Senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2022 07:54 Brúin er ekki aðeins merkingarþrungin táknmynd um hernám Rússa heldur gríðarlega mikilvæg leið fyrir þá til að flytja vörur til rússneskra hersveita á Krím og suðurhluta Úkraínu. Getty/Katkova Rússar hyggjast senda kafara til að kanna skemmdir á Kerch brúnni í dag. Brúin varð fyrir kraftmikilli sprengingu í gærmorgun og hluti hennar féll í sundið. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga en hún tengir skagann viðmeginland Rússlands og er mikilvæg birgðaflutningaleið fyrir Rússa. Úkraínumenn hafa fagnað sprengingunni og í gærmorgun mátti heyra íbúa Kænugarðs hrópa húrra fyrir skemmdarverkunum sem voru unnin á brúnni. Úkraínskir embættismenn hafa ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni en hafa ekki lýst því yfir opinberlega. Rússar hafa þá ekki sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð. Varaforsætisráðherra Rússlands Marat Khusnullin sagði í gærkvöldi að kafarar muni hefja störf núna í morgunsárið til að kanna hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á burðarstólpum brúarinnar. Þá verður ástand hennar auk þess rannsakað ofansjávar og á verkið að klárast í dag. Listamenn í Kænugarði voru ekki lengi að taka sig til og gera þessa tillögu að frímerki, með mynd af Kerch brúnni að springa.Getty/Ed Ram Að sögn Khusnullin eru mánaðareldsneytisbirgðir á Krímskaga og tveggja vikna matarbirgðir. Þá hefur varnarmálaráðherra Rússlands lýst því yfir að hægt sé að koma birgðum til hersveitanna í suðurhluta Rússlands land- og sjóleiðina. Rússland hernam Krímskaga árið 2014 en brúin, sem tengir Krímskaga við Rússland, var tekin í notkun árið 2018. Allt bendir til að bifreið, sem var að fara yfir brúna, hafi sprungið og hafi verið svo nálægt lestarvögnum, sem innihéldu eldsneyti, að eldur hafi borist í þá og eldsneytið orðið til stærri sprenginga og meiri skemmda. Rússar lýstu því yfir í gær að þrír hafi fallið í sprengingunni. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær aukið eftirlit og vernd fyrir brúna og þá innviði sem tryggja flutning rafmagns og gas til rímskagans. Þá fyrirskipaði hann að sprengingin yrði rannsökuð. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8. október 2022 11:54 Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8. október 2022 07:31 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Úkraínumenn hafa fagnað sprengingunni og í gærmorgun mátti heyra íbúa Kænugarðs hrópa húrra fyrir skemmdarverkunum sem voru unnin á brúnni. Úkraínskir embættismenn hafa ýjað að því að þeir beri ábyrgð á sprengingunni en hafa ekki lýst því yfir opinberlega. Rússar hafa þá ekki sakað Úkraínumenn um að bera ábyrgð. Varaforsætisráðherra Rússlands Marat Khusnullin sagði í gærkvöldi að kafarar muni hefja störf núna í morgunsárið til að kanna hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á burðarstólpum brúarinnar. Þá verður ástand hennar auk þess rannsakað ofansjávar og á verkið að klárast í dag. Listamenn í Kænugarði voru ekki lengi að taka sig til og gera þessa tillögu að frímerki, með mynd af Kerch brúnni að springa.Getty/Ed Ram Að sögn Khusnullin eru mánaðareldsneytisbirgðir á Krímskaga og tveggja vikna matarbirgðir. Þá hefur varnarmálaráðherra Rússlands lýst því yfir að hægt sé að koma birgðum til hersveitanna í suðurhluta Rússlands land- og sjóleiðina. Rússland hernam Krímskaga árið 2014 en brúin, sem tengir Krímskaga við Rússland, var tekin í notkun árið 2018. Allt bendir til að bifreið, sem var að fara yfir brúna, hafi sprungið og hafi verið svo nálægt lestarvögnum, sem innihéldu eldsneyti, að eldur hafi borist í þá og eldsneytið orðið til stærri sprenginga og meiri skemmda. Rússar lýstu því yfir í gær að þrír hafi fallið í sprengingunni. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í gær aukið eftirlit og vernd fyrir brúna og þá innviði sem tryggja flutning rafmagns og gas til rímskagans. Þá fyrirskipaði hann að sprengingin yrði rannsökuð.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22 Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8. október 2022 11:54 Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8. október 2022 07:31 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Óskaði Pútín til hamingju með afmælið eftir sprenginguna Háttsettur embættismaður í Úkraínu birti mynd af sprengingunni á Kerch brúnni sem varð fyrr í morgun og óskaði Rússlandsforseta til hamingju með afmælið. Úkraínumenn hafa ekki lýst formlega yfir ábyrgð en sprengingin er sögð mikið högg fyrir Rússa. 8. október 2022 21:22
Rússar segja þrjá hafa dáið í sprengingunni á Kerch brú Rússnesk yfirvöld halda því fram að þrír hafi dáið þegar sendiferðarbíll sprakk í loft upp á brúnni yfir Kerch sund í nótt, brúnni sem tengir Rússland við Krímskaga. Hluti brúarinnar féll í sprengingunni og hefur annar hluti staðið í ljósum logum síðan sprengingin varð. 8. október 2022 11:54
Brúin sem tengir Rússland við Krím stendur í ljósum logum Kerch brúin sem tengir Rússland við Krímskagann í Úkraínu stendur í ljósum logum eftir að gríðarstór sprenging varð fyrr í morgun. Brúin er sögð táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga og hötuð af Úkraínumönnum. 8. október 2022 07:31