Ítrekar að Úkraínumenn munu ekki gefa eftir land fyrir frið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2023 07:50 Selenskí heimsótti Bretland á dögunum. AP/Victoria Jones Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir útilokað að Úkraínumenn munu gefa eftir land til Rússa til að koma á friði. Að láta undan myndi aðeins gera það að verkum að Rússar kæmu aftur og vildu meira. Vopn frá Vesturlöndum færðu Úkraínu nær friði. Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við BBC í tilefni þess að nær ár er liðið frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Hann sagði vorsókn Rússa, sem hann hafði spáð fyrir um, þegar hafna en að Úkraínumenn myndu ná að halda aftur að þeim þar til þeir væru í aðstöðu til að hefja gagnsókn. Selenskí ítrekaði hins vegar ósk sína um frekari hernaðaraðstoð frá bandamönnum sínum. „Að sjálfsögðu hraða nútímavopn því að það komist á friður. Vopn eru eina tungumálið sem Rússland skilur,“ sagði forsetinn. Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar hétu því á dögunum að senda skriðdreka til Úkraínu en enn eru vikur þar til þeir verða komnir á vígvöllinn. Þá hefur Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, ekki útilokað að sjá Úkraínumönnum fyrir þotum en þar er ekkert fast í hendi. Selenskí tjáði sig einnig um hótun Alexander Lúkashenkó, forseta Belarús, um að taka þátt í stríðsátökunum ef einn einasti hermaður Úkraínu stigi fæti yfir landamærin. „Ég vona að [Belarús] gerist ekki þátttakandi,“ sagði Selenskí. „Ef þeir gera það þá munum við berjast og við munum lifa það. Það væru risastór mistök að leyfa Rússum aftur að nota Belarús sem stökkpall fyrir árás.“ Selenskí sagði Úkraínumenn vera að berjast fyrir því að lifa af sem þjóð. Þeir hefðu valið að verða hluti af Evrópu. „Við völdum þessa leið. Við viljum fá öryggistryggingar. Hvers konar eftirgjöf varðandi landsvæði myndi veikja okkur sem ríki,“ segir hann. Forsetinn sagði málið ekki snúast um málamiðlanir sem slíkar; menn gerðu málamiðlanir á hverjum degi. Spurningin væri gagnvart hverjum. „Gagnvart Pútín? Nei. Af því að það ríkir ekkert traust. Samtal við hann? Nei. Því það er ekkert traust.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla í viðtali við BBC í tilefni þess að nær ár er liðið frá því að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Hann sagði vorsókn Rússa, sem hann hafði spáð fyrir um, þegar hafna en að Úkraínumenn myndu ná að halda aftur að þeim þar til þeir væru í aðstöðu til að hefja gagnsókn. Selenskí ítrekaði hins vegar ósk sína um frekari hernaðaraðstoð frá bandamönnum sínum. „Að sjálfsögðu hraða nútímavopn því að það komist á friður. Vopn eru eina tungumálið sem Rússland skilur,“ sagði forsetinn. Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar hétu því á dögunum að senda skriðdreka til Úkraínu en enn eru vikur þar til þeir verða komnir á vígvöllinn. Þá hefur Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, ekki útilokað að sjá Úkraínumönnum fyrir þotum en þar er ekkert fast í hendi. Selenskí tjáði sig einnig um hótun Alexander Lúkashenkó, forseta Belarús, um að taka þátt í stríðsátökunum ef einn einasti hermaður Úkraínu stigi fæti yfir landamærin. „Ég vona að [Belarús] gerist ekki þátttakandi,“ sagði Selenskí. „Ef þeir gera það þá munum við berjast og við munum lifa það. Það væru risastór mistök að leyfa Rússum aftur að nota Belarús sem stökkpall fyrir árás.“ Selenskí sagði Úkraínumenn vera að berjast fyrir því að lifa af sem þjóð. Þeir hefðu valið að verða hluti af Evrópu. „Við völdum þessa leið. Við viljum fá öryggistryggingar. Hvers konar eftirgjöf varðandi landsvæði myndi veikja okkur sem ríki,“ segir hann. Forsetinn sagði málið ekki snúast um málamiðlanir sem slíkar; menn gerðu málamiðlanir á hverjum degi. Spurningin væri gagnvart hverjum. „Gagnvart Pútín? Nei. Af því að það ríkir ekkert traust. Samtal við hann? Nei. Því það er ekkert traust.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira