Fetterman lagði Oz Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 06:45 CNN og Fox eru meðal þeirra miðla sem hafa lýst Fetterman sigurvegara í Pennsylvaníu. AP/The Philadelphia Inquirer/Tom Gralish CNN, Fox News og fleiri miðlar hafa lýst John Fetterman sigurvegara í öldungadeildarþingkosningunum í Pennsylvaníu, þar sem mótframbjóðandi hans var sjónvarpslæknirinn Dr. Mehmet Oz. Úrslit eru enn óljós í sjö af þeim ríkjum þar sem kosið var til öldungadeildarinnar í þingkosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum í gær. Kosið var um öll sæti fulltrúadeildar þingsins og 35 af 100 sætum í öldungadeildinni. Þá var einnig kosið um ríkisstjóra og dómara. Nokkuð bar til tíðinda í nótt en enn sem komið er hefur árangur Demókrata, sem áttu undir högg að sækja, komið nokkuð á óvart. Eygja þeir raunhæfan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni, á meðan Repúblikanar þykja líklegri til að ná fulltrúadeildinni á sitt vald. Demókratar hafa bætt við sig einu sæti í öldungadeildinni þegar úrslit eru óráðin um sjö sæti og hafa tryggt sér 47 sæti gegn 46 sætum Repúblikana. Í fulltrúadeildinni, þar sem sætin eru 435, hafa Repúblikanar tryggt sér 192 sæti gegn 167 sætum Demókrata. Repúblikaninn Ron DeSantis var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída en hann er sagður íhuga forsetaframboð árið 2024 og virðist eini maðurinn sem á raunverulegan möguleika á því að sigra Donald Trump, ef síðarnefndi stendur við stórkarlalegar yfirlýsingar og býður sig fram á ný. Þá urðu nokkur söguleg úrslit í nótt, þar sem Maura Healey, sem vann sigur í Massachusetts, verður fyrsti lesbíski ríkisstjórinn í sögu Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, einn margra fjölmiðlafulltrúa Trumps í Hvíta húsinu, verður fyrsta konan til að sitja í embætti ríkisstjóra Arkansas og þá verður Demókratinn Wes Moore fyrsti svarti maðurinn til að verða ríkisstjóri Maryland. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Úrslit eru enn óljós í sjö af þeim ríkjum þar sem kosið var til öldungadeildarinnar í þingkosningunum sem fóru fram í Bandaríkjunum í gær. Kosið var um öll sæti fulltrúadeildar þingsins og 35 af 100 sætum í öldungadeildinni. Þá var einnig kosið um ríkisstjóra og dómara. Nokkuð bar til tíðinda í nótt en enn sem komið er hefur árangur Demókrata, sem áttu undir högg að sækja, komið nokkuð á óvart. Eygja þeir raunhæfan möguleika á því að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni, á meðan Repúblikanar þykja líklegri til að ná fulltrúadeildinni á sitt vald. Demókratar hafa bætt við sig einu sæti í öldungadeildinni þegar úrslit eru óráðin um sjö sæti og hafa tryggt sér 47 sæti gegn 46 sætum Repúblikana. Í fulltrúadeildinni, þar sem sætin eru 435, hafa Repúblikanar tryggt sér 192 sæti gegn 167 sætum Demókrata. Repúblikaninn Ron DeSantis var endurkjörinn ríkisstjóri Flórída en hann er sagður íhuga forsetaframboð árið 2024 og virðist eini maðurinn sem á raunverulegan möguleika á því að sigra Donald Trump, ef síðarnefndi stendur við stórkarlalegar yfirlýsingar og býður sig fram á ný. Þá urðu nokkur söguleg úrslit í nótt, þar sem Maura Healey, sem vann sigur í Massachusetts, verður fyrsti lesbíski ríkisstjórinn í sögu Bandaríkjanna. Sarah Huckabee Sanders, einn margra fjölmiðlafulltrúa Trumps í Hvíta húsinu, verður fyrsta konan til að sitja í embætti ríkisstjóra Arkansas og þá verður Demókratinn Wes Moore fyrsti svarti maðurinn til að verða ríkisstjóri Maryland.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira