„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 20:00 Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna segir nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi staðfesta þar sem náttúruverndarsinnar hafa haldið fram í árafjöld. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. „Þessi skýrsla staðfestir náttúrulega bara það sem náttúruverndarsamtök eru búin að vera að halda fram árum saman og það er það að stjórnsýslan er háð iðnaðinum og iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér og nú þurfa bara stjórnvöld að ákveða sig; ætla þau að herða regluverk virkilega og stýra þessum iðnaði í umhverfisvænni hátt eða ætla þau að halda áfram að vera langt á eftir iðnaðinum.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins segir sjókvíaeldi á Íslandi fá falleinkunn í skýrslunni. Nefndarmenn stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fengu kynningu á efni skýrslunnar í morgun og var nokkuð brugðið. Sjá nánar: Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Ríkisendurskoðandi sjálfur segir skýrsluna varpa ljósi á veikburða og vanmáttuga stjórnsýslu. Skýrslan er mikil að umfangi og inniheldur metfjölda ábendinga til úrbóta sem snerta sex stofnanir. „Þessi skýrsla er að varpa ljósi á mjög veikburða, vanmáttuga stjórnsýslu á meðan atvinnugreinin hefur verið í mjög hröðum vexti og greinilegt að það eru mörg tækifæri fyrir íslenska stjórnsýslu til að bæta sig, bæði hvað varðar laga og regluramma en ekki síst hvað varðar samstarf ráðuneyta og stofnana,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Í skýrslunni segir að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinni gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hafi fest sig í sessi og það án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Lagaramminn hafi boðið upp á kapphlaup um eldissvæði en sjókvíaeldi við Ísland meira en tífaldaðist á tímabilinu 2014-2021. Ársframleiðsla fór úr tæpum fjögur þúsund tonnum í tæp 45 þúsund tonn. Þá telur Ríkisendurskoðun það áhyggjuefni að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki getað með skýrum hætti rökstutt breytingu sem var gerð 2020 á stuðlinum sem er notaður við áhættumat erfðablöndunar. Við úttektina hafi komið fram að stuðullinn væri kominn frá hagsmunaaðila úr greininni en Ríkisendurskoðun tókst þó ekki að staðfesta það með óyggjandi hætti. Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Uppsöfnun lífrænna efna og hvíld fiskeldissvæða Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. 21. desember 2022 13:00 Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 5. desember 2022 09:48 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. „Þessi skýrsla staðfestir náttúrulega bara það sem náttúruverndarsamtök eru búin að vera að halda fram árum saman og það er það að stjórnsýslan er háð iðnaðinum og iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér og nú þurfa bara stjórnvöld að ákveða sig; ætla þau að herða regluverk virkilega og stýra þessum iðnaði í umhverfisvænni hátt eða ætla þau að halda áfram að vera langt á eftir iðnaðinum.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins segir sjókvíaeldi á Íslandi fá falleinkunn í skýrslunni. Nefndarmenn stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar fengu kynningu á efni skýrslunnar í morgun og var nokkuð brugðið. Sjá nánar: Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Ríkisendurskoðandi sjálfur segir skýrsluna varpa ljósi á veikburða og vanmáttuga stjórnsýslu. Skýrslan er mikil að umfangi og inniheldur metfjölda ábendinga til úrbóta sem snerta sex stofnanir. „Þessi skýrsla er að varpa ljósi á mjög veikburða, vanmáttuga stjórnsýslu á meðan atvinnugreinin hefur verið í mjög hröðum vexti og greinilegt að það eru mörg tækifæri fyrir íslenska stjórnsýslu til að bæta sig, bæði hvað varðar laga og regluramma en ekki síst hvað varðar samstarf ráðuneyta og stofnana,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Í skýrslunni segir að samþjöppun eignarhalds, stefnulaus uppbygging og rekstur sjókvía á svæðum sem vinni gegn því að auðlindin skili hámarks ávinningi fyrir ríkissjóð hafi fest sig í sessi og það án mikillar umræðu eða atbeina stjórnvalda. Lagaramminn hafi boðið upp á kapphlaup um eldissvæði en sjókvíaeldi við Ísland meira en tífaldaðist á tímabilinu 2014-2021. Ársframleiðsla fór úr tæpum fjögur þúsund tonnum í tæp 45 þúsund tonn. Þá telur Ríkisendurskoðun það áhyggjuefni að Hafrannsóknarstofnun hafi ekki getað með skýrum hætti rökstutt breytingu sem var gerð 2020 á stuðlinum sem er notaður við áhættumat erfðablöndunar. Við úttektina hafi komið fram að stuðullinn væri kominn frá hagsmunaaðila úr greininni en Ríkisendurskoðun tókst þó ekki að staðfesta það með óyggjandi hætti.
Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Uppsöfnun lífrænna efna og hvíld fiskeldissvæða Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. 21. desember 2022 13:00 Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 5. desember 2022 09:48 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
Uppsöfnun lífrænna efna og hvíld fiskeldissvæða Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. 21. desember 2022 13:00
Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. 5. desember 2022 09:48
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent