Skora á íslensk stjórnvöld að banna strax einangrun á börnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:05 Fangaklefi á Litla-Hrauni. Vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld fremja mannréttindabrot með óhóflegri beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi, samkvæmt svartri skýrslu Amnesty International. Framkvæmdastjóri samtakanna á Íslandi segir ítrekuð einangrunarvist barna sérstaklega sláandi og skorar á stjórnvöld að banna hana tafarlaust. Skýrsla Amnesty International er áfellisdómur yfir íslensku dómskerfi, að mati samtakanna. Í henni kemur fram að árið 2021 hafi sex af hverjum tíu gæsluvarðhaldsföngum sætt einangrunarvist á Íslandi. Frá 2012 til 2021 hafi 99 sætt langvarandi einangrunarvist, þ.e. lengur en í 15 daga, og dæmi séu um að grunaðir hafi sætt einangrun í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mánuði, sem samtökin telja skýrt mannréttindabrot. Dómarar hafi í 99 prósent tilvika fallist á einangrunarvist í gæsluvarðhaldi á árunum 2016-2018, iðulega á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Amnesty international er alfarið á móti því að beita slíku úrræði í þágu rannsóknar þar sem hægt er að beita vægari úrræðum. Til dæmis með því að takmarka símanotkun, takmarka heimsóknir, aðskilja fanga,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Grafalvarleg einangrun barna Samtökin skora á íslensk stjórnvöld að breyta lögum og framkvæmd á beitingu einangrunarvistar, sérstaklega þegar kemur að börnum. „Það er grafalvarlegt mál. Á tíu ára tímabili hafa tíu börn sætt einangrunarvist í gæsluvarðhaldi. Einangrunarvist er gríðarlega íþyngjandi úrræði. Þannig að við skorum á íslensk stjórnvöld að breyta þarna tafarlaust og banna alfarið einangrunarvist á börn, sem og fólk í viðkvæmri stöðu,“ segir Anna. Lítið þið á þetta sem pyntingar, mannréttindabrot? „Þetta er skýrt brot á samningi sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum og annarri illri meðferð, þannig að já. Þetta er mannréttindabrot.“ Af hverju er þetta svona hér? Af hverju hefur skapast þessi hefð? „Það er kannski erfitt að leggja mat á það en það er einhvern veginn hvernig kerfið hefur byggst upp, einhver viðtekin venja. Og þetta því miður er þá orðin einhvers konar meginregla,“ segir Anna. Fangelsismál Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Skýrsla Amnesty International er áfellisdómur yfir íslensku dómskerfi, að mati samtakanna. Í henni kemur fram að árið 2021 hafi sex af hverjum tíu gæsluvarðhaldsföngum sætt einangrunarvist á Íslandi. Frá 2012 til 2021 hafi 99 sætt langvarandi einangrunarvist, þ.e. lengur en í 15 daga, og dæmi séu um að grunaðir hafi sætt einangrun í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mánuði, sem samtökin telja skýrt mannréttindabrot. Dómarar hafi í 99 prósent tilvika fallist á einangrunarvist í gæsluvarðhaldi á árunum 2016-2018, iðulega á grundvelli rannsóknarhagsmuna. „Amnesty international er alfarið á móti því að beita slíku úrræði í þágu rannsóknar þar sem hægt er að beita vægari úrræðum. Til dæmis með því að takmarka símanotkun, takmarka heimsóknir, aðskilja fanga,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Grafalvarleg einangrun barna Samtökin skora á íslensk stjórnvöld að breyta lögum og framkvæmd á beitingu einangrunarvistar, sérstaklega þegar kemur að börnum. „Það er grafalvarlegt mál. Á tíu ára tímabili hafa tíu börn sætt einangrunarvist í gæsluvarðhaldi. Einangrunarvist er gríðarlega íþyngjandi úrræði. Þannig að við skorum á íslensk stjórnvöld að breyta þarna tafarlaust og banna alfarið einangrunarvist á börn, sem og fólk í viðkvæmri stöðu,“ segir Anna. Lítið þið á þetta sem pyntingar, mannréttindabrot? „Þetta er skýrt brot á samningi sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum og annarri illri meðferð, þannig að já. Þetta er mannréttindabrot.“ Af hverju er þetta svona hér? Af hverju hefur skapast þessi hefð? „Það er kannski erfitt að leggja mat á það en það er einhvern veginn hvernig kerfið hefur byggst upp, einhver viðtekin venja. Og þetta því miður er þá orðin einhvers konar meginregla,“ segir Anna.
Fangelsismál Mannréttindi Réttindi barna Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira