Pútín vill jólavopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2023 15:47 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í símanum í dag. AP/Mikhail Klimentyev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. Uppfært 16:18 - Úkraínumenn hafa hafnað vopnahléstillögu Pútíns og segja hana hræsni. Flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin í desember líkt og við Íslendingar. Þá gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á Úkraínu. Í yfirlýsingu frá Kreml segir að margir íbúa á átakasvæðunum í Úkraínu aðhyllist rétttrúnaðarkirkjuna og kalla Rússar eftir því að þessu fólki verði gert kleift að halda upp á jólin. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eftir að Kirill fyrsti, æðstiklerkur rétttrúnaðarkirkjunnar opinberaði ákall sitt eftir vopnahléi fyrr í dag tóku Úkraínumenn ekki vel í það. Kirill hefur verið ötull stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu og hefur meðal annars haldið því fram að syndir þeirra hermanna sem deyja í Úkraínu séu afmáðar. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, segir í tísti að það séu ekki Úkraínumenn sem hafi ráðist á annað land og þeir drepi ekki óbreytta borgara. Það eina sem Úkraínumenn geri sé að berjast gegn innrásar her. Pútín geti fengið sitt tímabundna vopnahlé með því að kalla her sinn frá Úkraínu. First. Ukraine doesn't attack foreign territory & doesn't kill civilians. As RF does. Ukraine destroys only members of the occupation army on its territory...Second. RF must leave the occupied territories - only then will it have a "temporary truce". Keep hypocrisy to yourself.— (@Podolyak_M) January 5, 2023 Ólíklegt er að Úkraínumenn muni virða þetta vopnahlé, ef af því verður, en ráðamenn í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um skipun Pútíns enn. Rússar eru í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu, þó þær hafi lítið hreyfst undanfarnar vikur. Fyrrverandi talskona Selenskís segir að Rússar hafi verið að myrða og pynta Úkraínumenn í meira en tíu mánuði og nú vilji þeir fá vopnahlé til að halda upp á jólin. For 10.5 months the aggressor has been killing and torturing people in my country, destroying infrastructure and human lives. Now the aggressor wants to celebrate Christmas....— Iuliia Mendel (@IuliiaMendel) January 5, 2023 Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga rússneska hermenn á undanförnum dögum og þar á meðal mögulega nokkur hundruð kvaðmenn í árás í Makívka á nýársnótt. Sjá einnig: Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Bleytuveður og meðfylgjandi leðja er sögð hafa komið niður á gagnárásum Úkraínumanna en kólnað hefur síðustu daga og er von á frekara frosti. Talið er að með frostinu geti hersveitir Úkraínumanna gert frekari árásir á Rússa. Vert er að taka fram að lítið er þó staðfest í þessum efnum og Úkraínumenn hafa lítið sem ekkert gefið upp um ætlanir sínar eða raunverulega getu til umfangsmikilla árása á Rússa. Blaðamaður Financial Times í Úkraínu vitnar í sérfræðing í málefnum Rússlands sem segir að að hluta til snúist vopnahlé Pútíns um árásina í Makívka. Top Russia analyst @Stanovaya: Putin s Christmas ceasefire fits into Putin s twisted logic where he is the good guy. But this is partly a consequence of NYE Makiivka attack that killed dozens of Russian mobilized troops. He doesn t want something like that for Christmas. pic.twitter.com/SvvdihzG5K— Christopher Miller (@ChristopherJM) January 5, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Uppfært 16:18 - Úkraínumenn hafa hafnað vopnahléstillögu Pútíns og segja hana hræsni. Flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin í desember líkt og við Íslendingar. Þá gerðu Rússar umfangsmiklar árásir á Úkraínu. Í yfirlýsingu frá Kreml segir að margir íbúa á átakasvæðunum í Úkraínu aðhyllist rétttrúnaðarkirkjuna og kalla Rússar eftir því að þessu fólki verði gert kleift að halda upp á jólin. Sjá einnig: Pyntingar á pyntingar ofan Eftir að Kirill fyrsti, æðstiklerkur rétttrúnaðarkirkjunnar opinberaði ákall sitt eftir vopnahléi fyrr í dag tóku Úkraínumenn ekki vel í það. Kirill hefur verið ötull stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu og hefur meðal annars haldið því fram að syndir þeirra hermanna sem deyja í Úkraínu séu afmáðar. Sjá einnig: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, segir í tísti að það séu ekki Úkraínumenn sem hafi ráðist á annað land og þeir drepi ekki óbreytta borgara. Það eina sem Úkraínumenn geri sé að berjast gegn innrásar her. Pútín geti fengið sitt tímabundna vopnahlé með því að kalla her sinn frá Úkraínu. First. Ukraine doesn't attack foreign territory & doesn't kill civilians. As RF does. Ukraine destroys only members of the occupation army on its territory...Second. RF must leave the occupied territories - only then will it have a "temporary truce". Keep hypocrisy to yourself.— (@Podolyak_M) January 5, 2023 Ólíklegt er að Úkraínumenn muni virða þetta vopnahlé, ef af því verður, en ráðamenn í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um skipun Pútíns enn. Rússar eru í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu, þó þær hafi lítið hreyfst undanfarnar vikur. Fyrrverandi talskona Selenskís segir að Rússar hafi verið að myrða og pynta Úkraínumenn í meira en tíu mánuði og nú vilji þeir fá vopnahlé til að halda upp á jólin. For 10.5 months the aggressor has been killing and torturing people in my country, destroying infrastructure and human lives. Now the aggressor wants to celebrate Christmas....— Iuliia Mendel (@IuliiaMendel) January 5, 2023 Úkraínumenn segjast hafa fellt fjölmarga rússneska hermenn á undanförnum dögum og þar á meðal mögulega nokkur hundruð kvaðmenn í árás í Makívka á nýársnótt. Sjá einnig: Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Bleytuveður og meðfylgjandi leðja er sögð hafa komið niður á gagnárásum Úkraínumanna en kólnað hefur síðustu daga og er von á frekara frosti. Talið er að með frostinu geti hersveitir Úkraínumanna gert frekari árásir á Rússa. Vert er að taka fram að lítið er þó staðfest í þessum efnum og Úkraínumenn hafa lítið sem ekkert gefið upp um ætlanir sínar eða raunverulega getu til umfangsmikilla árása á Rússa. Blaðamaður Financial Times í Úkraínu vitnar í sérfræðing í málefnum Rússlands sem segir að að hluta til snúist vopnahlé Pútíns um árásina í Makívka. Top Russia analyst @Stanovaya: Putin s Christmas ceasefire fits into Putin s twisted logic where he is the good guy. But this is partly a consequence of NYE Makiivka attack that killed dozens of Russian mobilized troops. He doesn t want something like that for Christmas. pic.twitter.com/SvvdihzG5K— Christopher Miller (@ChristopherJM) January 5, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira