Vildi komast heim til Íslands eins fljótt og hægt var Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 09:30 Guðmundur Ágúst Kristjánsson var að pútta mjög vel á lokaúrtökumótinu á Spáni. Getty/Angel Martinez Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er kominn heim til Íslands eftir ævintýraför til Spánar þar sem hann varð fyrsti Íslendingurinn í fimmtán ár til að komast inná Evrópumótaröðina í golfi. Guðmundur fylgdi þar í fótspor Birgis Leifs Hafþórssonar sem komst fyrstur Íslendinga í gegnum lokaúrtökumótið á Evrópumótaröðinni, fyrst árið 2006 og svo aftur ári síðar. Lokaúrtökumótinu lauk á miðvikudaginn en kylfingarnir þurftu þar að klára sex keppnisdaga. Guðmundur Ágúst lék hringina sex á samtals á átján höggum undir pari og endaði í 19.-23 sæti. Rétt eftir komuna til landsins í gær þá mætti Guðmundur í viðtal hjá Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hún fékk hann til að lýsa síðasta sólarhring hjá sér. „Maður er ekki alveg búinn að átta sig á þessu ennþá en það var bara markmiðið að koma sér eins fljótt heim og hægt var,“ sagði Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Flestir hefðu þegið það að liggja aðeins og slappa af í sólinni á Spáni en Guðmundur vildi komast heim til Íslands sem fyrst. „Ég var að gera lítið að mistökum og var góður að pútta. Í öðru stiginu í vikunni á undan þá var ég að slá mjög vel en ekkert að pútta neitt spes. Það var léttari völlur og ekki eins sterkt mót og þá komst maður í gegn þar,“ sagði Guðmundur Ágúst. „Svo var þetta mistakalaust og nokkrir góðir hlutir gerðust inn á milli. Annar hringurinn var geggjaður og að koma sér upp í annað sætið þar. Þá þurfti maður ekki að vera að sækja að óþörfu,“ sagði Guðmundur. Var hann farinn að trúa þá? „Maður trúir alltaf á sjálfan sig en þetta er svo langt að maður má alls ekki fara fram úr sjálfum sér. Ég var eiginlega bara byrjaður að trúa þegar það voru þrjár holur eftir,“ sagði Guðmundur. Birgir Leifur Hafþórsson hafði sent Guðmundi kveðju og hann er að fylgja í hans fótspor með þessum árangri sínum. „Ég hef mjög mikið litið upp til hans í gegnum tíðina og hann er líka toppkarakter sem var alltaf mjög góður við okkur litlu guttana. Ég man að ég var stressaður þegar ég sá hann fyrst. Hann var ekki alveg á sama stað og Tiger en ekki langt frá heldur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Ágúst mun hefja tímabilið á DP World Tour þann 24. nóvember þar sem Joburg Open mótið fer fram í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Mótið stendur yfir dagana 24.-27. nóvember. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Guðmundur fylgdi þar í fótspor Birgis Leifs Hafþórssonar sem komst fyrstur Íslendinga í gegnum lokaúrtökumótið á Evrópumótaröðinni, fyrst árið 2006 og svo aftur ári síðar. Lokaúrtökumótinu lauk á miðvikudaginn en kylfingarnir þurftu þar að klára sex keppnisdaga. Guðmundur Ágúst lék hringina sex á samtals á átján höggum undir pari og endaði í 19.-23 sæti. Rétt eftir komuna til landsins í gær þá mætti Guðmundur í viðtal hjá Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hún fékk hann til að lýsa síðasta sólarhring hjá sér. „Maður er ekki alveg búinn að átta sig á þessu ennþá en það var bara markmiðið að koma sér eins fljótt heim og hægt var,“ sagði Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Flestir hefðu þegið það að liggja aðeins og slappa af í sólinni á Spáni en Guðmundur vildi komast heim til Íslands sem fyrst. „Ég var að gera lítið að mistökum og var góður að pútta. Í öðru stiginu í vikunni á undan þá var ég að slá mjög vel en ekkert að pútta neitt spes. Það var léttari völlur og ekki eins sterkt mót og þá komst maður í gegn þar,“ sagði Guðmundur Ágúst. „Svo var þetta mistakalaust og nokkrir góðir hlutir gerðust inn á milli. Annar hringurinn var geggjaður og að koma sér upp í annað sætið þar. Þá þurfti maður ekki að vera að sækja að óþörfu,“ sagði Guðmundur. Var hann farinn að trúa þá? „Maður trúir alltaf á sjálfan sig en þetta er svo langt að maður má alls ekki fara fram úr sjálfum sér. Ég var eiginlega bara byrjaður að trúa þegar það voru þrjár holur eftir,“ sagði Guðmundur. Birgir Leifur Hafþórsson hafði sent Guðmundi kveðju og hann er að fylgja í hans fótspor með þessum árangri sínum. „Ég hef mjög mikið litið upp til hans í gegnum tíðina og hann er líka toppkarakter sem var alltaf mjög góður við okkur litlu guttana. Ég man að ég var stressaður þegar ég sá hann fyrst. Hann var ekki alveg á sama stað og Tiger en ekki langt frá heldur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Ágúst mun hefja tímabilið á DP World Tour þann 24. nóvember þar sem Joburg Open mótið fer fram í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Mótið stendur yfir dagana 24.-27. nóvember. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti