Ekkert meitlað í stein þó að spáin um krabbameinstilfelli sé sláandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. febrúar 2023 21:01 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir Íslendinga eiga eftir að ganga í gegnum öldrun þjóðarinnar líkt og önnur lönd hafa gert. Vísir/Ívar Fannar Eftir tæp tuttugu ár munu um þúsund fleiri greinast með krabbamein samanborið við það sem nú er, ef spár ganga eftir. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að heilbrigðiskerfið sé þegar komið að þolmörkum og bregðast verði við með skýrum aðgerðum. Þó staðan sé þung sé enn svigrúm til að bregðast við. Krabbameinstilfellum hefur fjölgað stöðugt síðastliðin ár og heldur sú þróun áfram í framtíðinni ef marka má nýjustu spá Krabbameinsfélagsins sem byggir á gögnum frá gagnagrunni Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Gert er ráð fyrir að ríflega 52 prósent aukning verði á fjölda nýrra krabbameinstilfella á Íslandi árið 2040. Árið 2020 voru tilfellin rúmlega átján hundruð en verða tæplega 2800 árið 2040 ef spár ganga eftir. „Fyrst og fremst þá fylgir þetta öldrun þjóðarinnar, og auðvitað mannfjöldaaukningu líka. Við lýsum þessu gjarnan þannig að það er eins og maður standi úti í á og maður er að reyna að komast yfir en straumurinn, hann þyngist stöðugt,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, um ástæðuna fyrir þessari aukningu. Þegar litið er til annarra landa er fyrirsjáanleg fjölgun langmest á Íslandi af hinum Norðurlöndunum, næstmest er hún í Noregi og minnst í Danmörku. Þegar litið er á Evrópu í heild er gert ráð fyrir að meðaltali 21 prósent aukningu þar. Aukningin verður meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Í Evrópu verður aukningin að meðaltali 21 prósent. Grafík/Sara Rut Halla segir muninn helst skýrast af því að Ísland skeri sig úr þar sem við erum ung þjóð, önnur lönd hafi tekið út sína öldrun ef svo mætti segja. Þá séu íslenskar konur frjósamari en víða annars staðar. Þannig er ekki þannig að krabbamein sé algengara hér. Enn hægt að bregðast við þó staðan sé þung Engu að síður segir hún að um sé að ræða sláandi tölur. Heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum, sama hvar sé gripið niður, og muni róðurinn aðeins þyngjast með aukningu krabbameinstilfella. „Það er einfaldlega þannig að þetta gerir auðvitað bara þá kröfu að við bregðumst við. Við getum ekki náð þeim, og viðhaldið þeim góða árangri sem er í dag í sambandi við krabbamein nema að grípa til aðgerða,“ segir Halla. Hægt sé að bregðast við með markvissum, samstilltum og vel tímasettum og fjármögnuðum aðgerðum. „Þetta er auðvitað ekki meitlað í stein. Það sem blasir við líka er að það þarf að setja miklu meira afl í forvarnir, það þarf að grípa til aðgerða sem að gera það að verkum að tilfellunum fækki,“ segir Halla og bendir á að heilbrigður lífsstíll geti hjálpað sem og það að meinin séu greind snemma. Góðu fréttirnar eru að enn sé svigrúm. „Þó að staðan sé þung í dag þá er þessi staða sem við erum að lýsa árið 2040. Þannig ef að við raunverulega brettum upp ermarnar og virkilega einbeitum okkur að verkefninu, tökum það alvarlega og bregðumst við, þá getum við gert það. Það er enginn vafi á því,“ segir Halla. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Krabbameinstilfellum hefur fjölgað stöðugt síðastliðin ár og heldur sú þróun áfram í framtíðinni ef marka má nýjustu spá Krabbameinsfélagsins sem byggir á gögnum frá gagnagrunni Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Gert er ráð fyrir að ríflega 52 prósent aukning verði á fjölda nýrra krabbameinstilfella á Íslandi árið 2040. Árið 2020 voru tilfellin rúmlega átján hundruð en verða tæplega 2800 árið 2040 ef spár ganga eftir. „Fyrst og fremst þá fylgir þetta öldrun þjóðarinnar, og auðvitað mannfjöldaaukningu líka. Við lýsum þessu gjarnan þannig að það er eins og maður standi úti í á og maður er að reyna að komast yfir en straumurinn, hann þyngist stöðugt,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, um ástæðuna fyrir þessari aukningu. Þegar litið er til annarra landa er fyrirsjáanleg fjölgun langmest á Íslandi af hinum Norðurlöndunum, næstmest er hún í Noregi og minnst í Danmörku. Þegar litið er á Evrópu í heild er gert ráð fyrir að meðaltali 21 prósent aukningu þar. Aukningin verður meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Í Evrópu verður aukningin að meðaltali 21 prósent. Grafík/Sara Rut Halla segir muninn helst skýrast af því að Ísland skeri sig úr þar sem við erum ung þjóð, önnur lönd hafi tekið út sína öldrun ef svo mætti segja. Þá séu íslenskar konur frjósamari en víða annars staðar. Þannig er ekki þannig að krabbamein sé algengara hér. Enn hægt að bregðast við þó staðan sé þung Engu að síður segir hún að um sé að ræða sláandi tölur. Heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum, sama hvar sé gripið niður, og muni róðurinn aðeins þyngjast með aukningu krabbameinstilfella. „Það er einfaldlega þannig að þetta gerir auðvitað bara þá kröfu að við bregðumst við. Við getum ekki náð þeim, og viðhaldið þeim góða árangri sem er í dag í sambandi við krabbamein nema að grípa til aðgerða,“ segir Halla. Hægt sé að bregðast við með markvissum, samstilltum og vel tímasettum og fjármögnuðum aðgerðum. „Þetta er auðvitað ekki meitlað í stein. Það sem blasir við líka er að það þarf að setja miklu meira afl í forvarnir, það þarf að grípa til aðgerða sem að gera það að verkum að tilfellunum fækki,“ segir Halla og bendir á að heilbrigður lífsstíll geti hjálpað sem og það að meinin séu greind snemma. Góðu fréttirnar eru að enn sé svigrúm. „Þó að staðan sé þung í dag þá er þessi staða sem við erum að lýsa árið 2040. Þannig ef að við raunverulega brettum upp ermarnar og virkilega einbeitum okkur að verkefninu, tökum það alvarlega og bregðumst við, þá getum við gert það. Það er enginn vafi á því,“ segir Halla.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira