Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 10:41 Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn í Reykjavík á næsta ári. Vísir/Vilhelm Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að um sé að ræða fjórða leiðtogafund Evrópuráðsins frá upphafi. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu 9. nóvember næstkomandi og mun gegna starfi formennsku í sex mánuði. Leiðtogafundurinn verður haldinn þegar því skeiði líkur, eða í maí 2023. Ísland hefur tvisvar áður gegnt formennsku í Evrópuráðinu, árin 1955 og 1999. Í formennsku Íslands felst að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðum alþjóðastofnunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Ísland taki formennskuhlutverkinu alvarlega, enda sé tekist á við verkefnið á krefjandi tímum. „Evrópuráðið snýst um grunngildi samfélaga okkar; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið,“ segir Katrín. „Innrásin í Úkraínu, heimsfaraldur og efnahagsþrengingar skapa áskoranir fyrir þessi grunngildi og því hefur aldrei verið mikilvægara að leiðtogar Evrópuþjóða endurnýi heitin og séu samtaka um að standa vörð um þessi gildi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, á blaðamannafundi í Strassborg í morgun.Stjórnarráðið Með formennskunni mun Ísland leggja áherslu á að efla grunngildi Evrópuráðsins, lýðræði, réttarríkið og mannréttindi, að því sem segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að formennskan miði að því að styrkja Evrópuráðið sem sterka og opna alþjóðastofnun sem berst fyrir þessum grundvallargildum. Þá verður áhersla lögð á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnréttismál. Sérstök menningardagskrá verður gefin út á formennskutímabilinu þar sem íslensk menning, listir og atvinnulíf verður kynnt. Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að um sé að ræða fjórða leiðtogafund Evrópuráðsins frá upphafi. Ísland tekur við formennsku í Evrópuráðinu 9. nóvember næstkomandi og mun gegna starfi formennsku í sex mánuði. Leiðtogafundurinn verður haldinn þegar því skeiði líkur, eða í maí 2023. Ísland hefur tvisvar áður gegnt formennsku í Evrópuráðinu, árin 1955 og 1999. Í formennsku Íslands felst að leiða starf ráðsins, hafa málefnalegt frumkvæði og vera í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðum alþjóðastofnunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Ísland taki formennskuhlutverkinu alvarlega, enda sé tekist á við verkefnið á krefjandi tímum. „Evrópuráðið snýst um grunngildi samfélaga okkar; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið,“ segir Katrín. „Innrásin í Úkraínu, heimsfaraldur og efnahagsþrengingar skapa áskoranir fyrir þessi grunngildi og því hefur aldrei verið mikilvægara að leiðtogar Evrópuþjóða endurnýi heitin og séu samtaka um að standa vörð um þessi gildi.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, á blaðamannafundi í Strassborg í morgun.Stjórnarráðið Með formennskunni mun Ísland leggja áherslu á að efla grunngildi Evrópuráðsins, lýðræði, réttarríkið og mannréttindi, að því sem segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að formennskan miði að því að styrkja Evrópuráðið sem sterka og opna alþjóðastofnun sem berst fyrir þessum grundvallargildum. Þá verður áhersla lögð á umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnréttismál. Sérstök menningardagskrá verður gefin út á formennskutímabilinu þar sem íslensk menning, listir og atvinnulíf verður kynnt.
Reykjavík Utanríkismál Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira