„Maður vill ná fyrsta markinu eins fljótt og hægt er“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. janúar 2023 23:30 Weghorst er ánægður með að vera kominn á blað. Vísir/Getty Hollendingurinn Wout Weghorst skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United í kvöld þegar liðið vann 3-0 sigur á Nottingham Forest í enska deildabikarnum. Hann er ánægður með að vera kominn á blað hjá United. „Þetta var frábært kvöld fyrir okkur. Frábær úrslit eftir þennan fyrri leik, sigurinn gefur okkur góða möguleika á að komast í úrslit,“ sagði Weghorst í viðtali við Skysports eftir leikinn í kvöld. Leikurinn var sá fyrri af tveimur í einvígi liðanna í undanúrslitum deildabikarsins. United er því í ansi góðri stöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli. Weghorst var vitaskuld ánægður með að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir Manchester United en hann gekk til liðs við félagið á láni frá Burnely á dögunum eftir að hafa verið á láni hjá Besiktas fyrr á leiktíðinni. „Það er alltaf sérstakt og þú vilt skora mörk. Þú vilt helst ná fyrsta markinu eins fljótt og hægt er þannig að ég er mjög ánægður. Ég held að þetta hafi verið mikilvægt augnablik sömuleiðis, það gaf okkur þægilega tilfinningu í hléinu.“ „Við byrjuðum vel og skoruðum frábært mark. Við náðum ekki stjórn á leiknum eins og við hefðum viljað og leikurinn var kaflaskiptur. Við vorum heppnir að mark hjá þeim var dæmt af og það var mikilvægt að komast í 2-0 fyrir hálfleikinn.“ Weghorst kom United í 2-0 með marki rétt undir lok fyrri hálfleiks. „Ég sneri mér að markinu og vonaðist eftir fráksti og boltinn datt fyrir mig. Þetta var fínt.“ „Við vorum ekki ánægðir með hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik, við vildum hafa meiri stjórn á leiknum. Það er eitthvað sem breyttist í seinni hálfleiknum og með 3-0 markinu í lokin varð þetta enn betra. Þetta voru frábær úrslit í kvöld, klárum þetta í næstu viku.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Weghorst skoraði og United komið langleiðina á Wembley Manchester United er komið í góða stöðu í einvígi liðsins gegn Nottingham Forest í undanúrslitum enska deildarbikarsins eftir 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í kvöld. 25. janúar 2023 21:55 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
„Þetta var frábært kvöld fyrir okkur. Frábær úrslit eftir þennan fyrri leik, sigurinn gefur okkur góða möguleika á að komast í úrslit,“ sagði Weghorst í viðtali við Skysports eftir leikinn í kvöld. Leikurinn var sá fyrri af tveimur í einvígi liðanna í undanúrslitum deildabikarsins. United er því í ansi góðri stöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli. Weghorst var vitaskuld ánægður með að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir Manchester United en hann gekk til liðs við félagið á láni frá Burnely á dögunum eftir að hafa verið á láni hjá Besiktas fyrr á leiktíðinni. „Það er alltaf sérstakt og þú vilt skora mörk. Þú vilt helst ná fyrsta markinu eins fljótt og hægt er þannig að ég er mjög ánægður. Ég held að þetta hafi verið mikilvægt augnablik sömuleiðis, það gaf okkur þægilega tilfinningu í hléinu.“ „Við byrjuðum vel og skoruðum frábært mark. Við náðum ekki stjórn á leiknum eins og við hefðum viljað og leikurinn var kaflaskiptur. Við vorum heppnir að mark hjá þeim var dæmt af og það var mikilvægt að komast í 2-0 fyrir hálfleikinn.“ Weghorst kom United í 2-0 með marki rétt undir lok fyrri hálfleiks. „Ég sneri mér að markinu og vonaðist eftir fráksti og boltinn datt fyrir mig. Þetta var fínt.“ „Við vorum ekki ánægðir með hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik, við vildum hafa meiri stjórn á leiknum. Það er eitthvað sem breyttist í seinni hálfleiknum og með 3-0 markinu í lokin varð þetta enn betra. Þetta voru frábær úrslit í kvöld, klárum þetta í næstu viku.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Weghorst skoraði og United komið langleiðina á Wembley Manchester United er komið í góða stöðu í einvígi liðsins gegn Nottingham Forest í undanúrslitum enska deildarbikarsins eftir 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í kvöld. 25. janúar 2023 21:55 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Weghorst skoraði og United komið langleiðina á Wembley Manchester United er komið í góða stöðu í einvígi liðsins gegn Nottingham Forest í undanúrslitum enska deildarbikarsins eftir 3-0 sigur í fyrri leik liðanna í kvöld. 25. janúar 2023 21:55