Nýja mamman kom Portland Thorns í úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 15:00 Crystal Dunn fagnar sigri Portland Thorns og sæti í úrslitaleiknum. Getty/Amanda Loman Portland Thorns spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn í kvennafótboltanum eftir sigur á San Diego Wave í undanúrslitaleiknum. Portland liðið vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Crystal Dunn. Crystal Dunn kom inn sem varamaður í seinni hálfleiknum og skoraði markið sem réð úrslitum í uppbótartíma. Casey Stoney kom San Diego í 1-0 en Raquel Rodriguez jafnaði fyrir Portland. She deserves all the flowers #BAONPDX pic.twitter.com/NuvJD2ux5M— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022 Dunn eignaðist soninn Marcel í maí og sneri aftur í NWSL deildina í september. „Ég endurupplifi þetta aftur og aftur í huganum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Crystal Dunn. „Eftir að ég sá boltann detta fyrir mig þá hugsaði ég: Crystal þetta er stundin þín, vonandi hittir þú hann eins fast og þú getur og alls ekki láta neinn komast fyrir skotið,“ sagði Dunn kát. Absolute scenes.@Cdunn19 x #BAONPDX pic.twitter.com/vHLjUUEWpC— X - Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 23, 2022 „Það er erfitt að trúa þessu því að ég fæddi barn fyrir bara fimm mánuðum,“ sagði Dunn. Hún er þrítug og hefur spilað 125 leiki fyrir bandaríska A-landsliðið. „Ég var að hugsa um að taka mér frí þetta tímabil og byrja fersk upp á nýtt árið 2023. Ég vildi samt enda þetta ár eins vel og ég gat og ég hef lagt mikið á mig til að komast aftur inn á völlinn,“ sagði Dunn. Markið hennar kom 156 dögum eftir fæðingu sonarins. Rhian Wilkinson, þjálfari Portland, grínaðist með þá staðreynd eftir leikinn. „Ég er með mat í frystinum mínum sem er eldri en það,“ sagði Rhian Wilkinson en þetta var í fyrsta sinn sem tveir kvenþjálfarar mættust í úrslitakeppninni. Here's how Portland punched their ticket to the Finals #PORvSD presented by @nationwide pic.twitter.com/NC2YSeGWAr— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Portland liðið vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki frá Crystal Dunn. Crystal Dunn kom inn sem varamaður í seinni hálfleiknum og skoraði markið sem réð úrslitum í uppbótartíma. Casey Stoney kom San Diego í 1-0 en Raquel Rodriguez jafnaði fyrir Portland. She deserves all the flowers #BAONPDX pic.twitter.com/NuvJD2ux5M— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022 Dunn eignaðist soninn Marcel í maí og sneri aftur í NWSL deildina í september. „Ég endurupplifi þetta aftur og aftur í huganum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Crystal Dunn. „Eftir að ég sá boltann detta fyrir mig þá hugsaði ég: Crystal þetta er stundin þín, vonandi hittir þú hann eins fast og þú getur og alls ekki láta neinn komast fyrir skotið,“ sagði Dunn kát. Absolute scenes.@Cdunn19 x #BAONPDX pic.twitter.com/vHLjUUEWpC— X - Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 23, 2022 „Það er erfitt að trúa þessu því að ég fæddi barn fyrir bara fimm mánuðum,“ sagði Dunn. Hún er þrítug og hefur spilað 125 leiki fyrir bandaríska A-landsliðið. „Ég var að hugsa um að taka mér frí þetta tímabil og byrja fersk upp á nýtt árið 2023. Ég vildi samt enda þetta ár eins vel og ég gat og ég hef lagt mikið á mig til að komast aftur inn á völlinn,“ sagði Dunn. Markið hennar kom 156 dögum eftir fæðingu sonarins. Rhian Wilkinson, þjálfari Portland, grínaðist með þá staðreynd eftir leikinn. „Ég er með mat í frystinum mínum sem er eldri en það,“ sagði Rhian Wilkinson en þetta var í fyrsta sinn sem tveir kvenþjálfarar mættust í úrslitakeppninni. Here's how Portland punched their ticket to the Finals #PORvSD presented by @nationwide pic.twitter.com/NC2YSeGWAr— National Women s Soccer League (@NWSL) October 24, 2022
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira