Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 09:37 Hin gríska Eva Kaili er ein fjórtán varaforseta Evrópuþingsins. Getty/Vladimir Rys Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. Belgíska lögreglan gerði í gær húsleit á sextán heimilum og hneppti fjóra einstaklinga í gæsluvarðhald. Talið er að einstaklingarnir hafi tekið þátt í þrýstihópsstarfsemi fyrir Katar í aðdragandanum að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer þar í landi um þessar mundir. Í grein Politico um málið segir að Katarar hafi greitt meðlimum Evrópuþingsins og öðru áhrifafólki innan Evrópusambandsins mútur og gefið þeim gjafir ef þau myndi takmarka gagnrýni sína á Katar og ekki taka þátt í efnahagslegum aðgerðum gegn ríkinu. Við húsleitirnar lagði lögreglan hald á tæplega níutíu milljónir króna, farsíma og annan tölvubúnað. Lögreglan telur að um nokkurt skeið hafi katörsk yfirvöld haft áhrif á ýmis mál innan Evrópusambandsins í gegnum fólkið. Kaili er sú valdamesta af þeim sem gerð húsleit var hjá en hún situr á þinginu fyrir vinstri flokkinn Sósíalistar og demókratar. Þá hefur hún verið meðlimur gríska flokksins Pasok. Henni hefur verið vikið úr báðum flokkum. Meðal þess sem Kaili sagði á þinginu var að Katarar væru „framúrskarandi í réttindum verkamanna“ eftir að hafa hitt vinnumálaráðherra landsins. Hvorki Kaili né yfirvöld í Katar hafa viljað svara fjölmiðlum um málið hingað til. Evrópusambandið Grikkland HM 2022 í Katar Belgía Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Belgíska lögreglan gerði í gær húsleit á sextán heimilum og hneppti fjóra einstaklinga í gæsluvarðhald. Talið er að einstaklingarnir hafi tekið þátt í þrýstihópsstarfsemi fyrir Katar í aðdragandanum að heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer þar í landi um þessar mundir. Í grein Politico um málið segir að Katarar hafi greitt meðlimum Evrópuþingsins og öðru áhrifafólki innan Evrópusambandsins mútur og gefið þeim gjafir ef þau myndi takmarka gagnrýni sína á Katar og ekki taka þátt í efnahagslegum aðgerðum gegn ríkinu. Við húsleitirnar lagði lögreglan hald á tæplega níutíu milljónir króna, farsíma og annan tölvubúnað. Lögreglan telur að um nokkurt skeið hafi katörsk yfirvöld haft áhrif á ýmis mál innan Evrópusambandsins í gegnum fólkið. Kaili er sú valdamesta af þeim sem gerð húsleit var hjá en hún situr á þinginu fyrir vinstri flokkinn Sósíalistar og demókratar. Þá hefur hún verið meðlimur gríska flokksins Pasok. Henni hefur verið vikið úr báðum flokkum. Meðal þess sem Kaili sagði á þinginu var að Katarar væru „framúrskarandi í réttindum verkamanna“ eftir að hafa hitt vinnumálaráðherra landsins. Hvorki Kaili né yfirvöld í Katar hafa viljað svara fjölmiðlum um málið hingað til.
Evrópusambandið Grikkland HM 2022 í Katar Belgía Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira