„Mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2023 19:11 Arnar Þór Jónsson lögmaður og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata ræddu tjáningarfrelsið á Sprengisandi í dag. Vísir Þingmaður Pírata furðar sig á áformum forsætisráðherra sem hyggst skylda opinbera starfsmenn og kjörna fulltrúa á námskeið um hatursorðræða. Lögmaður telur að „öryggisþráhyggja“ hafi gripið um sig og segir valdhafa telja frelsi svo hættulegt að nauðsynlegt sé að takmarka það. Björn Leví Gunnarsson alþingismaður og Arnar Þór Jónsson lögmaður tókust á um nýja þingsáyktunartillögu forsætisráðherra um skyldunámskeið um hatursorðræðu á Sprengisandi í dag. Greint var frá því í vikunni að kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verði gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaráætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Lagt er til að allt starfsfólk sveitarfélaga, stjórnarráðsins og undirstofnana þess fái, ásamt kjörnum fulltrúum, fræðslu í gegnum námskeiðið. Björn Leví segir að almennt séð sé verið að herja á tjáningarfrelsið en bætir þó við að tjáningarfrelsið sé nú meira en nokkrum sinni fyrr. Aðgengi hafi sjaldan verið betra og „nú séu allt og allir með sinn lúður.“ Alls staðar séu götuhorn þar sem fólk geti staðið á kassa og sagt sína skoðun. Það sem valdi áhyggjum sé þó að hægt sé að hafa áhrif á skoðanir heillrar þjóðar á aðgengilegri hátt en áður. „Það eru ákveðnar tegundir af hótunum um ofbeldi sem er búið að flokka sem hatur - í áttina að ákveðnum hópum sem sögulega séð hafa orðið fyrir gríðarlegum ofsóknum. Það er til fyrirbæri sem heitir hatursorðræða. Það er ekki til almenn lagatúlkun á því enn þá. En ef við byrjum á því að viðurkenna að það sé eitthvað til sem heitir hatursorðræða. Hvar eru mörkin? Það er það sem umræðan snýst um núna. Og þá finnst mér ótrúlega skrýtið, það sem að til dæmis forsætisráðherra er að gera, að setja alla á eitthvað námskeið,“ segir Björn Leví og veltir upp mikilvægi námskeiðisins. „Frelsið orðið svona rosalega hættulegt“ Arnar Þór segist vera mikill talsmaður frelsisins en undirstrikar að hann sé ekki talsmaður haftalauss frelsis. Orðum fylgi ábyrgð en „öryggisþráhyggja“ sé mikil ógn. Með því á hann við að valdhafar segi frelsið svo hættulegt að verja þurfi borgara fyrir frelsinu sjálfu. Hann tekur Covid-faraldurinn sem dæmi og segir að borgaralegt frelsi hafi verið gert að engu í þágu öryggis. „Ef við horfum á það hverngi stjórnvöld tala þá er frelsið orðið svona rosalega hættulegt og að það þurfi að verja okkur fyrir því. Ég búinn að komast að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að þessi öryggisþráhyggja sé mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum. Og ef þetta fær að grassera mikið lengur þá mun þetta leiða okkur út í verulegar ófarir.“ „Það sem að ég hef áhyggjur af er að fjölmiðlar og ríkisvaldið, bæði hér og í öðrum ríkjum, séu nú komin í eina sæng um það að stýra almenningsálitinu. Það er til dæmis gert með skoðanakönnunum og skoðanamótun. Og þær gagnrýnisraddir og aðrir sem hafa aðra sýn á hlutina eru þaggaðir niður með því að þeir eru gerðir ósýnilegir á netinu. Og síðan nýttar ýmsar aðferðir til að jaðarsetja þá,“ segir Arnar Þór. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Sprengisandur Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson alþingismaður og Arnar Þór Jónsson lögmaður tókust á um nýja þingsáyktunartillögu forsætisráðherra um skyldunámskeið um hatursorðræðu á Sprengisandi í dag. Greint var frá því í vikunni að kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verði gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaráætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Lagt er til að allt starfsfólk sveitarfélaga, stjórnarráðsins og undirstofnana þess fái, ásamt kjörnum fulltrúum, fræðslu í gegnum námskeiðið. Björn Leví segir að almennt séð sé verið að herja á tjáningarfrelsið en bætir þó við að tjáningarfrelsið sé nú meira en nokkrum sinni fyrr. Aðgengi hafi sjaldan verið betra og „nú séu allt og allir með sinn lúður.“ Alls staðar séu götuhorn þar sem fólk geti staðið á kassa og sagt sína skoðun. Það sem valdi áhyggjum sé þó að hægt sé að hafa áhrif á skoðanir heillrar þjóðar á aðgengilegri hátt en áður. „Það eru ákveðnar tegundir af hótunum um ofbeldi sem er búið að flokka sem hatur - í áttina að ákveðnum hópum sem sögulega séð hafa orðið fyrir gríðarlegum ofsóknum. Það er til fyrirbæri sem heitir hatursorðræða. Það er ekki til almenn lagatúlkun á því enn þá. En ef við byrjum á því að viðurkenna að það sé eitthvað til sem heitir hatursorðræða. Hvar eru mörkin? Það er það sem umræðan snýst um núna. Og þá finnst mér ótrúlega skrýtið, það sem að til dæmis forsætisráðherra er að gera, að setja alla á eitthvað námskeið,“ segir Björn Leví og veltir upp mikilvægi námskeiðisins. „Frelsið orðið svona rosalega hættulegt“ Arnar Þór segist vera mikill talsmaður frelsisins en undirstrikar að hann sé ekki talsmaður haftalauss frelsis. Orðum fylgi ábyrgð en „öryggisþráhyggja“ sé mikil ógn. Með því á hann við að valdhafar segi frelsið svo hættulegt að verja þurfi borgara fyrir frelsinu sjálfu. Hann tekur Covid-faraldurinn sem dæmi og segir að borgaralegt frelsi hafi verið gert að engu í þágu öryggis. „Ef við horfum á það hverngi stjórnvöld tala þá er frelsið orðið svona rosalega hættulegt og að það þurfi að verja okkur fyrir því. Ég búinn að komast að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að þessi öryggisþráhyggja sé mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum. Og ef þetta fær að grassera mikið lengur þá mun þetta leiða okkur út í verulegar ófarir.“ „Það sem að ég hef áhyggjur af er að fjölmiðlar og ríkisvaldið, bæði hér og í öðrum ríkjum, séu nú komin í eina sæng um það að stýra almenningsálitinu. Það er til dæmis gert með skoðanakönnunum og skoðanamótun. Og þær gagnrýnisraddir og aðrir sem hafa aðra sýn á hlutina eru þaggaðir niður með því að þeir eru gerðir ósýnilegir á netinu. Og síðan nýttar ýmsar aðferðir til að jaðarsetja þá,“ segir Arnar Þór. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Sprengisandur Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Sjá meira