Ógiftir mega enn njóta ásta á Balí Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 07:36 Erlendir ferðamenn eru helsta tekjulind eyjaskeggja á Balí. Ríkisstjóri eyjarinnar vill fullvissa ógifta ferðamenn um að þeir verði ekki sóttir til saka fyrir að deila sæng þar. Vísir/EPA Ríkisstjóri indónesísku eyjarinnar Balí fullyrðir að nýsamþykkt lög sem banna kynlíf utan hjónabands muni ekki hafa áhrif á erlenda ferðamenn þar. Eyjan á allt sitt undir ferðaþjónustu en áhyggjuraddir hafa heyrst um að lögin gætu fælt frá ferðamenn. Indónesíska þingið samþykkti breytingar á hegningarlögum sem gera það bæði refsivert að stunda kynlíf utan hjónabands og banna ógiftu fólki að búa saman í síðustu viku. Þingmenn sögðu breytingarnar mikilvægar til að standa vörð um „indónesísk gildi“. Wayan Koster, ríkisstjóri Balí, lýsti því yfir í gær að þeir sem heimsækja eða búa á Balí þurfi ekki að hafa áhyggjur af nýju lögunum. Þau taki ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár en auk þess verði fólk aðeins sótt til saka á grundvelli kvartana frá foreldrum, maka eða barni. Reyndi hann að fullvissa erlenda ferðalanga um að hjúskaparstaða fólks yrði ekki könnuð sérstaklega við innritun á hótelum, íbúðum, gistihúsum eða heilsulindum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagði Koster ekkert hæft í fréttum um afbókanir á ferðum og hótelgistingu á eyjunni eftir að lögin voru samþykkt. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjur af því að nýju hegningarlögin ógni borgararéttindum fólks. Lögin leggja einnig bann við því að móðga forseta landsins, þjóðfánann og ríkisstofnanir. Indónesía Kynlíf Ferðalög Trúmál Tengdar fréttir Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi. 6. desember 2022 07:32 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Indónesíska þingið samþykkti breytingar á hegningarlögum sem gera það bæði refsivert að stunda kynlíf utan hjónabands og banna ógiftu fólki að búa saman í síðustu viku. Þingmenn sögðu breytingarnar mikilvægar til að standa vörð um „indónesísk gildi“. Wayan Koster, ríkisstjóri Balí, lýsti því yfir í gær að þeir sem heimsækja eða búa á Balí þurfi ekki að hafa áhyggjur af nýju lögunum. Þau taki ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár en auk þess verði fólk aðeins sótt til saka á grundvelli kvartana frá foreldrum, maka eða barni. Reyndi hann að fullvissa erlenda ferðalanga um að hjúskaparstaða fólks yrði ekki könnuð sérstaklega við innritun á hótelum, íbúðum, gistihúsum eða heilsulindum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sagði Koster ekkert hæft í fréttum um afbókanir á ferðum og hótelgistingu á eyjunni eftir að lögin voru samþykkt. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjur af því að nýju hegningarlögin ógni borgararéttindum fólks. Lögin leggja einnig bann við því að móðga forseta landsins, þjóðfánann og ríkisstofnanir.
Indónesía Kynlíf Ferðalög Trúmál Tengdar fréttir Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi. 6. desember 2022 07:32 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Kynlíf utan hjónabands bannað í Indónesíu Þingið í Indónesíu samþykkti í morgun breytingar á hegningarlögum á þann veg að allt kynlíf utan hjónabands hefur verið gert ólöglegt í landinu og gætu slík brot varðað allt að árs fangelsi. 6. desember 2022 07:32