Einföld leið til að stytta vinnuvikuna Tómas Ragnarz skrifar 17. nóvember 2022 09:01 Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir. Það er virðingarvert markmið enda á lífið að snúast um annað og meira en vinnuna. Fólk á dánarbeðinum sér enda sjaldnast eftir því að hafa ekki unnið meira á lífsleiðinni. Það er því rétt að kroppa aðeins af vinnudeginum – og sumar leiðir til þess eru einfaldari en aðrar. Við sem lifum og störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki farið varhluta af því að umferðin er orðin þung á morgnana og seinni partinn. Bílaraðirnar á álagstímum eru orðnar slíkar að það er óhætt að áætla að ferðin hvora leið muni taka upp undir 30 mínútur, samanlagt heilan klukkutíma á dag. Þessum tíma finnst mér illa varið. Á einum mánuði slagar ferðatíminn, sem við erum að koma okkur til og frá vinnu, upp í rúmlega hálfa vinnuviku. Það sem meira er: þessi ferðatími á vinnustaðinn er hluti af vinnudeginum. Ef við þyrftum ekki að koma okkur á vinnustaðinn þá myndum við verja þessum tíma með öðrum hætti og því er þessi langi ferðatími órjúfanlegur hluti vinnudagsins. Fyrir vikið er hann allt að klukkustund lengri en vinnuskylda fólks kveður á um. Engin þörf á milljarða útgjöldum Með því að stytta þennan ferðatíma myndum við stytta vinnuvikuna með nokkuð einföldum hætti. En hvað er til ráða? Ráðast í milljarða framkvæmdir á vegum til að leysa umferðarhnúta sem myndast tvisvar á sólarhring? Setja milljarða í að auðvelda fólki að velja sér aðra ferðamáta en bílinn? Þétta byggðina enn frekar? Þessar leiðir eru dýrar, hafa sína kosti og galla og gætu tekið langan tíma að komast til framkvæmda. Það er hins vegar til einfaldari og ódýrari leið til að stytta ferðatíma fólk á vinnustaðinn: Að mæta hreinlega ekki á vinnustaðinn. Faraldurinn kippti okkur inn í framtíðina á mettíma og þessi framtíð er sveigjanleg. Fólk sem þarf ekki að mæta á vinnustaðinn ætti að hafa frelsið til að starfa þar sem það sjálft vill. Ef starfsmenn vinna betur heima hjá sér, á kaffihúsum eða bókasöfnum þá ættu þeir að fá að gera það. Aukið frelsi til að vinna í nærumhverfi sínu mun draga stórlega úr þörfinni á að yfirgefa það – sem fækkar ferðum, styttir ferðatíma og dregur úr umferð. Þess vegna stefnum við Regus á það að opna góða fjarvinnuaðstöðu í öllum hverfum borgarinnar og að innan fárra ára verði hægt að nálgast slíka aðstöðu um land allt. Þar sem hópar starfsfólks geta fundað eftir hentisemi og vinnustaðir leigt eftir þörfum. Þannig geti fólk stundað sína vinnu í nærumhverfinu, sparað ferðatíma og lengt samverustundir með fjölskyldunni. Auk þess þyrftu fyrirtæki síður að reka eigið húsnæði með tilheyrandi kostnaði heldur gætu þau leigt aðstöðu eftir þörfum og hvernig gengur í rekstrinum hverju sinni. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sveigjanleiki eigi að vera eitt af þeim atriðum sem verða rædd við kjarasamningaborðið í vetur, eins og ég kom inn á í samtali við Reykjavík síðdegis í vor. Allar greinar græða Auðitað hentar þessi lausn ekki öllum, sumt fólk þarf einfaldlega að mæta á vinnustaðinn svo að reksturinn gangi. En ef að þau sem geta unnið heima hjá sér eða á fjarvinnustöðvum í nærumhverfi sínu myndu gera það, í stað þess að gera sér ferð á skrifstofuna, þá myndi það létta umferðina fyrir öll þau sem geta það ekki. Fyrir vikið styttist ferðatíminn hjá öllum og vinnuvikan með. Þar fyrir utan eru styttri og færri ferðalög gríðarlega umhverfisvæn. Minni útblástur, minna slit á vegum, minna svifryk og minni eldsneytiskaup sem skila sér í heilnæmara umhverfi fyrir okkur öll. Allt leiðir þetta til minni viðhaldsþarfar á innviðum og auðvelt er að færa rök fyrir því að minni mengun létti álagi af heilbrigðiskerfinu. Því ætti hið opinbera að fara fram með góðu fordæmi og auðvelda öllu sínu skrifstofustarfsfólki að stunda vinnu í nærumhverfi sínu. Það væri einfaldlega góð nýting á skattfé. Framtíðin er hér og framtíðin er sveigjanleg. Við hjá Regus ætlum okkur að auðvelda öllum að grípa tækifærin sem henni fylgja – í stað þess að sitja pikkföst í umferðinni meðan framtíðin keyrir framhjá okkur. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Regus á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Stytting vinnuvikunnar Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Samgöngur Kjaramál Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir. Það er virðingarvert markmið enda á lífið að snúast um annað og meira en vinnuna. Fólk á dánarbeðinum sér enda sjaldnast eftir því að hafa ekki unnið meira á lífsleiðinni. Það er því rétt að kroppa aðeins af vinnudeginum – og sumar leiðir til þess eru einfaldari en aðrar. Við sem lifum og störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki farið varhluta af því að umferðin er orðin þung á morgnana og seinni partinn. Bílaraðirnar á álagstímum eru orðnar slíkar að það er óhætt að áætla að ferðin hvora leið muni taka upp undir 30 mínútur, samanlagt heilan klukkutíma á dag. Þessum tíma finnst mér illa varið. Á einum mánuði slagar ferðatíminn, sem við erum að koma okkur til og frá vinnu, upp í rúmlega hálfa vinnuviku. Það sem meira er: þessi ferðatími á vinnustaðinn er hluti af vinnudeginum. Ef við þyrftum ekki að koma okkur á vinnustaðinn þá myndum við verja þessum tíma með öðrum hætti og því er þessi langi ferðatími órjúfanlegur hluti vinnudagsins. Fyrir vikið er hann allt að klukkustund lengri en vinnuskylda fólks kveður á um. Engin þörf á milljarða útgjöldum Með því að stytta þennan ferðatíma myndum við stytta vinnuvikuna með nokkuð einföldum hætti. En hvað er til ráða? Ráðast í milljarða framkvæmdir á vegum til að leysa umferðarhnúta sem myndast tvisvar á sólarhring? Setja milljarða í að auðvelda fólki að velja sér aðra ferðamáta en bílinn? Þétta byggðina enn frekar? Þessar leiðir eru dýrar, hafa sína kosti og galla og gætu tekið langan tíma að komast til framkvæmda. Það er hins vegar til einfaldari og ódýrari leið til að stytta ferðatíma fólk á vinnustaðinn: Að mæta hreinlega ekki á vinnustaðinn. Faraldurinn kippti okkur inn í framtíðina á mettíma og þessi framtíð er sveigjanleg. Fólk sem þarf ekki að mæta á vinnustaðinn ætti að hafa frelsið til að starfa þar sem það sjálft vill. Ef starfsmenn vinna betur heima hjá sér, á kaffihúsum eða bókasöfnum þá ættu þeir að fá að gera það. Aukið frelsi til að vinna í nærumhverfi sínu mun draga stórlega úr þörfinni á að yfirgefa það – sem fækkar ferðum, styttir ferðatíma og dregur úr umferð. Þess vegna stefnum við Regus á það að opna góða fjarvinnuaðstöðu í öllum hverfum borgarinnar og að innan fárra ára verði hægt að nálgast slíka aðstöðu um land allt. Þar sem hópar starfsfólks geta fundað eftir hentisemi og vinnustaðir leigt eftir þörfum. Þannig geti fólk stundað sína vinnu í nærumhverfinu, sparað ferðatíma og lengt samverustundir með fjölskyldunni. Auk þess þyrftu fyrirtæki síður að reka eigið húsnæði með tilheyrandi kostnaði heldur gætu þau leigt aðstöðu eftir þörfum og hvernig gengur í rekstrinum hverju sinni. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sveigjanleiki eigi að vera eitt af þeim atriðum sem verða rædd við kjarasamningaborðið í vetur, eins og ég kom inn á í samtali við Reykjavík síðdegis í vor. Allar greinar græða Auðitað hentar þessi lausn ekki öllum, sumt fólk þarf einfaldlega að mæta á vinnustaðinn svo að reksturinn gangi. En ef að þau sem geta unnið heima hjá sér eða á fjarvinnustöðvum í nærumhverfi sínu myndu gera það, í stað þess að gera sér ferð á skrifstofuna, þá myndi það létta umferðina fyrir öll þau sem geta það ekki. Fyrir vikið styttist ferðatíminn hjá öllum og vinnuvikan með. Þar fyrir utan eru styttri og færri ferðalög gríðarlega umhverfisvæn. Minni útblástur, minna slit á vegum, minna svifryk og minni eldsneytiskaup sem skila sér í heilnæmara umhverfi fyrir okkur öll. Allt leiðir þetta til minni viðhaldsþarfar á innviðum og auðvelt er að færa rök fyrir því að minni mengun létti álagi af heilbrigðiskerfinu. Því ætti hið opinbera að fara fram með góðu fordæmi og auðvelda öllu sínu skrifstofustarfsfólki að stunda vinnu í nærumhverfi sínu. Það væri einfaldlega góð nýting á skattfé. Framtíðin er hér og framtíðin er sveigjanleg. Við hjá Regus ætlum okkur að auðvelda öllum að grípa tækifærin sem henni fylgja – í stað þess að sitja pikkföst í umferðinni meðan framtíðin keyrir framhjá okkur. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Regus á Íslandi.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun