Skora á matvælaráðherra að banna laxeldi í opnum sjókvíum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2022 09:48 Arnarlax var sektað um 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldum um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Tuttugu og fimm fyrirtæki og samtök náttúruunnenda skora á matvælaráðherra að stöðva laxeldi í opnum sjókvíum áður en það „verður um seinan“ og kalla eftir trúverðugri áætlun sem miðar að því að banna alfarið laxeldi í sjókvíum hér við land. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vísað til þess að um 80 þúsund norskir eldislaxar hafi sloppið úr opinni sjókví Arnarlax á Vestfjörðum en íslenski laxastofninn telji um 50 þúsund laxa. Um sé að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“ sem muni hafa alvarleg erfðafræðileg áhrif á villta laxastofna á Íslandi. „Slysasleppingin er enn fremur staðfesting þess að fögur fyrirheit fyrirtækja í sjókvíaeldi eru fölsk og opinberar hún einnig skeytingarleysi fyrirtækisins gagnvart hagsmunum náttúrunnar þegar ákveðið er að mótmæla sektargreiðslunni,“ segir í tilkynningunni. Erfðamengun villtra stofna sé „óafturkræft umhverfisslys“. Þá séu um 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur frá laxveiðiám og veiðin skapi margfalt fleiri störf en sjókvíaeldið muni nokkurn tímann gera. Efnahagslegt virði lax- og silungsveiða nemi 13,5 milljörðum króna árlega. Samtökin spyrja að því af hverju stjórnvöld á Íslandi séu að gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir þjóðarinnar. „Það er ljóst að ef stjórnvöld hafa raunverulegan áhuga á að vernda villta laxastofna og náttúru Íslands, þá þarf að stöðva fiskeldi í opnum sjókvíum. Á meðan verið er að stunda sjókvíaeldi á Íslandi þarf að gera það eftir allra ströngustu stöðlum. Þar ber helst að nefna NASCO staðlana sem ítrekað hafa verið sendir á stjórnvöld. Undirrituð samtök og fyrirtæki skora á matvælaráðherra að innleiða þessa staðla og gefa engan afslátt af þeim á meðan verið er að stunda þessa mengandi starfsemi í fjörðum landsins.“ Samtökin og fyrirtækin sem um ræðir eru: NASF á Íslandi, Landssamband Veiðifélaga, Icelandic Wildlife Fund, Laxinn Lifi, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir Umhverfissinnar, Lax-á, Veiðiflugur, Veiðivön, Höklar, Six Rivers Project, Stóra-Laxá, Fuss, Laxá á Ásum, Starir, Miðfjarðará, Eleven Experience, Norðurá, Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR), Hreggnasi, Vatnsdalsá, Veiðifélagið, Fish Partner og Flugubúllan. Fiskeldi Umhverfismál Matvælaframleiðsla Landbúnaður Sjávarútvegur Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. 13. október 2022 23:05 Grunur um að eldislax hafi sloppið út í náttúru Vestfjarða Grunur er um að laxar, sem veiddir voru á Vestfjörðum, séu úr eldiskvíum. Tilkynning barst Matvælastofnun um laxana á föstudag og er málið nú til rannsóknar. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vísað til þess að um 80 þúsund norskir eldislaxar hafi sloppið úr opinni sjókví Arnarlax á Vestfjörðum en íslenski laxastofninn telji um 50 þúsund laxa. Um sé að ræða „grafalvarlegt umhverfisslys“ sem muni hafa alvarleg erfðafræðileg áhrif á villta laxastofna á Íslandi. „Slysasleppingin er enn fremur staðfesting þess að fögur fyrirheit fyrirtækja í sjókvíaeldi eru fölsk og opinberar hún einnig skeytingarleysi fyrirtækisins gagnvart hagsmunum náttúrunnar þegar ákveðið er að mótmæla sektargreiðslunni,“ segir í tilkynningunni. Erfðamengun villtra stofna sé „óafturkræft umhverfisslys“. Þá séu um 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur frá laxveiðiám og veiðin skapi margfalt fleiri störf en sjókvíaeldið muni nokkurn tímann gera. Efnahagslegt virði lax- og silungsveiða nemi 13,5 milljörðum króna árlega. Samtökin spyrja að því af hverju stjórnvöld á Íslandi séu að gefa erlendum stórfyrirtækjum auðlindir þjóðarinnar. „Það er ljóst að ef stjórnvöld hafa raunverulegan áhuga á að vernda villta laxastofna og náttúru Íslands, þá þarf að stöðva fiskeldi í opnum sjókvíum. Á meðan verið er að stunda sjókvíaeldi á Íslandi þarf að gera það eftir allra ströngustu stöðlum. Þar ber helst að nefna NASCO staðlana sem ítrekað hafa verið sendir á stjórnvöld. Undirrituð samtök og fyrirtæki skora á matvælaráðherra að innleiða þessa staðla og gefa engan afslátt af þeim á meðan verið er að stunda þessa mengandi starfsemi í fjörðum landsins.“ Samtökin og fyrirtækin sem um ræðir eru: NASF á Íslandi, Landssamband Veiðifélaga, Icelandic Wildlife Fund, Laxinn Lifi, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ungir Umhverfissinnar, Lax-á, Veiðiflugur, Veiðivön, Höklar, Six Rivers Project, Stóra-Laxá, Fuss, Laxá á Ásum, Starir, Miðfjarðará, Eleven Experience, Norðurá, Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR), Hreggnasi, Vatnsdalsá, Veiðifélagið, Fish Partner og Flugubúllan.
Fiskeldi Umhverfismál Matvælaframleiðsla Landbúnaður Sjávarútvegur Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. 13. október 2022 23:05 Grunur um að eldislax hafi sloppið út í náttúru Vestfjarða Grunur er um að laxar, sem veiddir voru á Vestfjörðum, séu úr eldiskvíum. Tilkynning barst Matvælastofnun um laxana á föstudag og er málið nú til rannsóknar. 30. ágúst 2022 11:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. 13. október 2022 23:05
Grunur um að eldislax hafi sloppið út í náttúru Vestfjarða Grunur er um að laxar, sem veiddir voru á Vestfjörðum, séu úr eldiskvíum. Tilkynning barst Matvælastofnun um laxana á föstudag og er málið nú til rannsóknar. 30. ágúst 2022 11:00