„Þetta eru plástrar á svöðusár“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2022 15:21 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í gær vegna kjarasamninga sýni að hún geri sér enga grein fyrir því hversu slæmt ástandið sé á mörgum heimilum hér á landi Fólk með meðaltekjur eða minna ráði ekki við að greiða mánaðarlega hundrað og þrjátíu þúsund krónur aukalega í vaxtakostnað. „Þetta eru plástrar á svöðusár,“ segir Ásthildur sem segir aðgerðirnar ekki ráðast að vandanum. „Sem er náttúrulega fyrst og fremst þessi gríðarlegi hái húsnæðiskostnaður sem er að sliga einstaklinga og heimili og það er ekkert gert til að minnka hann til dæmis með því að koma böndum á vaxtahækkanir og óhóflegar hækkanir á leiguverði. Staðreyndin er nefnilega sú að bæði vaxtabætur og húsnæðisbætur ýta undir hækkanir og eru fé frá ríkinu beint til fjármagnseigenda hvort sem er banka-eða leigusala.“ Ástandið mannanna verk Ásthildur segir að staðan á húsnæðismarkaði séu mannanna verk. „Það er hvorki lögmál né bundið í lög að Seðlabankinn þurfi að ráðast gegn verðbólgunni með meðulum sem eru miklu verri en verðbólgan sjálf. Gríðarlegar hækkanir á húsnæðiskostnaði eru helsti vandi heimila og fyrirtækja og það er algjörlega heimatilbúinn og manngerður vandi og ég hefði viljað sjá ríkisstjórnina tryggja heimilin fyrir ágangi bæði leigusala og banka með loforði um að enginn muni missa heimili sitt þrátt fyrir tímabundna greiðsluerfiðleika. Þetta er tímabundið ástað og ríkisstjórninni ber skylda til að verja heimilin.“ Vinnuhópur hjálpi ekki þeim sem verst standa Hún gefur lítið fyrir að verkalýðshreyfingunni sé boðið að vera með í starfshópi um stöðu leigjenda. „Hjálpin þarf að berast strax. Það að fara í einhvern vinnuhóp núna er ekki að fara að hjálpa þeim sem eru í mestum vanda og ég vil bara minna á, sem formaður hagsmunasamtaka heimilanna, að við vöruðum við nákvæmlega þessu strax í mars 2020. Það eru næstum því þrjú ár síðan og allt sem við sögðum þá er núna komið fram. Af hverju hefur ríkisstjórnin bara flotið sofandi að feigðarósi og ætlar núna að fara að skoða málin? Það er bara of seint eða það er allavega gríðarlega seint í rassinn gripið þó allt sé betra en ekkert.“ Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Fólk með meðaltekjur eða minna ráði ekki við að greiða mánaðarlega hundrað og þrjátíu þúsund krónur aukalega í vaxtakostnað. „Þetta eru plástrar á svöðusár,“ segir Ásthildur sem segir aðgerðirnar ekki ráðast að vandanum. „Sem er náttúrulega fyrst og fremst þessi gríðarlegi hái húsnæðiskostnaður sem er að sliga einstaklinga og heimili og það er ekkert gert til að minnka hann til dæmis með því að koma böndum á vaxtahækkanir og óhóflegar hækkanir á leiguverði. Staðreyndin er nefnilega sú að bæði vaxtabætur og húsnæðisbætur ýta undir hækkanir og eru fé frá ríkinu beint til fjármagnseigenda hvort sem er banka-eða leigusala.“ Ástandið mannanna verk Ásthildur segir að staðan á húsnæðismarkaði séu mannanna verk. „Það er hvorki lögmál né bundið í lög að Seðlabankinn þurfi að ráðast gegn verðbólgunni með meðulum sem eru miklu verri en verðbólgan sjálf. Gríðarlegar hækkanir á húsnæðiskostnaði eru helsti vandi heimila og fyrirtækja og það er algjörlega heimatilbúinn og manngerður vandi og ég hefði viljað sjá ríkisstjórnina tryggja heimilin fyrir ágangi bæði leigusala og banka með loforði um að enginn muni missa heimili sitt þrátt fyrir tímabundna greiðsluerfiðleika. Þetta er tímabundið ástað og ríkisstjórninni ber skylda til að verja heimilin.“ Vinnuhópur hjálpi ekki þeim sem verst standa Hún gefur lítið fyrir að verkalýðshreyfingunni sé boðið að vera með í starfshópi um stöðu leigjenda. „Hjálpin þarf að berast strax. Það að fara í einhvern vinnuhóp núna er ekki að fara að hjálpa þeim sem eru í mestum vanda og ég vil bara minna á, sem formaður hagsmunasamtaka heimilanna, að við vöruðum við nákvæmlega þessu strax í mars 2020. Það eru næstum því þrjú ár síðan og allt sem við sögðum þá er núna komið fram. Af hverju hefur ríkisstjórnin bara flotið sofandi að feigðarósi og ætlar núna að fara að skoða málin? Það er bara of seint eða það er allavega gríðarlega seint í rassinn gripið þó allt sé betra en ekkert.“
Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49 Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23 Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Leigusalar hirði hækkun húsnæðisbóta ef engin er leigubremsan Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga sé ekki að finna leigubremsu. Hækkun bóta og húsnæðisstuðningur muni einfaldlega renna til fjármagnseigenda ef leigubremsa er ekki innleidd á sama tíma. 13. desember 2022 13:49
Fleiri fá barnabætur og húsnæðisbætur hækka Stjórnvöld kynntu á blaðamannafundi á þriðja tímanum aðgerðir sem ráðist verður í vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Gerðar verða kerfisbreytingar á barnabótakerfinu og það einfaldað til muna. Húsnæðisbætur leigjenda hækka um 13,8% í upphafi næsta árs auk þess sem tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%. 12. desember 2022 15:23
Boða til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf þrjú Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. 12. desember 2022 11:57