Um lögmæti búvörusamninga Erna Bjarnadóttir skrifar 10. febrúar 2023 09:01 Í kvöldfréttum RÚV þann 3. febrúar sl. var umfjöllun um gerð nýrra búvörusamninga. Þar var m.a. tiltekið að núgildandi búvörusamningar hefðu verið gerðir árið 2016 og ættu að gilda út árið 2026 en síðari endurskoðun þeirra stæði nú fyrir dyrum. Í fréttinni kom fram afstaða Bændasamtaka Íslands og matvælaráðherra um hvað leggja bæri áherslu á við endurskoðun samninganna. Þar var enn fremur gerð grein fyrir afstöðu Félags atvinnurekenda og sagði m.a. þetta í fréttinni um afstöðu félagsins: „Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir samningana ólöglega og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila.“ Svo mörg voru þau orð og rétt að taka þau til skoðunar. Búvörusamningar byggja á lögum frá Alþingi Núgildandi búvörusamningar voru gerðir í með samningum íslenska ríkisins við Bændasamtök Íslands og fóru viðræður fram árin 2015-2016. Samningaviðræðurnar byggðu á fjölmörgum rannsóknum og gögnum um stöðu landbúnaðar, s.s. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og úttektar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörusamninga. Að loknum viðræðum var skrifað undir einn rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og þrjá sértæka samninga sem tóku til einstakra landbúnaðargreina, nánar tiltekið nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju. Heimild fyrir gerð búvörusamninga er að finna í 30. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Í 30. gr. búvörulaga segir t.d. að til að vinna að markmiðum stjórnvalda á hverjum tíma um framleiðslu búvara geti ráðherra leitað eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Bændasamtök Íslands um framleiðsluskilyrði, stuðning og stjórn á magni búvara. Að undangenginni undirritun núgildandi búvörusamninga árið 2016 var lagt fram frumvarp á Alþingi (frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum) en umrætt frumvarp innleiddi nauðsynlegar breytingar vegna skuldbindinga ríkisins samkvæmt búvörusamningunum. Frumvarpið var samþykkt að loknum þremur umræðum, samkvæmt þingsköpum. Umrædd lög, þ.e. búvörulög, búnaðarlög og lögin sem innleiddu búvörusamningana frá 2016, eru öll almenn lög frá Alþingi, samþykkt við þrjár umræður, sbr. 41. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991, send ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi, sbr. 42. gr. sömu laga og borin upp við forseta í ríkisráði skv. 19. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Af þessu leiðir að enginn vafi er um lögmæti núgildandi búvörusamninga, líkt og ráða má af fullyrðingu Félags atvinnurekenda – þvert á móti þábyggja búvörusamningarnir á lögum frá Alþingi. Er hægt að vera sammála um að vera ósammála? Höfundur þessarar greinar hefur oft átt orðastað við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um landbúnaðarmál. Þar mætast óneitanlega ólík sjónarmið, stundum eru menn sammála og stundum ekki. Á köflum hefur greinarhöfundur hnykkt á því að rétt sé að vera einfaldlega sammála um að vera ósammála. Nú bregður hins vegar svo við að það er einfaldlega ekki hægt af þeirri einföldu ástæðu að framkvæmdastjórinn hefur rangt fyrir sér – afstaða hans er efnislega röng. Fyrir því liggja ótal gögn, t.d. lög frá Alþingi. Er því ekki annað hægt í stöðunni en að hafna þessari skoðun Félags atvinnurekenda á lögmæti búvörusamninga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Búvörusamningar Landbúnaður Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum RÚV þann 3. febrúar sl. var umfjöllun um gerð nýrra búvörusamninga. Þar var m.a. tiltekið að núgildandi búvörusamningar hefðu verið gerðir árið 2016 og ættu að gilda út árið 2026 en síðari endurskoðun þeirra stæði nú fyrir dyrum. Í fréttinni kom fram afstaða Bændasamtaka Íslands og matvælaráðherra um hvað leggja bæri áherslu á við endurskoðun samninganna. Þar var enn fremur gerð grein fyrir afstöðu Félags atvinnurekenda og sagði m.a. þetta í fréttinni um afstöðu félagsins: „Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir samningana ólöglega og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila.“ Svo mörg voru þau orð og rétt að taka þau til skoðunar. Búvörusamningar byggja á lögum frá Alþingi Núgildandi búvörusamningar voru gerðir í með samningum íslenska ríkisins við Bændasamtök Íslands og fóru viðræður fram árin 2015-2016. Samningaviðræðurnar byggðu á fjölmörgum rannsóknum og gögnum um stöðu landbúnaðar, s.s. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og úttektar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörusamninga. Að loknum viðræðum var skrifað undir einn rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og þrjá sértæka samninga sem tóku til einstakra landbúnaðargreina, nánar tiltekið nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju. Heimild fyrir gerð búvörusamninga er að finna í 30. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Í 30. gr. búvörulaga segir t.d. að til að vinna að markmiðum stjórnvalda á hverjum tíma um framleiðslu búvara geti ráðherra leitað eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Bændasamtök Íslands um framleiðsluskilyrði, stuðning og stjórn á magni búvara. Að undangenginni undirritun núgildandi búvörusamninga árið 2016 var lagt fram frumvarp á Alþingi (frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum) en umrætt frumvarp innleiddi nauðsynlegar breytingar vegna skuldbindinga ríkisins samkvæmt búvörusamningunum. Frumvarpið var samþykkt að loknum þremur umræðum, samkvæmt þingsköpum. Umrædd lög, þ.e. búvörulög, búnaðarlög og lögin sem innleiddu búvörusamningana frá 2016, eru öll almenn lög frá Alþingi, samþykkt við þrjár umræður, sbr. 41. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991, send ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi, sbr. 42. gr. sömu laga og borin upp við forseta í ríkisráði skv. 19. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Af þessu leiðir að enginn vafi er um lögmæti núgildandi búvörusamninga, líkt og ráða má af fullyrðingu Félags atvinnurekenda – þvert á móti þábyggja búvörusamningarnir á lögum frá Alþingi. Er hægt að vera sammála um að vera ósammála? Höfundur þessarar greinar hefur oft átt orðastað við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um landbúnaðarmál. Þar mætast óneitanlega ólík sjónarmið, stundum eru menn sammála og stundum ekki. Á köflum hefur greinarhöfundur hnykkt á því að rétt sé að vera einfaldlega sammála um að vera ósammála. Nú bregður hins vegar svo við að það er einfaldlega ekki hægt af þeirri einföldu ástæðu að framkvæmdastjórinn hefur rangt fyrir sér – afstaða hans er efnislega röng. Fyrir því liggja ótal gögn, t.d. lög frá Alþingi. Er því ekki annað hægt í stöðunni en að hafna þessari skoðun Félags atvinnurekenda á lögmæti búvörusamninga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun