Spinnur garn af rokki eins og landnámskonurnar gerðu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. október 2022 20:05 Marianne Guckelsberger, sem býr í Hveragerði er mikill snillingur þegar kemur að vinnu við gamalt handverk, ekki síst ef það tengist íslensku ullinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne Guckelsberger í Hveragerði gerir mikið af því að spinna úr íslenskri ull og búa þannig til band en þá spinnir hún garn af rokki, eins og landnámskonurnar gerðu til að klæða fólkið sitt, enda var ullin það sé hélt lífi í fólkinu. Víkingar kunnu hins vegar ekki að prjóna. Ullarviku Suðurlands lauk formlega í dag en þá var verið að sýna ýmislegt fróðlegt, sem hægt er að vinna úr íslenskri ull. Víkingar mættu til dæmis í Uppspuna í Ásahreppi og sýndu þar skemmtileg vinnubrögð. En kunnu Víkingar að prjóna? “Nei, þeir kunnu ekki að prjóna, þeir voru meira í því að sauma vattarsaum eins og það er kallað og svo að vefa vaðmál,” segir Hulda Brynjólfsdóttir í Uppspuna. Hún segir að gamalt handverk sé að koma mikið til baka. “Já, maður finnur það, það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu og gaman af því, því það er leiðinlegt ef maður glatar þessu alveg niður, þannig að það er bara frábært að það sé að koma til baka,” segir Hulda. Mikill áhugi er á öllu handverki, sem gamalt er, sérstaklega þegar ullin er annars vegar eins og sást í Ullarvikunni á Suðurlandi, sem var að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne sem býr í Hveragerði og er sjúkranuddari á Heilsustofnun vakti sérstaka athygli í Uppspuna með sitt handverk. “Nú er ég að spinna, ég er að búa til band. Ég ætla að spinna garn af rokki. Ef við lesum Íslendingasögurnar þá er talað þar um rokka. Ef við hugsum um rokka í dag þá sjáum við fyrir okkur rokk með hjóli en landnámskonur komu með þessa græju, sem ég nota með sér því það þurfti að klæða fólkið og ekki bara það, heldur líka að búa til segl og rúmföt og eiginlega allt. Ullin er eina efnið, sem við getum búið til eitthvað band úr, ull var það, sem hélt lífi í fólki,” segir Marianne. Snældan, sem Marianne notar er með sérstökum sápusteini neðst, sem fyrirfinnst ekki á Íslandi. Hún segist alltaf haft mikinn áhuga á öllu, sem gamalt er. “Já, því eldra og því betra fyrir minn smekk. Þetta nútíma talar ekki til mín, þetta talar til mín, ég finn mig mjög mikið í þessari vinnu, svo er þetta svo róandi.” Og hvað ertu að hugsa á meðan þú gerir þetta? Hvort ég get sagt eitthvað gáfulegt við þig,” segir Marianne og skellihlær, „Já, „Neyðin kennir naktir konu að spinna.” Marianne, segir vinnuna gefa sér mikið og að hún sé mjög róandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Sjá meira
Ullarviku Suðurlands lauk formlega í dag en þá var verið að sýna ýmislegt fróðlegt, sem hægt er að vinna úr íslenskri ull. Víkingar mættu til dæmis í Uppspuna í Ásahreppi og sýndu þar skemmtileg vinnubrögð. En kunnu Víkingar að prjóna? “Nei, þeir kunnu ekki að prjóna, þeir voru meira í því að sauma vattarsaum eins og það er kallað og svo að vefa vaðmál,” segir Hulda Brynjólfsdóttir í Uppspuna. Hún segir að gamalt handverk sé að koma mikið til baka. “Já, maður finnur það, það er gríðarlegur áhugi fyrir þessu og gaman af því, því það er leiðinlegt ef maður glatar þessu alveg niður, þannig að það er bara frábært að það sé að koma til baka,” segir Hulda. Mikill áhugi er á öllu handverki, sem gamalt er, sérstaklega þegar ullin er annars vegar eins og sást í Ullarvikunni á Suðurlandi, sem var að ljúka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Marianne sem býr í Hveragerði og er sjúkranuddari á Heilsustofnun vakti sérstaka athygli í Uppspuna með sitt handverk. “Nú er ég að spinna, ég er að búa til band. Ég ætla að spinna garn af rokki. Ef við lesum Íslendingasögurnar þá er talað þar um rokka. Ef við hugsum um rokka í dag þá sjáum við fyrir okkur rokk með hjóli en landnámskonur komu með þessa græju, sem ég nota með sér því það þurfti að klæða fólkið og ekki bara það, heldur líka að búa til segl og rúmföt og eiginlega allt. Ullin er eina efnið, sem við getum búið til eitthvað band úr, ull var það, sem hélt lífi í fólki,” segir Marianne. Snældan, sem Marianne notar er með sérstökum sápusteini neðst, sem fyrirfinnst ekki á Íslandi. Hún segist alltaf haft mikinn áhuga á öllu, sem gamalt er. “Já, því eldra og því betra fyrir minn smekk. Þetta nútíma talar ekki til mín, þetta talar til mín, ég finn mig mjög mikið í þessari vinnu, svo er þetta svo róandi.” Og hvað ertu að hugsa á meðan þú gerir þetta? Hvort ég get sagt eitthvað gáfulegt við þig,” segir Marianne og skellihlær, „Já, „Neyðin kennir naktir konu að spinna.” Marianne, segir vinnuna gefa sér mikið og að hún sé mjög róandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Landbúnaður Prjónaskapur Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Sjá meira