Samstaða náðist um loftslagshamfarasjóð Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. nóvember 2022 00:03 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun. Tinna er annar tveggja fulltrúa ungra umhverfissinna á loftslagsráðstefnunni COP 27 en á fimmta tug íslenskra fulltrúa sækja ráðstefnuna. Í samtali við fréttastofu segir Tinna að það hafi náðst söguleg samstaða um það að stofna loftslagshamfarasjóð. Sjóðurinn muni veita fjármagn til ríkja sem eru í viðkvæmri stöðu vegna afleiðinga loftslagsbreytinga, þarna sé verið að tala um flóð, þurrka og fellibyli. Ekki sé enn ljóst hvaða ríki falli undir kröfur sjóðsins. „Sjóðurinn er vegna tapa og tjóna sem eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þetta er búin að vera krafa lengi og sérstaklega hávær núna,“ segir Tinna. Mikilvægt að stíga ekki skref til baka Þrátt fyrir samstöðuna sem ríki um fyrrnefndan sjóð segir Tinna pattstöðu ríkja í nokkrum málaflokkum. „Þarna er verið að ræða um að við séum ekki að fara að stíga skref til baka frá því sem var samþykkt á COP26 í Glasgow í fyrra. Að við séum jafn sterk í orðalaginu um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráðu. Fólk vill hafa inni í textanum að hnattræn hlýnun þurfi að ná hámarki í seinasta lagi árið 2025,“ segir Tinna. Hún nefnir að einnig sé á um orðalag varðandi hvernig eigi að „fasa niður“ notkun á kolum en í samþykktinni sé enn sama orðalag og samþykkt var í Glasgow. „Það er búið að vera mikið ákall núna frá mörgum ríkjum núna, meðal annars Noregi að þarna sé einnig átt við olíu og gas,“ segir Tinna. „Við verðum bara að sjá hvað gerist“ Að hennar sögn vill Sádí Arabía að þessi klausa sé tekin út úr samþykktinni. Þau haldi því fram að málið snúist einungis um losun yfirhöfuð en ekki ákveðna losunarvalda. Annað innan ráðstefnunnar vilji herða orðalag klausunnar úr því að fasa niður í að fasa út ásamt því að hún innihaldi allt jarðefnaeldsneyti. „Mismunandi sjónarhorn hafa stangast á hérna í svo rosalega langan tíma. Þegar við náum þessari samstöðu um loftslagshamfarasjóðinn þá fannst manni svona eins og það gæti keyrt aðra hluti áfram. Á móti kemur er enn þá mikil tregða hvað varðar samdrátt í losun og sömuleiðis hvað varðar jarðeldsneyti þannig það er farið að hægjast aðeins á þessum anda og hraða um það að klára þetta sem mér fannst vera áður. Við verðum bara að sjá hvað gerist,“ segir Tinna. Hún segir lokasamþykkt þingsins birtast í kvöld og vonandi verði allt samþykkt í kjölfarið. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Egyptaland Tengdar fréttir Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10. nóvember 2022 07:45 Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. 17. nóvember 2022 23:37 Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námsskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Tinna er annar tveggja fulltrúa ungra umhverfissinna á loftslagsráðstefnunni COP 27 en á fimmta tug íslenskra fulltrúa sækja ráðstefnuna. Í samtali við fréttastofu segir Tinna að það hafi náðst söguleg samstaða um það að stofna loftslagshamfarasjóð. Sjóðurinn muni veita fjármagn til ríkja sem eru í viðkvæmri stöðu vegna afleiðinga loftslagsbreytinga, þarna sé verið að tala um flóð, þurrka og fellibyli. Ekki sé enn ljóst hvaða ríki falli undir kröfur sjóðsins. „Sjóðurinn er vegna tapa og tjóna sem eru afleiðingar loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þetta er búin að vera krafa lengi og sérstaklega hávær núna,“ segir Tinna. Mikilvægt að stíga ekki skref til baka Þrátt fyrir samstöðuna sem ríki um fyrrnefndan sjóð segir Tinna pattstöðu ríkja í nokkrum málaflokkum. „Þarna er verið að ræða um að við séum ekki að fara að stíga skref til baka frá því sem var samþykkt á COP26 í Glasgow í fyrra. Að við séum jafn sterk í orðalaginu um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5 gráðu. Fólk vill hafa inni í textanum að hnattræn hlýnun þurfi að ná hámarki í seinasta lagi árið 2025,“ segir Tinna. Hún nefnir að einnig sé á um orðalag varðandi hvernig eigi að „fasa niður“ notkun á kolum en í samþykktinni sé enn sama orðalag og samþykkt var í Glasgow. „Það er búið að vera mikið ákall núna frá mörgum ríkjum núna, meðal annars Noregi að þarna sé einnig átt við olíu og gas,“ segir Tinna. „Við verðum bara að sjá hvað gerist“ Að hennar sögn vill Sádí Arabía að þessi klausa sé tekin út úr samþykktinni. Þau haldi því fram að málið snúist einungis um losun yfirhöfuð en ekki ákveðna losunarvalda. Annað innan ráðstefnunnar vilji herða orðalag klausunnar úr því að fasa niður í að fasa út ásamt því að hún innihaldi allt jarðefnaeldsneyti. „Mismunandi sjónarhorn hafa stangast á hérna í svo rosalega langan tíma. Þegar við náum þessari samstöðu um loftslagshamfarasjóðinn þá fannst manni svona eins og það gæti keyrt aðra hluti áfram. Á móti kemur er enn þá mikil tregða hvað varðar samdrátt í losun og sömuleiðis hvað varðar jarðeldsneyti þannig það er farið að hægjast aðeins á þessum anda og hraða um það að klára þetta sem mér fannst vera áður. Við verðum bara að sjá hvað gerist,“ segir Tinna. Hún segir lokasamþykkt þingsins birtast í kvöld og vonandi verði allt samþykkt í kjölfarið.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Egyptaland Tengdar fréttir Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10. nóvember 2022 07:45 Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. 17. nóvember 2022 23:37 Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námsskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10. nóvember 2022 07:45
Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. 17. nóvember 2022 23:37
Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. 16. nóvember 2022 20:03