Sigurjón Bragi keppir í Bocuse d´Or Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2023 14:28 Sigurjón Bragi Geirsson er hér annar frá hægri. Aðsend Matreiðslumaðurinn Sigurjón Bragi Geirsson mun keppa fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi næstkomandi sunnudag og mánudag. Í tilkynningu kemur fram að fulltrúar 24 þjóða muni keppa, en þjóðirnar fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið til þess í forkeppni í sinni heimsálfu. Sigurjón Bragi vann keppnina Kokkur ársins 2019 og náði fimmta sæti í Bocuse d´Or Europe í Budapest í Ungverjalandi í október síðastliðnum. Þjálfari Sigurjóns er Sigurður Laufdal, Bocuse d´Or keppandi 2013 og 2021, og aðstoðarmaður Sigurjóns er Guðmundur Bender. Sigurjón er fjórði keppendinn í eldhúsið í Lyon, mánudaginn 23. janúar klukkan 08:52 að staðartíma. Verkefnið er þrír réttir á disk sem verða allir að innihalda grasker og fiskfat þar sem aðalhráefnið er skötuselur, hörpuskel og bláskel. Réttirnir þrír verða að vera bornir á borð fyrir dómnefndina fyrir klukkan 13:39 og fiskrétturinn klukkan 14:14 á íslenskum tíma. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og mun Friðgeir Eiríksson dæma fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi. Seinni part mánudags munu úrslitin svo liggja fyrir. Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í tíu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun. Frakkland Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að fulltrúar 24 þjóða muni keppa, en þjóðirnar fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið til þess í forkeppni í sinni heimsálfu. Sigurjón Bragi vann keppnina Kokkur ársins 2019 og náði fimmta sæti í Bocuse d´Or Europe í Budapest í Ungverjalandi í október síðastliðnum. Þjálfari Sigurjóns er Sigurður Laufdal, Bocuse d´Or keppandi 2013 og 2021, og aðstoðarmaður Sigurjóns er Guðmundur Bender. Sigurjón er fjórði keppendinn í eldhúsið í Lyon, mánudaginn 23. janúar klukkan 08:52 að staðartíma. Verkefnið er þrír réttir á disk sem verða allir að innihalda grasker og fiskfat þar sem aðalhráefnið er skötuselur, hörpuskel og bláskel. Réttirnir þrír verða að vera bornir á borð fyrir dómnefndina fyrir klukkan 13:39 og fiskrétturinn klukkan 14:14 á íslenskum tíma. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og mun Friðgeir Eiríksson dæma fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi. Seinni part mánudags munu úrslitin svo liggja fyrir. Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í tíu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.
Frakkland Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira