Mari var farin að sjá ofsjónir: „Er ofurhetja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 09:39 Mari Järsk var sjöunda konan á heimsvísu þegar hún þurfti að hætta keppni eftir að hafa hlaupið í rúmlega einn og hálfan sólarhring. Vísir/Sigurjón Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári. Garpur I. Elísabetarson ræddi við Olgu Kristrún Ingólfsdóttur, einn af liðstjórum Mari, eftir að Mari lauk keppni upp úr miðnætti í nótt. Mari náði ekki í mark á 37. hring keppninnar. Þá hafði hún hlaupið rúmlega 241 kílómetra og aðeins þau Þorleifur Þorleifsson eftir í keppninni af Íslendingum. „Hún er ólík sjálfri sér og það er bara spurning hvort við þurfum ekki að fara og láta kíkja á hana. Hún er mjög vönkuð og hún er illa áttuð. Við erum að hlúa að henni, reynum að láta hana skipta um föt og koma hita í hana. Ég held að það sé næsta skref að láta lækni kíkja á hana,“ sagði Olga í nótt. En kom eitthvað upp á hjá henni í brautinni? „Hún datt í brautinni á síðasta hring og það má ekki hjálpa henni. Hún man ekkert eftir því hvort hún hafi dottið eða ekki og hún var farin að sjá ofsjónir. Hún lagði allt sitt í þetta, blóð svita og tár eins og hún ætlaði,“ sagði Olga. „Þetta er búnar að vera erfiðar aðstæður og allt öðruvísi keppnir heldur en hinar tvær keppnirnar sem hún hefur unnið. Það má samt ekki gleyma því að þetta er frábær árangur og þegar ég skoðaði tölurnar áðan þá var hún sjöunda konan á heimsvísu,“ sagði Olga. „Hún lagði eins og ég sagði blóð svita og tár í þetta. Hún er bara ofurhetja. Það sem skiptir máli núna er að hlúa vel að henni og gefa henni þann styrk sem hún þarf á að halda. Þetta er bara rétt að byrja og hún á nóg eftir. Það þurfa allir að læra að tapa,“ sagði Olga. Mari hafði þarna klárað einn og hálfan sólarhring og það var frábær stemmning í kringum hana allan tímann. Næst á dagskrá er að keppa út í Þýskalandi í maí. Það má sjá allt viðtalið við Olgu hér að ofan. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Garpur I. Elísabetarson ræddi við Olgu Kristrún Ingólfsdóttur, einn af liðstjórum Mari, eftir að Mari lauk keppni upp úr miðnætti í nótt. Mari náði ekki í mark á 37. hring keppninnar. Þá hafði hún hlaupið rúmlega 241 kílómetra og aðeins þau Þorleifur Þorleifsson eftir í keppninni af Íslendingum. „Hún er ólík sjálfri sér og það er bara spurning hvort við þurfum ekki að fara og láta kíkja á hana. Hún er mjög vönkuð og hún er illa áttuð. Við erum að hlúa að henni, reynum að láta hana skipta um föt og koma hita í hana. Ég held að það sé næsta skref að láta lækni kíkja á hana,“ sagði Olga í nótt. En kom eitthvað upp á hjá henni í brautinni? „Hún datt í brautinni á síðasta hring og það má ekki hjálpa henni. Hún man ekkert eftir því hvort hún hafi dottið eða ekki og hún var farin að sjá ofsjónir. Hún lagði allt sitt í þetta, blóð svita og tár eins og hún ætlaði,“ sagði Olga. „Þetta er búnar að vera erfiðar aðstæður og allt öðruvísi keppnir heldur en hinar tvær keppnirnar sem hún hefur unnið. Það má samt ekki gleyma því að þetta er frábær árangur og þegar ég skoðaði tölurnar áðan þá var hún sjöunda konan á heimsvísu,“ sagði Olga. „Hún lagði eins og ég sagði blóð svita og tár í þetta. Hún er bara ofurhetja. Það sem skiptir máli núna er að hlúa vel að henni og gefa henni þann styrk sem hún þarf á að halda. Þetta er bara rétt að byrja og hún á nóg eftir. Það þurfa allir að læra að tapa,“ sagði Olga. Mari hafði þarna klárað einn og hálfan sólarhring og það var frábær stemmning í kringum hana allan tímann. Næst á dagskrá er að keppa út í Þýskalandi í maí. Það má sjá allt viðtalið við Olgu hér að ofan.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
„Fann að maður vildi ekki svíkja alla“ „Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi. 17. október 2022 10:09