Enskumælandi ráð Guðbrandur Einarsson skrifar 1. nóvember 2022 10:31 Fjöldi erlendra íbúa á Íslandi hefur farið vaxandi undanfarin ár og sömuleiðis fjöldi ferðamanna sem sækir Ísland heim. Í mörgum sveitarfélögum eru erlendir íbúar nú orðnir á bilinu 25-50% og ekkert bendir til þess að þessar tölur muni lækka i náinni framtíð, slík er þörfin fyrir erlent vinnuafl. Þessum nýju íbúum gengur misvel að aðlagast samfélaginu. Mörgum gengur illa að ná tökum á íslenskunni og það getur gert það að verkum að fólk einangri sig eða haldi sig bara með þeim sem tala þeirra eigið tungumál. Slík hópaskipting getur hvorki verið þessum íbúum né samfélaginu til góðs. Þrátt fyrir að nauðsynlegt sé fyrir þá sem ætla að setjast hér að ná tökum á íslenskunni þá er hægt að grípa til ýmissa annara ráða til þess að hjálpa fólki að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Á ferðum mínum um Suðurkjördæmi verður maður margs vísari og m.a. því að sveitarfélögin er mörg hver farin að bregðast við þessari stöðu. Í Mýrdalshreppi, þar sem helmingur íbúa er með erlent ríkisfang, hefur verið komið á fót enskumælandi ráði sem í sitja sjö íbúar með erlent ríkisfang. Með þessu vilja Mýrdælingar koma til móts við þennan hóp og skapa íbúum með erlent ríkisfang möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki síður að samfélagið fái að njóta þeirrar þekkingar og hæfni sem þessi hópur býr yfir. Frábært skref sem gerir þessum hópi auðveldara með að aðlagast sínu samfélagi.Með þessu er verið að valdefla þessa nýju íbúa og fá þá til þátttöku en einnig að aðlaga okkur sem fyrir eru að breyttum veruleika. Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mýrdalshreppur Viðreisn Innflytjendamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fjöldi erlendra íbúa á Íslandi hefur farið vaxandi undanfarin ár og sömuleiðis fjöldi ferðamanna sem sækir Ísland heim. Í mörgum sveitarfélögum eru erlendir íbúar nú orðnir á bilinu 25-50% og ekkert bendir til þess að þessar tölur muni lækka i náinni framtíð, slík er þörfin fyrir erlent vinnuafl. Þessum nýju íbúum gengur misvel að aðlagast samfélaginu. Mörgum gengur illa að ná tökum á íslenskunni og það getur gert það að verkum að fólk einangri sig eða haldi sig bara með þeim sem tala þeirra eigið tungumál. Slík hópaskipting getur hvorki verið þessum íbúum né samfélaginu til góðs. Þrátt fyrir að nauðsynlegt sé fyrir þá sem ætla að setjast hér að ná tökum á íslenskunni þá er hægt að grípa til ýmissa annara ráða til þess að hjálpa fólki að verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Á ferðum mínum um Suðurkjördæmi verður maður margs vísari og m.a. því að sveitarfélögin er mörg hver farin að bregðast við þessari stöðu. Í Mýrdalshreppi, þar sem helmingur íbúa er með erlent ríkisfang, hefur verið komið á fót enskumælandi ráði sem í sitja sjö íbúar með erlent ríkisfang. Með þessu vilja Mýrdælingar koma til móts við þennan hóp og skapa íbúum með erlent ríkisfang möguleika á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri en ekki síður að samfélagið fái að njóta þeirrar þekkingar og hæfni sem þessi hópur býr yfir. Frábært skref sem gerir þessum hópi auðveldara með að aðlagast sínu samfélagi.Með þessu er verið að valdefla þessa nýju íbúa og fá þá til þátttöku en einnig að aðlaga okkur sem fyrir eru að breyttum veruleika. Væri það ekki góð hugmynd fyrir önnur sveitarfélög að fara að fordæmi Mýrdælinga og stofna til slíkra ráða? Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar