Miklir vaxtamöguleikar sjókvíeldis Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 1. mars 2023 21:01 Matvælaráðherra hefur hrundið á stað vinnu við að uppfylla markmið stjórnarsáttmálans um að mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Eitt skref í þeirri vinnu var að fá skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis Íslands. Til þessa verks var Boston Consulting Group fengið, hér eftir nefnt BCG. Skýrslunni var ætlað að meta framtíðartækifæri og áskoranir í íslensku lagareldi og greina tækifæri til sjálfbærrar verðmætasköpunar. Þá er einnig gerður samanburður við önnur lönd. Rætt um sjókvíeldi Undanfarnar vikur hefur sjókvíeldi verið mikið í umræðunni eftir að ríkisendurskoðandi birti skýrslu, sem innihélt stjórnsýsluúttekt á sjókvíeldi. Það er margt í skýrslu BCG sem styður við skýrslu ríkisendurskoðanda. Þá sérstaklega gagnrýni á að stjórnsýsla, lagaumgjörð og ekki síst eftirlitið hafi ekki vaxið samhliða uppbyggingu sjókvíeldis hér við land. Af hverju fiskeldi? Það þarf að brauðfæða íbúa heimsins. Þar er sjálfbær matvælaframleiðsla lausnin til framtíðar. Ef við tölum um próteinframleiðslu þá er kolefnisfótspor fiskeldis þ.m.t. sjókvíeldi minna en próteinframleiðsla annarra dýraafurða á landi. Kolefnisfótspor fiskeldis má rekja til fóðurframleiðslu og þar má gera betur. Hér á landi eru góð skilyrði fyrir fiskeldi, þ.e. sjálfbær orka, góð vatnaskipti í fjörðum og mikil og góð þekking á lífríki sjávar. Allt þetta er mikilvægt til að fiskeldi vegni vel. Fiskeldið er komið af stað og við höfum alla möguleika að sjá það dafna í sátt við umhverfið og samfélagið. Hvernig gerum við það sem best?í skýrslu BCG segir: „Lykilþáttur í vexti lagareldis er aðgangur að staðbundinni reynslu og sérþekkingu. Það skapar tækifæri til að þróa staðbundna þekkingargrein sem er drifin áfram af blómlegu rannsóknasamfélagi og öflugum menntastofnunum.“ Rannsóknir og eftirlit nær eldinu Í skýrslu BCG kemur fram að Ísland geti skapað sér samkeppnisforskot í lagareldi, en til þess þarf sterkan ramma utan um eldið og stjórnsýslan hefur ekki náð að fylgja eftir þeim vexti sem hefur orðið í sjókvíeldinu og ekki síst að sinna því regluverki sem eru í þeim lögum og reglum sem nú eru í gildi. Bæði fiskeldið og sveitarfélögin sem snúa að eldinu hafa ítrekað kallað eftir að eftirliti og rannsóknum sé sinnt í nærumhverfi þess. Stjórnvöld og þær stofnanir sem sinna eftirlitinu telja vandkvæðum bundið að þeir sem stunda eftirlitið séu einnig hluti af því samfélagi þar sem starfsemin er. Það auki hættu á vanhæfi og að þeir sem sinni eftirlitinu verði samdauna greininni, og geti þar með ekki sinnt sínu hlutverki sem skyldi. Þær athugasemdir eiga þá við um allt eftirlit með atvinnugreinum í landinu. Við erum örþjóð í stóru landi. Ef öflug þekkingar- og eftirlitsstofnun er byggð á þeim svæðum sem næst standa sjókvíeldinu byggist ekki bara upp þekking á nærumhverfinu heldur einnig mikilvæg sérþekking sem hægt er að deila innan þess kjarna sem slík starfsemi er rekin, samfélaginu og greininni til styrktar. Gjaldtakan heim Að lokum, þá tekur BCG undir ákall sveitarfélaganna um að endurskoða þurfi skiptingu skatta og gjalda á milli ríkis og sveitarfélaga til að auka getu sveitarfélaga til fjárfestingar í innviðum. Ef við lítum til þeirra sveitarfélaga sem hafa notið greinarinnar, og hafa á fyrstu 15 árum aldarinnar verið í niðursveiflu sökum fækkunar íbúa, lækkandi fasteignaverðs og óstöðugra atvinnu, er þetta staðfesting þess að til þess að byggja upp sjálfbært samfélag þurfa þau að njóta meiri rentu af greininni til þess að geta vaxið með. Skýrsla BCG tekur undir málflutning þeirra sem horfa á fiskeldið sem lykilstoð í uppbyggingu sterkar landsbyggðar um leið og það er vaxandi stoð í hagkerfi landsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Halla Signý Kristjánsdóttir Fiskeldi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra hefur hrundið á stað vinnu við að uppfylla markmið stjórnarsáttmálans um að mótuð verður heildstæð stefna um uppbyggingu, umgjörð og gjaldtöku fiskeldis. Við þá vinnu verður lögð áhersla á tækifæri til atvinnusköpunar og mikilvægi þess að greinin byggist upp á grundvelli sjálfbærni, vísindalegrar þekkingar og verndar villtra laxastofna. Eitt skref í þeirri vinnu var að fá skýrslu um stöðu og framtíð lagareldis Íslands. Til þessa verks var Boston Consulting Group fengið, hér eftir nefnt BCG. Skýrslunni var ætlað að meta framtíðartækifæri og áskoranir í íslensku lagareldi og greina tækifæri til sjálfbærrar verðmætasköpunar. Þá er einnig gerður samanburður við önnur lönd. Rætt um sjókvíeldi Undanfarnar vikur hefur sjókvíeldi verið mikið í umræðunni eftir að ríkisendurskoðandi birti skýrslu, sem innihélt stjórnsýsluúttekt á sjókvíeldi. Það er margt í skýrslu BCG sem styður við skýrslu ríkisendurskoðanda. Þá sérstaklega gagnrýni á að stjórnsýsla, lagaumgjörð og ekki síst eftirlitið hafi ekki vaxið samhliða uppbyggingu sjókvíeldis hér við land. Af hverju fiskeldi? Það þarf að brauðfæða íbúa heimsins. Þar er sjálfbær matvælaframleiðsla lausnin til framtíðar. Ef við tölum um próteinframleiðslu þá er kolefnisfótspor fiskeldis þ.m.t. sjókvíeldi minna en próteinframleiðsla annarra dýraafurða á landi. Kolefnisfótspor fiskeldis má rekja til fóðurframleiðslu og þar má gera betur. Hér á landi eru góð skilyrði fyrir fiskeldi, þ.e. sjálfbær orka, góð vatnaskipti í fjörðum og mikil og góð þekking á lífríki sjávar. Allt þetta er mikilvægt til að fiskeldi vegni vel. Fiskeldið er komið af stað og við höfum alla möguleika að sjá það dafna í sátt við umhverfið og samfélagið. Hvernig gerum við það sem best?í skýrslu BCG segir: „Lykilþáttur í vexti lagareldis er aðgangur að staðbundinni reynslu og sérþekkingu. Það skapar tækifæri til að þróa staðbundna þekkingargrein sem er drifin áfram af blómlegu rannsóknasamfélagi og öflugum menntastofnunum.“ Rannsóknir og eftirlit nær eldinu Í skýrslu BCG kemur fram að Ísland geti skapað sér samkeppnisforskot í lagareldi, en til þess þarf sterkan ramma utan um eldið og stjórnsýslan hefur ekki náð að fylgja eftir þeim vexti sem hefur orðið í sjókvíeldinu og ekki síst að sinna því regluverki sem eru í þeim lögum og reglum sem nú eru í gildi. Bæði fiskeldið og sveitarfélögin sem snúa að eldinu hafa ítrekað kallað eftir að eftirliti og rannsóknum sé sinnt í nærumhverfi þess. Stjórnvöld og þær stofnanir sem sinna eftirlitinu telja vandkvæðum bundið að þeir sem stunda eftirlitið séu einnig hluti af því samfélagi þar sem starfsemin er. Það auki hættu á vanhæfi og að þeir sem sinni eftirlitinu verði samdauna greininni, og geti þar með ekki sinnt sínu hlutverki sem skyldi. Þær athugasemdir eiga þá við um allt eftirlit með atvinnugreinum í landinu. Við erum örþjóð í stóru landi. Ef öflug þekkingar- og eftirlitsstofnun er byggð á þeim svæðum sem næst standa sjókvíeldinu byggist ekki bara upp þekking á nærumhverfinu heldur einnig mikilvæg sérþekking sem hægt er að deila innan þess kjarna sem slík starfsemi er rekin, samfélaginu og greininni til styrktar. Gjaldtakan heim Að lokum, þá tekur BCG undir ákall sveitarfélaganna um að endurskoða þurfi skiptingu skatta og gjalda á milli ríkis og sveitarfélaga til að auka getu sveitarfélaga til fjárfestingar í innviðum. Ef við lítum til þeirra sveitarfélaga sem hafa notið greinarinnar, og hafa á fyrstu 15 árum aldarinnar verið í niðursveiflu sökum fækkunar íbúa, lækkandi fasteignaverðs og óstöðugra atvinnu, er þetta staðfesting þess að til þess að byggja upp sjálfbært samfélag þurfa þau að njóta meiri rentu af greininni til þess að geta vaxið með. Skýrsla BCG tekur undir málflutning þeirra sem horfa á fiskeldið sem lykilstoð í uppbyggingu sterkar landsbyggðar um leið og það er vaxandi stoð í hagkerfi landsins. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun