Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 08:56 Margir hafa bent á að Rússar hafi ekki veigrað sér við að sprengja upp skotmörk 25. desember, þegar flestir Úkraínumanna héldu upp á jólin. AP/Alexei Alexandrov Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. Forsetinn sagði í næturávarpi sínu að markmið vopnahlésins væri eingöngu að gefa Rússum ráðrúm til að koma hermönnum og hergögnum á framlínur átakanna í Donbas. „En hverju mun það skila þeim? Bara frekari aukningu í fjölda látinna,“ sagði hann. Selenskí talaði á rússnesku í stað úkraínsku og sagði að átökin myndu ekki enda fyrr en hermenn Rússlands yfirgæfu Úkraínu sjálfviljugir eða yrði „hent út“ af Úkraínumönnum. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu strax í gær lítið fyrir yfirlýsingar Vladimir Pútín um vopnahlé yfir jólahátíðina og Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þær til marks um að Pútín væri að reyna að „finna súrefni“. Þá hefði honum orðið hugsað til þess að Rússlandsforseti hefði ekki veigrað sér við að sprengja upp sjúkrahús og kirkjur 25. desember, þegar flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir yfirlýsingarnar líklega upplýsingaherferð ætlaða til að sverta orðspor Úkraínu. Pútín geti ekki gert kröfu um að stjórnvöld í Úkraínu samþykki vopnahlé á þessum tíma en Rússar muni í kjölfarið fordæma Úkraínumenn fyrir að vera óviljuga til sátta. Allar líkur séu á að Rússar hyggist nota tímann til að safna vopnum sínum. NEW: #Putin s announcement that Russian forces will conduct a 36-hour ceasefire in observance of Russian Orthodox Christmas is likely an information operation intended to damage #Ukraine s reputation. https://t.co/v9UjOap837 pic.twitter.com/MgBPo2FRQh— ISW (@TheStudyofWar) January 6, 2023 Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Forsetinn sagði í næturávarpi sínu að markmið vopnahlésins væri eingöngu að gefa Rússum ráðrúm til að koma hermönnum og hergögnum á framlínur átakanna í Donbas. „En hverju mun það skila þeim? Bara frekari aukningu í fjölda látinna,“ sagði hann. Selenskí talaði á rússnesku í stað úkraínsku og sagði að átökin myndu ekki enda fyrr en hermenn Rússlands yfirgæfu Úkraínu sjálfviljugir eða yrði „hent út“ af Úkraínumönnum. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu strax í gær lítið fyrir yfirlýsingar Vladimir Pútín um vopnahlé yfir jólahátíðina og Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þær til marks um að Pútín væri að reyna að „finna súrefni“. Þá hefði honum orðið hugsað til þess að Rússlandsforseti hefði ekki veigrað sér við að sprengja upp sjúkrahús og kirkjur 25. desember, þegar flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir yfirlýsingarnar líklega upplýsingaherferð ætlaða til að sverta orðspor Úkraínu. Pútín geti ekki gert kröfu um að stjórnvöld í Úkraínu samþykki vopnahlé á þessum tíma en Rússar muni í kjölfarið fordæma Úkraínumenn fyrir að vera óviljuga til sátta. Allar líkur séu á að Rússar hyggist nota tímann til að safna vopnum sínum. NEW: #Putin s announcement that Russian forces will conduct a 36-hour ceasefire in observance of Russian Orthodox Christmas is likely an information operation intended to damage #Ukraine s reputation. https://t.co/v9UjOap837 pic.twitter.com/MgBPo2FRQh— ISW (@TheStudyofWar) January 6, 2023
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00