Vilja félagsmiðstöð og bókasafn í Laugardalsstúku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 14:04 Stúkan við Laugardalslaug hefur lengi staðið tóm. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að bókasafn og félagsstöðvar- og menningarrými verði útbúið í stúku Laugardalslaugar fyrir Laugarnes- og Laugarlækjaskóla. Blásið verður til hugmyndakeppni um útfærslu hugmyndarinnar. „Við erum að fara í stóra samkeppni um Laugardalslaugina og hvernig við þróum hana til framtíðar. Eitt af álitamálunum var varðandi stúkuna, sem hefur ekki beinlínis verið í mikilli notkun, svo vægt sé til orða tekið, undanfarin ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. „Það sem við erum að ákveða í borgarráði er að kalla eftir hugmyndum um hvernig væri hægt að hugsa sér einhvers konar byggingu við stúkumannvirkið sem myndi gegna hlutverki félagsmiðstöðvar fyrir krakkana í nærliggjandi skólum, bókasafn fyrir almenning og skólana og einhvers konar hverfismiðstöð.“ Tillaga um verkefnið var lögð fyrir borgarráð á fundi þess á þriðjudag, 7. febrúar, af starfshópi um undirbúning framkvæmda vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Tillagan var samþykkt á sama fundi ráðsins. Leyndardómur Laugardalsstúku Stúkan hefur verið lokuð um nokkurt skeið og er í frekar slæmu ásigkomulagi. Jarðhæð stúkubyggingarinnar er í notkun, þar má meðal annars finna aðstöðu fyrir starfsmenn, sturtur og eimbað. Efri hæðin baka til er eitthvað sem mikil leynd liggur yfir, eins og blaðamaður Vísis rakti eftir heimsókn í stúkuna í mars 2018. Ýmislegt furðulegt var þar að finna fyrir fimm árum síðan eins og yfirgefið orgel og marga kassa af leirtaui. Dagur segir að þó mögulega yrði byggt við stúkuna þurfi að hugsa um þetta sem heild. „Það er fullt af ónotuðum fermetrum með tiltölulega lítilli lofthæð, þar sem gamla afgreiðslan var fyrir laugina. Það er ýmislegt svona sem við vonum að keppendur í hugmyndasamkeppninni komi með snjallar hugmyndir um breytingar svo þetta nýtist betur,“ segir Dagur. Fyrsta rennibrautin fyrir þá sem nota hjólastól Búið er að velja í dómnefnd fyrir samkeppnina og efna til samráðs við íbúa, sem sækja laugina. Dagur segir að undirbúningur samkeppninnar sé á lokametrunum og hún fari í loftið á næstu vikum. Þá er ýmislegt fleira sem þarf að gera við laugina. Kominn er tími á viðhald á laugarkerinu sjálfu og segir Dagur ekki búið að ákveða hvort eigi að breyta því. Hins vegar sé kominn tími á að færa svæðið upp á næsta stig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að finna þurfi hlutverk fyrir stúkuna.Vísir/Vilhelm „Laugardalslaugin hefur auðvitað verið Drottning sundlauganna en okkur finnst alveg mega taka næstu skref í ennþá meiri aðstöðu til leikja, rennibrautir og afþreyingu fyrir börn. Við erum búin að ákveða það í forsendum samkeppninnar að þarna verði fyrsta rennibrautin sem er aðgengileg fyrir fólk í hjólastól, sem hefur ekki verið útfært á Íslandi og eru reyndar ekki rosalega mörg góð fordæmi fyrir í heiminum,“ segir Dagur. „Við munum kalla eftir skemmtilegum og metnaðarfullum hugmyndum, sem bera samt virðingu fyrir Laugardalslauginni, hennar sögu og sérkennum og ótrúlega styrkleika sem frábærrar sundlaugar. Ekki bara fyrir hverfið heldur alla borgina.“ Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
„Við erum að fara í stóra samkeppni um Laugardalslaugina og hvernig við þróum hana til framtíðar. Eitt af álitamálunum var varðandi stúkuna, sem hefur ekki beinlínis verið í mikilli notkun, svo vægt sé til orða tekið, undanfarin ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. „Það sem við erum að ákveða í borgarráði er að kalla eftir hugmyndum um hvernig væri hægt að hugsa sér einhvers konar byggingu við stúkumannvirkið sem myndi gegna hlutverki félagsmiðstöðvar fyrir krakkana í nærliggjandi skólum, bókasafn fyrir almenning og skólana og einhvers konar hverfismiðstöð.“ Tillaga um verkefnið var lögð fyrir borgarráð á fundi þess á þriðjudag, 7. febrúar, af starfshópi um undirbúning framkvæmda vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Tillagan var samþykkt á sama fundi ráðsins. Leyndardómur Laugardalsstúku Stúkan hefur verið lokuð um nokkurt skeið og er í frekar slæmu ásigkomulagi. Jarðhæð stúkubyggingarinnar er í notkun, þar má meðal annars finna aðstöðu fyrir starfsmenn, sturtur og eimbað. Efri hæðin baka til er eitthvað sem mikil leynd liggur yfir, eins og blaðamaður Vísis rakti eftir heimsókn í stúkuna í mars 2018. Ýmislegt furðulegt var þar að finna fyrir fimm árum síðan eins og yfirgefið orgel og marga kassa af leirtaui. Dagur segir að þó mögulega yrði byggt við stúkuna þurfi að hugsa um þetta sem heild. „Það er fullt af ónotuðum fermetrum með tiltölulega lítilli lofthæð, þar sem gamla afgreiðslan var fyrir laugina. Það er ýmislegt svona sem við vonum að keppendur í hugmyndasamkeppninni komi með snjallar hugmyndir um breytingar svo þetta nýtist betur,“ segir Dagur. Fyrsta rennibrautin fyrir þá sem nota hjólastól Búið er að velja í dómnefnd fyrir samkeppnina og efna til samráðs við íbúa, sem sækja laugina. Dagur segir að undirbúningur samkeppninnar sé á lokametrunum og hún fari í loftið á næstu vikum. Þá er ýmislegt fleira sem þarf að gera við laugina. Kominn er tími á viðhald á laugarkerinu sjálfu og segir Dagur ekki búið að ákveða hvort eigi að breyta því. Hins vegar sé kominn tími á að færa svæðið upp á næsta stig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að finna þurfi hlutverk fyrir stúkuna.Vísir/Vilhelm „Laugardalslaugin hefur auðvitað verið Drottning sundlauganna en okkur finnst alveg mega taka næstu skref í ennþá meiri aðstöðu til leikja, rennibrautir og afþreyingu fyrir börn. Við erum búin að ákveða það í forsendum samkeppninnar að þarna verði fyrsta rennibrautin sem er aðgengileg fyrir fólk í hjólastól, sem hefur ekki verið útfært á Íslandi og eru reyndar ekki rosalega mörg góð fordæmi fyrir í heiminum,“ segir Dagur. „Við munum kalla eftir skemmtilegum og metnaðarfullum hugmyndum, sem bera samt virðingu fyrir Laugardalslauginni, hennar sögu og sérkennum og ótrúlega styrkleika sem frábærrar sundlaugar. Ekki bara fyrir hverfið heldur alla borgina.“
Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira