að þeir hafa ekki einu sinni lagalegan rétt til að nota Mentor, Völu.is og aðrar veflausnir. Í flestum tilfellum er sem betur fer ekki farið eftir lögum og flestir foreldrar fá að vera með en það er ekki algilt. Lög um stuðning við fötluð börn og foreldra þeirra er fyrst og fremst miðuð við lögheimili barnsins. Í mörg ár var talið eðlilegt að feður væru ekki með, hefðu ekki aðild að málum barnsins, hefðu ekki sæti við borðið og að þeim vær almennt sama um börnin. Í júní 2022 var lögum um aðild feðra breytt að hluta. Það er ekki lengra síðan. Þjónustan við börn og foreldra er þó enn skert búi þeir ekki í sama sveitarfélag og barnið. Spáið í því hversu úrelt og fordómafullt það er á 21. öldinni. Þeir sem eru að berjast gegn þessum feðrum í þessari stöðu eru hvorki feministar né jafnréttissinnar heldur fulltrúar feðraveldisins. Í flestum tilfellum er það konur sem há þessa baráttu gegn þeim. Já, konur eru oft ofstækisfullir andstæðingar jafnréttis og réttinda barna og dyggir stuðningsmenn feðraveldisins. Einn „feministi“ sagði nýlega við mig að það jafngilti árás á mæður að feður vildu hugsa um börnin því þær gætu alveg séð einar um börnin. Þessi skoðun hennar á ekkert skylt við feminisma. Þetta væri efni í heilt málþing í Háskólanum. Það má segja sína skoðun Feður sem hafa háð baráttu til að fá að vera til staðar fyrir börnin sín sáu kannski ekkert fyndið við brandarann. Það er alveg skiljanlegt. Þeir sögðu sína skoðun á honum og það er alveg skiljanlegt. Sumir fóru hins vegar yfir strikið og þó það sé skiljanlegt miðað við heiftina í jafnréttisbaráttunni þá er oft betra að telja upp á 10 og umorða skoðanir sínar. Bakslagið í réttindabaráttu Þeir feður sem sögðu álit sitt á brandaranum voru rakkaðir niður, gert var lítið úr þeim og þeim sagt að leita sér aðstoðar. Allt eru þetta dæmi um eitraða karlmennsku. Á ágætri síðu karlmennskan.is stendur: „Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. Strákar fæðast ekki með færri tilfinningar en önnur kyn en þeir hafa takmarkað svigrúm til að gangast við, tjá og læra að þekkja tilfinningar sínar. „Hættu þessu væli“, „engan aumingjaskap“, „harkaðu af þér“, „ekki vera kelling“, ertu ekki alvöru maður?“ eru lýsandi dæmi um hvernig skaðlegar karlmennskuhugmyndir hafa verið innrættar hjá strákum, viðhaldið hjá körlum og fest í sessi þá hugmynd að strákar og karlar megi ekki eða eigi ekki að vera berskjaldaðir fyrir tilfinningum sínum.“ Viðbrögð við því að feður sögðu sína skoðun, opnuðu á tilfinningar sínar og berskjölduðu sig voru dæmigerð fyrir fólk sem er andsnúið jafnrétti, fjölbreyttu samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum skoðunum og ólíkri lífsreynslu. Fólkið sem gagnrýndi feðurna sem sögðu sína skoðun er fólkið sem stendur á bak við bakslagið í réttindabaráttunni. Það versta er að það sér það ekki sjálft. Það á ekki að vera erfitt að sýna samkennd og vera kurteis í samskiptum. Reynum okkar besta, við erum öll hluti af sama samfélaginu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun