Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Ellen Geirsdóttir Håkansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 19. janúar 2023 20:38 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Stöð 2/Sigurjón Ólason Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. Fréttamaður okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir ræddi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um veðrið, lok kuldatíðarinnar og næsta sólarhringinn. Er þessari kuldatíð hér með lokið? „Ja, það má eiginlega segja það. Þar sem við stöndum hérna núna, þá er bú bara frostið tvö stig og það er aðeins farið að blása. Maður finnur að hlýja loftið eða milda loftið, það er að éta sig hérna og vinna sig niður. Þannig að það er útlit fyrir bara mjög snörp umskipti og það strax til morguns hér suðvestanlands. Það byrjar að blása í kvöld og snjóa í nótt og svo fer þetta yfir í slyddu og rigningu og það er verið að gera ráð fyrir því að það verði ansi hvasst svona í kringum fótaferðartíma í fyrramálið, veðrið verði í hámarki milli sex og níu hér suðvestanlands,“ segir Einar. Þá segir hann kviður mögulegar við Kjalarnes og undir Hafnarfjalli og hvetur fólk sem á leið þar hjá til þess að fara varlega. „Eins líka þeir sem þurfa að leggja Hellisheiðina í fyrramálið, að það sé klárt að það sé kominn þýða og allt sé sé opið og greitt. Það sem þarf helst að varast í fyrramálið og á morgun er hálkan á klakabunkunum að fólk fari varlega og misstigi sig ekki. Það er nú svona það helsta og síðan gerum við ráð fyrir því að hérna seinni partinn að þá verði ansi vænar hitatölur, sjö til tíu stiga hiti og jafnvel tíu til tólf fyrir norðan.“ Þetta eru svolítið snörp skipti? „Þetta eru snögg umskipti. Maður hefur svo sem séð þau áður en maður hefði gjarnan viljað, eftir svona langan kuldatíma að hlákan, sem er nú kærkomin, hefði gerst heldur rólegra. Það hefði verið hægara og ljúfara yfirbragð yfir en má segja að verði núna,“ segir Einar að lokum. Viðtalið við Einar má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 02:14. Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Fréttamaður okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir ræddi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um veðrið, lok kuldatíðarinnar og næsta sólarhringinn. Er þessari kuldatíð hér með lokið? „Ja, það má eiginlega segja það. Þar sem við stöndum hérna núna, þá er bú bara frostið tvö stig og það er aðeins farið að blása. Maður finnur að hlýja loftið eða milda loftið, það er að éta sig hérna og vinna sig niður. Þannig að það er útlit fyrir bara mjög snörp umskipti og það strax til morguns hér suðvestanlands. Það byrjar að blása í kvöld og snjóa í nótt og svo fer þetta yfir í slyddu og rigningu og það er verið að gera ráð fyrir því að það verði ansi hvasst svona í kringum fótaferðartíma í fyrramálið, veðrið verði í hámarki milli sex og níu hér suðvestanlands,“ segir Einar. Þá segir hann kviður mögulegar við Kjalarnes og undir Hafnarfjalli og hvetur fólk sem á leið þar hjá til þess að fara varlega. „Eins líka þeir sem þurfa að leggja Hellisheiðina í fyrramálið, að það sé klárt að það sé kominn þýða og allt sé sé opið og greitt. Það sem þarf helst að varast í fyrramálið og á morgun er hálkan á klakabunkunum að fólk fari varlega og misstigi sig ekki. Það er nú svona það helsta og síðan gerum við ráð fyrir því að hérna seinni partinn að þá verði ansi vænar hitatölur, sjö til tíu stiga hiti og jafnvel tíu til tólf fyrir norðan.“ Þetta eru svolítið snörp skipti? „Þetta eru snögg umskipti. Maður hefur svo sem séð þau áður en maður hefði gjarnan viljað, eftir svona langan kuldatíma að hlákan, sem er nú kærkomin, hefði gerst heldur rólegra. Það hefði verið hægara og ljúfara yfirbragð yfir en má segja að verði núna,“ segir Einar að lokum. Viðtalið við Einar má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 02:14.
Veður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira