Stólpagrín gert að Monsa eftir klúðrið ótrúlega: „Vissi ekki að þetta væri hægt“ Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2023 11:30 Úlfar Páll Monsi Þórðarson hafði góðan húmor fyrir klúðrinu sínu, einn gegn galtómu marki. Skjáskot-Vísir/Arnar „Fyrst langaði mig til að hlæja en svo hugsaði ég; þetta var kannski svolítið vont,“ segir Úlfar Páll Monsi Þórðarson, leikmaður Aftureldingar, eftir sennilega ótrúlegasta klúður í sögu íslensks handbolta og þó víðar væri leitað. Monsi, eins og hann er kallaður, fékk boltann í hraðaupphlaupi, einn gegn algjörlega tómu marki, í bikarleik gegn KA í vikunni en skaut boltanum einhvern veginn í þverslá. Atvikið má sjá í frétt Stefáns Árna Pálssonar úr Sportpakkanum hér að neðan. Staðan var 23-23 og spennan í KA-heimilinu þrúgandi, en sem betur fer fyrir Monsa og félaga náðu Mosfellingar að fagna sigri í framlengdum leik. Hann segist ekki hafa látið atvikið trufla sig mikið í leiknum sjálfum: „Mér fannst þetta bara fyndið og hafði ekki miklar áhyggjur, þannig séð. Ekki þegar við erum með leikmann eins og Árna Braga sem er alltaf „clutch“ í framlengingu. Þá er voða lítið sem maður þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Monsi en Árni Bragi leiddi Aftureldingu til sigurs og skoraði níu mörk á sínum gamla heimavelli. Myndbandið af klúðri Monsa hefur hins vegar vakið meiri athygli og því verið dreift víða. Er eitthvað búið að gera grín að honum? „Eitthvað? Alveg hrikalega mikið. Eðlilega líka. Þetta var ógeðslega fyndið. Ég vissi ekki að þetta væri hægt fyrr en að ég gerði þetta. Þegar ég heyrði boltann fara í slána þá trúði ég því eiginlega ekki sjálfur,“ segir Monsi en hann sér þó ekki fyrir sér að láta boltann rúlla laust í markið næst þegar hann stendur fyrir framan autt mark. „Ég reyni kannski að setja hann slána inn næst,“ segir Monsi léttur og bendir réttilega á að „slysin gerast hjá bestu leikmönnum.“ Afturelding komst með 35-32 sigri sínum áfram í Laugardalshöll, í undanúrslit Powerade-bikarsins sem fram fara eftir mánuð. Næsti leikur Monsa og félaga er hins vegar í Olís-deildinni á mánudagskvöld þegar þeir taka á móti Haukum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Powerade-bikarinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Monsi, eins og hann er kallaður, fékk boltann í hraðaupphlaupi, einn gegn algjörlega tómu marki, í bikarleik gegn KA í vikunni en skaut boltanum einhvern veginn í þverslá. Atvikið má sjá í frétt Stefáns Árna Pálssonar úr Sportpakkanum hér að neðan. Staðan var 23-23 og spennan í KA-heimilinu þrúgandi, en sem betur fer fyrir Monsa og félaga náðu Mosfellingar að fagna sigri í framlengdum leik. Hann segist ekki hafa látið atvikið trufla sig mikið í leiknum sjálfum: „Mér fannst þetta bara fyndið og hafði ekki miklar áhyggjur, þannig séð. Ekki þegar við erum með leikmann eins og Árna Braga sem er alltaf „clutch“ í framlengingu. Þá er voða lítið sem maður þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Monsi en Árni Bragi leiddi Aftureldingu til sigurs og skoraði níu mörk á sínum gamla heimavelli. Myndbandið af klúðri Monsa hefur hins vegar vakið meiri athygli og því verið dreift víða. Er eitthvað búið að gera grín að honum? „Eitthvað? Alveg hrikalega mikið. Eðlilega líka. Þetta var ógeðslega fyndið. Ég vissi ekki að þetta væri hægt fyrr en að ég gerði þetta. Þegar ég heyrði boltann fara í slána þá trúði ég því eiginlega ekki sjálfur,“ segir Monsi en hann sér þó ekki fyrir sér að láta boltann rúlla laust í markið næst þegar hann stendur fyrir framan autt mark. „Ég reyni kannski að setja hann slána inn næst,“ segir Monsi léttur og bendir réttilega á að „slysin gerast hjá bestu leikmönnum.“ Afturelding komst með 35-32 sigri sínum áfram í Laugardalshöll, í undanúrslit Powerade-bikarsins sem fram fara eftir mánuð. Næsti leikur Monsa og félaga er hins vegar í Olís-deildinni á mánudagskvöld þegar þeir taka á móti Haukum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Powerade-bikarinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira