Nýhættur Bale tekur þátt á PGA-mótaröðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2023 17:45 Það kemur líklega fáum á óvart að Gareth Bale sé að snúa sér að golfinu eftir að knattspyrnuferlinum lauk, Jose Manuel Alvarez/Quality Sport Images/Getty Images Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gareth Bale hefur tilkynnt að hann muni taka þátt í einum viðburði á PGA-mótaröðinni í golfi í byrjun næsta mánaðar. Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna fyrir rétt rúmum tveimur vikum eftir afar farsælan feril. Með Real Madrid varð hann spænskur meistari í þrígang ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þá vann hann bandarísku MLS-deildina með Los Angeles FC áður en skórnir fóru á hilluna. Þessi leikja- og markahæsti leikmaður velska landsliðsins frá upphafi hefur aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Á tíma sínum hjá Real Madrid veifaði hann eitt sinn velska fánanum eftir leik landsliðsins þar sem á stóð: „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð,“ og gaf þar með til kynna að hann hefði meiri áhuga á því að slá golfkúlur en að spila knattspyrnu með einu stærsta félagsliði heims. 🏴 Wales ✅⚪ Madrid ✅Now it's time for golf 🏌👀Gareth Bale has announced his first post-retirement venture ⛳More 👇 #BBCGolf— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2023 Bale hefur nú tilkynnt að hann muni taka þátt á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi í byrjun næsta mánaðar, en þar fá áhugagolfarar tækifæri á því að spila með nokkrum af bestu atvinnumönnum heims. Alls munu 156 áhugamenn taka þátt á mótinu með jafn mörgum atvinnumönnum. Meðal þeirra sem mæta til leiks eru þeir Matt Fitzpatrick, Patrick Cantlay og Jordan Spieth. View this post on Instagram A post shared by Gareth Bale (@garethbale11) Fótbolti Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna fyrir rétt rúmum tveimur vikum eftir afar farsælan feril. Með Real Madrid varð hann spænskur meistari í þrígang ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þá vann hann bandarísku MLS-deildina með Los Angeles FC áður en skórnir fóru á hilluna. Þessi leikja- og markahæsti leikmaður velska landsliðsins frá upphafi hefur aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Á tíma sínum hjá Real Madrid veifaði hann eitt sinn velska fánanum eftir leik landsliðsins þar sem á stóð: „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð,“ og gaf þar með til kynna að hann hefði meiri áhuga á því að slá golfkúlur en að spila knattspyrnu með einu stærsta félagsliði heims. 🏴 Wales ✅⚪ Madrid ✅Now it's time for golf 🏌👀Gareth Bale has announced his first post-retirement venture ⛳More 👇 #BBCGolf— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2023 Bale hefur nú tilkynnt að hann muni taka þátt á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi í byrjun næsta mánaðar, en þar fá áhugagolfarar tækifæri á því að spila með nokkrum af bestu atvinnumönnum heims. Alls munu 156 áhugamenn taka þátt á mótinu með jafn mörgum atvinnumönnum. Meðal þeirra sem mæta til leiks eru þeir Matt Fitzpatrick, Patrick Cantlay og Jordan Spieth. View this post on Instagram A post shared by Gareth Bale (@garethbale11)
Fótbolti Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti