Ein þekktasta leikkona Íran sviptir sig slæðunni og ögrar stjórnvöldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2022 08:54 Alidoosti ásamt kollegum sínum við frumsýningu Leila's Brothers í Cannes. epa/Clemens Bilan Ein þekktasta leikkona Íran hefur hætt frelsi sínu og lífi með því að birta mynd af sér á Instagram, þar sem hún ber ekki höfuðslæðu en heldur á áróðursskilti þar sem segir „Kona. Líf. Frelsi.“ Taraneh Alidoosti hét því fyrir nokkrum dögum að hún myndi ekki yfirgefa heimaland sitt, hvað sem það kostaði. Þess í stað hygðist hún hætta að vinna og helga sig stuðningi við þær fjölskyldur sem hefðu misst ástvini í mótmælaöldunni sem nú gengur yfir Íran. Fjöldi hefur látið lífið og þúsundir verið fangelsaðir í mótmælum í kjölfar dauða hinnar 22 ára Masha Amini, sem lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir að fara ekki að lögum um slæðuburð. Konur hafa meðal annars brennt slæður sínar og skorið hár sitt og kallað eftir því að siðferðislögregla landsins verði lögð niður. Konur eru þó ekki einar um að mótmæla, heldur nær óánægjan til mun fleiri sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. View this post on Instagram A post shared by Taraneh Alidoosti (@taraneh_alidoosti) „Ég verð um kyrrt. Ég mun hætta að vinna. Ég mun standa á bakvið fjölskyldur fanga og þeirra sem hafa látið lífið. Ég verð talsmaður þeirra,“ sagði Alidoosti á Instagram á dögunum. „Ég mun berjast fyrir heimaland mitt. Ég mun gjalda það hvaða verði sem er að standa vörð um réttindi mín og það sem meira er, ég trúi á það sem við vinnum að því að byggja,“ sagði hún. Alidoosti hefur verið þekkt fyrir leik sinn frá því hún var unglingur og hefur meðal annars birst í mörgum mynda Óskarsverðlaunaleikstjórans Asghar Farhadi. Þá birtist hún í myndinni Leila's Brothers, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár. Hún er þekkt fyrir að berjast fyrir mannréttindum í Íran og hefur meðal annars áður lýst því yfir að Íranir séu í raun ekki borgarar landsins, heldur fangar þess. Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Taraneh Alidoosti hét því fyrir nokkrum dögum að hún myndi ekki yfirgefa heimaland sitt, hvað sem það kostaði. Þess í stað hygðist hún hætta að vinna og helga sig stuðningi við þær fjölskyldur sem hefðu misst ástvini í mótmælaöldunni sem nú gengur yfir Íran. Fjöldi hefur látið lífið og þúsundir verið fangelsaðir í mótmælum í kjölfar dauða hinnar 22 ára Masha Amini, sem lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn fyrir að fara ekki að lögum um slæðuburð. Konur hafa meðal annars brennt slæður sínar og skorið hár sitt og kallað eftir því að siðferðislögregla landsins verði lögð niður. Konur eru þó ekki einar um að mótmæla, heldur nær óánægjan til mun fleiri sem vilja sjá breytingar á stjórn landsins. View this post on Instagram A post shared by Taraneh Alidoosti (@taraneh_alidoosti) „Ég verð um kyrrt. Ég mun hætta að vinna. Ég mun standa á bakvið fjölskyldur fanga og þeirra sem hafa látið lífið. Ég verð talsmaður þeirra,“ sagði Alidoosti á Instagram á dögunum. „Ég mun berjast fyrir heimaland mitt. Ég mun gjalda það hvaða verði sem er að standa vörð um réttindi mín og það sem meira er, ég trúi á það sem við vinnum að því að byggja,“ sagði hún. Alidoosti hefur verið þekkt fyrir leik sinn frá því hún var unglingur og hefur meðal annars birst í mörgum mynda Óskarsverðlaunaleikstjórans Asghar Farhadi. Þá birtist hún í myndinni Leila's Brothers, sem var sýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár. Hún er þekkt fyrir að berjast fyrir mannréttindum í Íran og hefur meðal annars áður lýst því yfir að Íranir séu í raun ekki borgarar landsins, heldur fangar þess.
Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels