Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2022 14:00 Annar mannanna í dag. Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. Ákæran var birt mönnunum tveimur rétt fyrir hádegi í dag. Annar þeirra er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og vopnalagabrot. Hinn er ákærður fyrir hlutdeild í tilraun til hryðjuverka, vopnalagabrot og minniháttar fíkniefnabrot. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannsins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé furðu lostinn yfir ákærunni. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa,“ segir Sveinn Andri. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Svein Andra í heild sinni. Hann vill meina að þarna hafi lögreglan gengið allt of langt. Eina tilraunin í þessu máli sé sú tilraun að reyna að rústa lífi tveggja ungra manna. „Það er meðal annars byggt á vopnum sem þeir hafa sankað að sér. Minn umbjóðandi var ekki tekinn með nein vopn. Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur,“ segir Sveinn Andri. Hann segir að á þessu verði að taka eins og hverju öðru hundsbiti. Fyrst verði skoðað hvort ekki verði krafist frávísunar þar sem ákæran er mjög óljós. „Þetta er bara rugl, skelfilegt. Búið að setja líf tveggja ungra manna á hliðina útaf einhverju egói. Þeir fóru offari í upphafi og allar aðgerðir miða af því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september,“ segir Sveinn Andri. 100. gr. a. Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar: 1. manndráp skv. 211. gr., 2. líkamsárás skv. 218. gr., 3. frelsissviptingu skv. 226. gr., 4. raskar umferðaröryggi skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni, 5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr., 6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr. Sömu refsingu skal sá sæta sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot sem talin eru í 1. mgr. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. 20. október 2022 11:29 Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11 Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. 7. nóvember 2022 20:22 Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Ákæran var birt mönnunum tveimur rétt fyrir hádegi í dag. Annar þeirra er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og vopnalagabrot. Hinn er ákærður fyrir hlutdeild í tilraun til hryðjuverka, vopnalagabrot og minniháttar fíkniefnabrot. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannsins, segir í samtali við fréttastofu að hann sé furðu lostinn yfir ákærunni. „Þeir eru ákærðir fyrir ótilgreind brot gegn ótilgreindum hópi á ótilgreindum tíma milli maí og september. Þetta er eins loðið og bakið á simpansa,“ segir Sveinn Andri. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Svein Andra í heild sinni. Hann vill meina að þarna hafi lögreglan gengið allt of langt. Eina tilraunin í þessu máli sé sú tilraun að reyna að rústa lífi tveggja ungra manna. „Það er meðal annars byggt á vopnum sem þeir hafa sankað að sér. Minn umbjóðandi var ekki tekinn með nein vopn. Það er talað um vopnaframleiðslu. Þetta eru örugglega fyrstu hryðjuverkamennirnir sem sanka að sér vopnum og selja þau áður en hryðjuverkin eru framin. Það er mjög sérstakur undirbúningur,“ segir Sveinn Andri. Hann segir að á þessu verði að taka eins og hverju öðru hundsbiti. Fyrst verði skoðað hvort ekki verði krafist frávísunar þar sem ákæran er mjög óljós. „Þetta er bara rugl, skelfilegt. Búið að setja líf tveggja ungra manna á hliðina útaf einhverju egói. Þeir fóru offari í upphafi og allar aðgerðir miða af því að réttlæta það frumhlaup sem átti sér stað í september,“ segir Sveinn Andri. 100. gr. a. Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar: 1. manndráp skv. 211. gr., 2. líkamsárás skv. 218. gr., 3. frelsissviptingu skv. 226. gr., 4. raskar umferðaröryggi skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni, 5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr., 6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr. Sömu refsingu skal sá sæta sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot sem talin eru í 1. mgr. Fréttin hefur verið uppfærð.
100. gr. a. Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar: 1. manndráp skv. 211. gr., 2. líkamsárás skv. 218. gr., 3. frelsissviptingu skv. 226. gr., 4. raskar umferðaröryggi skv. 1. mgr. 168. gr., truflar rekstur almennra samgöngutækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veldur stórfelldum eignaspjöllum skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru framin á þann hátt að mannslífum sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjárhagslegu tjóni, 5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða veitist að mönnum sem staddir eru í flughöfn ætlaðri alþjóðlegri flugumferð skv. 3. mgr. 165. gr., 6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veldur sprengingu, útbreiðslu skaðlegra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreiðar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slíkra farar- eða flutningatækja skv. 1. mgr. 165. gr., veldur almennum skorti á drykkjarvatni eða setur skaðleg efni í vatnsból eða vatnsleiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða lætur eitruð eða önnur hættuleg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða almennrar notkunar, skv. 1. mgr. 171. gr. Sömu refsingu skal sá sæta sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot sem talin eru í 1. mgr.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. 20. október 2022 11:29 Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11 Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. 7. nóvember 2022 20:22 Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Sjá meira
Misheppnað grín og segir enga hryðjuverkamenn á ferðinni Verjandi annars mannanna, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagningu hryðjuverks, segir hann meinleysisgrey sem ekki gæti gert flugu mein. Hann segist enga trú hafa á að mennirnir tveir verði ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverks. 20. október 2022 11:29
Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. 17. október 2022 16:11
Faðir ríkislögreglustjóra í skýrslutöku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyldmenni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“ Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans. 7. nóvember 2022 20:22
Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39