Stelpurnar slógust í miðjum fótboltaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 08:30 Ramsey Davis slær hér Maya Gordon hjá LSU en á sama tíma kemur dómarinn með rauða spjaldið á lofti. Skjámynd/Twitter Það hitnaði heldur betur í hlutunum í bandaríska háskólafótboltanum í vikunni þegar skólarnir Ole Miss og LSU mættust í SEC deildinni. Slagsmál brutust út í miðjum leik og enduðu með því að þrír leikmenn fengu rauða spjaldið. Allt byrjaði þetta þegar Maya Gordon hjá LSU og Ramsey Davis hjá Ole Miss lentu saman eftir að hafa barist um boltann við hliðarlínuna. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Davis, sem er á þriðja ári, virtist grípa utan um Gordon sem er á síðasta ári. Í kjölfarið fóru hnefarnir á loft og þær slógust. Dómari leiksins kom þá aðvífandi og reyndi að skilja þær í sundur en tókst ekki betur en svo að slagsmálin héldu áfram og fleiri blönduðu sér í þau. Rammie Noel hjá LSU kom hlaupandi á svæðið og greip í hárið á Davis og togaði hana í jörðina. Gordon sást grátandi á hliðarlínunni eftir að hlutirnir róuðust aftur. Davis, Gordon og Noel fengu allar rautt spjald. Það var komið fram í framlengingu þegar allt varð vitlaust. Ole Miss vann leikinn 3-0 í vítakeppni og komst áfram í úrslitakeppni SEC. Liðið mætir South Carolina í næstu umferð. Íslenska landsliðskonan Ída Marín Hermannsdóttir gekk til liðs við LSU í haust og er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með sex mörk. Hún spilaði þó ekki í þessum leik. A wild fight broke out in the Ole Miss-LSU women's soccer SEC Tournament first-round match. Three players were ejected. pic.twitter.com/q07yHhdjr2— The Comeback (@thecomeback) October 30, 2022 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira
Slagsmál brutust út í miðjum leik og enduðu með því að þrír leikmenn fengu rauða spjaldið. Allt byrjaði þetta þegar Maya Gordon hjá LSU og Ramsey Davis hjá Ole Miss lentu saman eftir að hafa barist um boltann við hliðarlínuna. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Davis, sem er á þriðja ári, virtist grípa utan um Gordon sem er á síðasta ári. Í kjölfarið fóru hnefarnir á loft og þær slógust. Dómari leiksins kom þá aðvífandi og reyndi að skilja þær í sundur en tókst ekki betur en svo að slagsmálin héldu áfram og fleiri blönduðu sér í þau. Rammie Noel hjá LSU kom hlaupandi á svæðið og greip í hárið á Davis og togaði hana í jörðina. Gordon sást grátandi á hliðarlínunni eftir að hlutirnir róuðust aftur. Davis, Gordon og Noel fengu allar rautt spjald. Það var komið fram í framlengingu þegar allt varð vitlaust. Ole Miss vann leikinn 3-0 í vítakeppni og komst áfram í úrslitakeppni SEC. Liðið mætir South Carolina í næstu umferð. Íslenska landsliðskonan Ída Marín Hermannsdóttir gekk til liðs við LSU í haust og er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með sex mörk. Hún spilaði þó ekki í þessum leik. A wild fight broke out in the Ole Miss-LSU women's soccer SEC Tournament first-round match. Three players were ejected. pic.twitter.com/q07yHhdjr2— The Comeback (@thecomeback) October 30, 2022
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja Sjá meira