Óskar Hrafn um Klæmint: Við höfum saknað þess að hafa hreinræktaða níu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2022 08:31 Klæmint Olsen fagnar marki sínu á móti Spáni í undankeppni EM. Getty/Boris Streubel Færeyski markaskorarinn Klæmint Andrasson Olsen er orðinn leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks en hann kemur til Blika á eins árs lánsamningi og skiptir úr Betri deildinni í Færeyjum yfir í Bestu deildina á Íslandi. Klæmint hefur leikið 373 leiki fyrir NSI í Betri deildinni í Færeyjum og skorað í þeim 230 mörk. Hann varð fyrstur til að skora tvö hundruð mörk í efstu deild í Færeyjum, hefur orðið markakóngur deildarinnar sex sinnum og er markahæsti landsliðsmaður Færeyja frá upphafi með tíu mörk. Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Blika, um nýja leikmanninn. „Hann gefur okkur bara gæði inn í teignum. Þetta er margreyndur markaskorari með mikla reynslu, bæði úr færeysku deildinni en síðan hefur hann líka skorað og staðið sig í Evrópukeppninni með NSÍ Runavík,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Við búumst við að við fáum markaskorara og svona sanna níu,“ sagði Óskar Hrafn. Þetta er annar Færeyingurinn á stuttum tíma sem kemur til Breiðabliks því áður hafði liðið fengið Patrik Johannesen frá Keflavík. Eru hann og Klæmint líkir leikmenn? „Nei, eina sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir eru Færeyingar. Patrik er allt öðruvísi því hann vinnur meira fyrir aftan Klæmint og í rauninni alhliða sóknarmaður. Hann getur líka spilað framarlega á miðjunni,“ sagði Óskar Hrafn. „Við sjáum þá ekki sem sama leikmanninn því Klæmint er hreinræktuð nía sem við höfum ekki haft síðan að Árni Vil var. Árni var kannski ekki einu sinni hreinræktuð nía því hann gerði margt annað. Ég myndi því segja síðan Thomas Mikkelsen fór af landi brott,“ sagði Óskar. „Við höfum saknað þess að hafa svoleiðis mann og þótt að Ísak [Snær Þorvaldsson] væri frábær í teignum þá var hann heldur ekki hreinræktuð nía. Þetta er vonandi enn eitt vopnið í vopnabúrið okkar,“ sagði Óskar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Klæmint hefur leikið 373 leiki fyrir NSI í Betri deildinni í Færeyjum og skorað í þeim 230 mörk. Hann varð fyrstur til að skora tvö hundruð mörk í efstu deild í Færeyjum, hefur orðið markakóngur deildarinnar sex sinnum og er markahæsti landsliðsmaður Færeyja frá upphafi með tíu mörk. Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Blika, um nýja leikmanninn. „Hann gefur okkur bara gæði inn í teignum. Þetta er margreyndur markaskorari með mikla reynslu, bæði úr færeysku deildinni en síðan hefur hann líka skorað og staðið sig í Evrópukeppninni með NSÍ Runavík,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. „Við búumst við að við fáum markaskorara og svona sanna níu,“ sagði Óskar Hrafn. Þetta er annar Færeyingurinn á stuttum tíma sem kemur til Breiðabliks því áður hafði liðið fengið Patrik Johannesen frá Keflavík. Eru hann og Klæmint líkir leikmenn? „Nei, eina sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir eru Færeyingar. Patrik er allt öðruvísi því hann vinnur meira fyrir aftan Klæmint og í rauninni alhliða sóknarmaður. Hann getur líka spilað framarlega á miðjunni,“ sagði Óskar Hrafn. „Við sjáum þá ekki sem sama leikmanninn því Klæmint er hreinræktuð nía sem við höfum ekki haft síðan að Árni Vil var. Árni var kannski ekki einu sinni hreinræktuð nía því hann gerði margt annað. Ég myndi því segja síðan Thomas Mikkelsen fór af landi brott,“ sagði Óskar. „Við höfum saknað þess að hafa svoleiðis mann og þótt að Ísak [Snær Þorvaldsson] væri frábær í teignum þá var hann heldur ekki hreinræktuð nía. Þetta er vonandi enn eitt vopnið í vopnabúrið okkar,“ sagði Óskar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira