Ólafur Stephensen og birgðastaðan á dilkakjöti hjá KS Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 18. janúar 2023 07:01 Ólafur Stephensen framkvæmdastóri Félags atvinnurekenda skráir eftirfarandi á facebook síðu sína 17. janúar 2023. „Á bls. 13 í Morgunblaðinu í dag er sagt frá nýjasta stríðsglæp Rússa í Úkraínu, eldflaugaárás á íbúðablokk, þar sem minnst 40 manns létu lífið. Af 75 særðum eru 14 börn. Á forsíðu blaðsins er rætt við sérlegan fulltrúa hryðjuverkaríkisins, Ágúst Andrésson heiðurskonsúl Rússlands og forstöðumann kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, um birgðastöðuna í dilkakjöti. Honum hefur víst enn ekki dottið í hug að afsala sér heiðursnafnbótinni.“ Færsla Ólafs. Það má vel vera að Ólafi finnist að með þessu sé hann að sýna Úkraínumönnum samúð en mér finnst þetta alveg sérlega ósmekkleg og óviðeigandi færsla. Starf ræðismanns (konsúls) hefur ekkert með stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu að gera. Ólafi er hér eins og í fyrri færslum tíðrætt um heiðursnafnbót, en hann veit væntanlega að ræðismenn eru jafnan heiðursræðismenn eða heiðurskonsúll ef þeir þiggja ekki laun fyrir þjónustu sína. Annars eru þeir kallaðir ræðismaður eða konsúll. Hvers vegna beinir Ólafur ekki spjótum sínum að utanríkisráðuneytinu og ríkisstjórninni og hvetur til þess Ísland slíti stjórnmálasambandi við Rússland? Er viðkvæmt mál fyrir Ólaf Stephensen að gagnrýna Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra sjálfstæðisflokksins, sem fer með utanríkismál fyrir að vera með stjórnmálasamband við land sem hann kallar hryðjuverkaríki? Við slit stjórnmálasambands yrði starf konsúls/heiðurskonsúls væntanlega sjálfkrafa lagt miður. Er viðeigandi að manni sem gegnir stöðu Framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að blanda Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsmanni þess í ódæðisverk í Úkraínu þar sem fjöldi manns lætur lífið? Telur Ólafur Stephensen kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga? Hvað kemur þetta svo birgðastöðunni á dilkakjöti hjá KS við? Sjálfur þekki ég Ólaf Stephensen að góðu einu og ég skil samúð hans með Úkraínu en málflutningur hans í þessu máli er óviðeigandi. Höfundur er prófessor hjá Háskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Verslun Rússland Úkraína Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastóri Félags atvinnurekenda skráir eftirfarandi á facebook síðu sína 17. janúar 2023. „Á bls. 13 í Morgunblaðinu í dag er sagt frá nýjasta stríðsglæp Rússa í Úkraínu, eldflaugaárás á íbúðablokk, þar sem minnst 40 manns létu lífið. Af 75 særðum eru 14 börn. Á forsíðu blaðsins er rætt við sérlegan fulltrúa hryðjuverkaríkisins, Ágúst Andrésson heiðurskonsúl Rússlands og forstöðumann kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, um birgðastöðuna í dilkakjöti. Honum hefur víst enn ekki dottið í hug að afsala sér heiðursnafnbótinni.“ Færsla Ólafs. Það má vel vera að Ólafi finnist að með þessu sé hann að sýna Úkraínumönnum samúð en mér finnst þetta alveg sérlega ósmekkleg og óviðeigandi færsla. Starf ræðismanns (konsúls) hefur ekkert með stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu að gera. Ólafi er hér eins og í fyrri færslum tíðrætt um heiðursnafnbót, en hann veit væntanlega að ræðismenn eru jafnan heiðursræðismenn eða heiðurskonsúll ef þeir þiggja ekki laun fyrir þjónustu sína. Annars eru þeir kallaðir ræðismaður eða konsúll. Hvers vegna beinir Ólafur ekki spjótum sínum að utanríkisráðuneytinu og ríkisstjórninni og hvetur til þess Ísland slíti stjórnmálasambandi við Rússland? Er viðkvæmt mál fyrir Ólaf Stephensen að gagnrýna Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra sjálfstæðisflokksins, sem fer með utanríkismál fyrir að vera með stjórnmálasamband við land sem hann kallar hryðjuverkaríki? Við slit stjórnmálasambands yrði starf konsúls/heiðurskonsúls væntanlega sjálfkrafa lagt miður. Er viðeigandi að manni sem gegnir stöðu Framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda að blanda Kaupfélagi Skagfirðinga og starfsmanni þess í ódæðisverk í Úkraínu þar sem fjöldi manns lætur lífið? Telur Ólafur Stephensen kannski að eldflauginni sem lenti á fjölbýlishúsi í Dnipro Úkraínu hafi verið skotið frá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga? Hvað kemur þetta svo birgðastöðunni á dilkakjöti hjá KS við? Sjálfur þekki ég Ólaf Stephensen að góðu einu og ég skil samúð hans með Úkraínu en málflutningur hans í þessu máli er óviðeigandi. Höfundur er prófessor hjá Háskólanum á Akureyri.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar